Sorgin sýndi mér hvað ég elska heitt Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2019 14:30 Svava Kristín setti sér ung markmið um að verða íþróttafréttamaður og segir mikinn sigur fyrir sig að hafa loks komist á skjáinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég var sautján ára þegar ég datt á milli hæða heima og skaddaðist illa frá mjöðm og upp í efstu hryggjarliði. Á sama tíma spilaði ég lykilhlutverk með knattspyrnu- og handboltaliðum ÍBV en var tilneydd til að hætta vegna meiðslanna,“ segir Svava Kristín Grétarsdóttir, flugfreyja og íþróttafréttamaður á Stöð 2. „Á nýju heimili okkar í Eyjum var brattur bráðabirgðastigi sem ég stökk upp til að skamma litla bróður minn en datt þá fram fyrir mig og datt út. Ég fékk enga meðhöndlun en læknir sem var kallaður til sagði að það væri ekkert að mér og að ég ætti að hætta í þessum helvítis íþróttum, þótt slysið hefði ekki gerst við íþróttaiðkun. Eftir að hafa verið rúmliggjandi í nokkrar vikur reyndi ég að mæta aftur á æfingar en meiðslin öftruðu mér og ég þurfti að kveðja íþróttaferilinn,“ segir Svava sem á enn í meiðslunum og fer reglulega í meðferð hjá kírópraktor til að halda sér gangandi. „Ég hef brennandi áhuga á íþróttum en fékk ekki tækifæri til að fá leiða á þeim eins og gengur. Því var ég lengi uppfull af öfund út í alla sem gátu spilað en í kjölfarið byggðist upp brjálaður áhugi á íþróttafréttum og mér finnst gott að geta tekið hann út á öðrum sviðum.“ Svava Kristín segist hálfgerður strákur í sér eftir að vinkonur hennar lokuðu á hana á unglingsárunum en strákarnir tóku hana að sér.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Neitaði að gefast upp Svava Kristín fæddist í Vestmannaeyjum í marsmánuði 1990. Þar sleit hún barnsskónum en flutti upp á land þegar hún stóð á tvítugu. „Þá var annar yngri bræðra minna á leið í skipstjórnarnám og gat ekki hugsað sér að búa einn í Reykjavík. Ég fór því með honum sem var mjög jákvætt fyrir mig. Ég var tilbúin að fara frá Eyjum og breyta til. Ég setti mér strax markmið um að komast í vinnu við fjölmiðla og sótti því strax um vinnu hjá 365,“ segir Svava sem fékk fljótlega vinnu í þjónustuveri 365 þar sem hún einsetti sér að komast inn á íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég neitaði að gefast upp og fékk fyrsta tækifærið í afleysingum á fréttastofunni sumarið 2015. Í millitíðinni hef ég svo sinnt íþróttaumfjöllun á Vísi en er nú aftur komin á fréttavaktina á skjánum. Þar líður mér vel og í framhaldinu hafa mér hlotnast skemmtileg tækifæri eins og að sjá um Seinni bylgjuna, kvennaþátt um handbolta,“ segir Svava en handbolti er hennar líf og yndi. „Ég æfði og lék fótbolta og handbolta með ÍBV upp alla yngri flokkana. Ég var mjög góð, þótt ég segi sjálf frá, og leikmenn sem ég tek viðtöl við í dag muna eftir mér. Að þurfa að hætta í boltanum var því rosalega mikill missir því ég tók ekki bara þátt heldur elskaði boltann og æfði upp fyrir mig með eldri stúlkum. Hvort ég hefði mögulega lent í landsliðinu er ekki gott að segja en ég var algjörlega í fremstu röð og eftir slysið var ég svo dramatísk að labba fram hjá fótboltavellinum með tárin í augunum yfir því að geta ekki sjálf tekið þátt en ég gat auðvitað ekkert gert. Því var það algjör sigur þegar það hafðist loks að komast í íþróttafréttirnar,“ segir Svava.Vildi vera eins og Beckham Draumaviðmælendur Svövu eru knattspyrnumennirnir Zlatan Ibrahimović og David Beckham. „Það er svo margt sem ég gæti rætt við David Beckham með alla hans merkilegu sögu. Ég veit að hann á stundum erindi til Íslands en hann er þá eitthvað lítið að spyrja eftir mér. Ég hef auðvitað augun opin ef ske kynni að ég rækist á hann og kafna úr öfund þegar ég sé aðra Íslendinga hitta hann,“ segir Svava og skellir upp úr. „Ég þráði að verða jafn góður skotmaður og Beckham og í fótboltanum gerði ég ekki annað en að æfa aukaspyrnur og skot eins og hann gerði. Hann var fyrirmyndin mín, ég varð að vera í eins takkaskóm og Beckham og ef hann var lélegur í einhverju vildi ég vera léleg í því líka. Allar aukaæfingarnar sem ég tók í að æfa aukaspyrnur Beckhams báru svo árangur því ég fékk að taka allar aukaspyrnurnar í leikjum,“ segir Svava kát. Hún á sér líka fyrirmyndir á meðal íslenskra íþróttafréttamanna. „Að öðrum ólöstuðum er Tómas Þór Þórðarson einn sá besti í þessum bransa í dag. Hann býr yfir gríðarlegri þekkingu. Ég lít líka upp til Eddu Sifjar Pálsdóttur sem er mikil fyrirmynd. Þessir ungu, flottu íþróttafréttamenn hafa komist til metorða á stuttum tíma og það er aðdáunarvert að fylgjast með þeim í sínu fagi,“ segir Svava í bransa þar sem fáar konur hafa haslað sér völl. „Ég finn ekki fyrir öðru en að konur séu velkomnar í þetta starf en að sama skapi er ég ekki viss um að konur sæki mikið í það. Við erum þrjár á íþróttadeildinni hjá Sýn og karlarnir þar eru allir miklir vinir mínir. Ég upplifi að bæði leikmenn og þjálfarar koma fram við mig af virðingu og að bæði kyn leita til mín og spyrja mig álits.“Svava Kristín tók þátt í Ungfrú Ísland en segir keppnina hafa hentað sér mjög illa.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRUppreisnargjörn fegurðardís Svava tók þátt í fegurðarsamkeppni Íslands árið 2010. „Það er nú varla í frásögur færandi en keppnin hentaði mér illa og ég reyndist uppreisnargjarn keppandi. Í dómaraviðtalinu varð allt vitlaust þegar sett var út á það að ég borðaði of mikið Nóa kropp og gæti orðið feit á sviðinu. Ég spurði hvort það væri grín enda liti ég ekkert eðlilega vel út. Mér hentaði ekki að vera í þessum fullkomna bjútíheimi og allt í kringum mig varð að katastrófu. Ég veit að mikil óánægja var með mig á meðal eigenda keppninnar því ég talaði á móti henni,“ segir Svava og heldur áfram: „Við fórum sex stelpur úr Eyjum til að taka þátt í Ungfrú Suðurland og fannst frábær hugmynd að geta verið saman á Selfossi allar helgar. En svo komumst við tvær áfram og báðumst undan því að fara í Ungfrú Ísland. Það reyndist ekki í boði svo við héldum áfram en árið 2010 var umræða um líkamsvirðingu og sjálfsást ekki mikil og maður átti bara að grenna sig um fimmtán kíló og vera á horriminni. Ég reifst við konuna sem kenndi okkur að ganga um sviðið á bikiníi því hún vildi að við gengjum um berfættar af þeirri ástæðu að værum aldrei í hælaskóm í bikiníi. Ég svaraði því til að það meikaði engan sens því ekki værum við heldur á bikíníi á Broadway. Það varð allt vitlaust en ég kláraði keppnina, skælbrosandi í síðkjól, og bar ekki sigur úr býtum þegar Fanney Ingvarsdóttir var valin Ungfrú Ísland,“ segir Svava sem hefur aldrei legið á skoðunum sínum og lætur fólk hiklaust vita ef hún er ósátt. „Það eru stærri hlutir og erfiðari sem kenna manni meira en fegurðarsamkeppni. Ég hef gengið í gegnum nokkur erfið tímabil en það hvernig maður svarar mótlæti og áföllum í lífinu er mesti skólinn. Eins og þegar ég datt í stiganum heima og missti besta vin minn um síðustu jól. Það er lífsreynsla sem hefur kennt mér mikið. Þegar maður missir einhvern sér nákominn skynjar maður svo vel hversu mikilvægt er að njóta og að lífið sé núna. Sú gríðarþunga sorg sýndi mér fram á hversu heitt og mikið ég elska fjölskyldu mína og vini. Það er svo dýrmætt að halda fast í góð tengsl og sorgin kenndi mér að maður gengur ekki að ástvinum sínum vísum. Því þurfum við að njóta hverrar mínútur sem maður fær með sínum nánustu,“ segir Svava og minnist vinar síns, Kolbeins Arons Arnarsonar, markvarðar ÍBV í handbolta, sem varð bráðkvaddur á aðfangadag í fyrra. „Það var óbærilega erfiður tími og þótt allur tími sé virkilega slæmur til að deyja held ég að aðfangadagur sé erfiðastur.“Svava Kristín segist svolítið brennd eftir andlegt einelti sem hún var beitt á unglingsaldri.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRMissti allan vinahópinn Í vinahópnum er Svava hrókur alls fagnaðar, með hresst viðhorf til lífsins og ekki höll undir dramatík. „Fólk veit alveg af því þegar ég er mætt og ég slæ öllu upp í grín og létta kaldhæðni enda tek ég sjálfa mig ekki of hátíðlega. Ég er oftar en ekki potturinn og pannan í því að skipuleggja samfundi vinahópsins enda er svo óskaplega gaman að vera saman. Ég lenti í því sem unglingur að missa allan vinahópinn þegar vinkonur mínar lokuðu á mig og ég lenti í andlegu einelti. Sökum þess er ég alltaf til staðar fyrir vini mína, hvað sem á gengur, og ég finn að þeir meta það mikils. Ég er alltaf til staðar, vil vera til staðar og þeir vita að þeir geta leitað til mín hvenær sem er,“ segir Svava um vinahóp sinn sem er ekki sá sami og skildi hana útundan í Vestmannaeyjum á unglingsárunum. „Ég flutti frá Eyjum strax eftir 10. bekk, um leið og ég komst burtu, enda hafði ég þá verið án vina í tvö ár. Ég þorði ekki lengra frá Vestmannaeyjum en á Selfoss og bjó á heimavist Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það voru stelpurnar sem höfðu lokað á mig en strákarnir í vinahópnum reyndust mér enn góðir vinir. Einn daginn spurði einn þeirra hvers vegna ég væri farin á Selfoss og ég sagði honum ástæðuna. Þá sagði hann: „Svava, þú þarft ekki stelpurnar. Þú átt okkur,“ og tók mig að sér í strákahópnum. Því eru allir mínir bestu vinir strákar en ég á líka góðar vinkonur. Þetta gerir að verkum að ég er ansi strákaleg og finnst ég því aldrei vera stelpa í þeim strákaheimi sem íþróttafréttamennskan er.“ Svava segist ekki vita hvers vegna vinkonur hennar í Eyjum sneru við henni baki. „Ég hef aldrei fengið útskýringar á því; þær hættu bara að tala við mig. Ég hætti meira að segja í fótboltanum á tímabili en svo tók þjálfarinn mig á aukaæfingar og ég mætti í leiki en ekki á æfingar með stelpunum. Seinna fékk þjálfarinn þær til að tala við mig og biðjast afsökunar en við urðum aldrei vinkonur aftur. Ég gerði bara mitt og mætti á æfingar og leiki en hafði engan félagsskap út úr því. Þetta var erfið lífsreynsla sem breikkaði bakið og ég lærði að meta þá sönnu vini sem ég á. Auðvitað er ég svolítið brennd eftir þetta og get orðið dramatísk ef vinir mínir svara mér ekki fljótt en ég á bestu vini í heimi og er á virkilega góðum stað í dag.“ Svava Kristín með tíkina sína Arven sem er af tegundinni Jack Russell Terrier.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRDraumaprinsinn ófundinn Svava er einhleyp og nýtur þess að búa í höfuðstaðnum með tíkinni sinni, Arven, sem hún nefndi eftir uppáhalds söguhetjunni sinni úr Lord of the Rings. „Þótt ég sé gríðarmikill Eyjamaður, og líði ekki mánuður á milli þess sem ég fer til stórfjölskyldunnar í Eyjum, finnst mér ólíklegt að ég komi til með að búa þar í framtíðinni. Mér finnst alltaf gott að komast heim og reyni að tengja Eyjaferðirnar við skemmtilega handbolta- eða fótboltaleiki til að nýta ferðina sem best. Það væri draumur ef ég gæti fengið lunda í hvert sinn sem ég fer heim til Eyja en það er bara veisla í kringum Þjóðhátíð sem ég missi auðvitað aldrei af,“ segir Svava, sem nýtur helganna í faðmi góðra vina þegar hún fer ekki til Eyja. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að hitta góða vini og njóta lífsins. Ég mæti á alla boltaleiki sem ég kemst á og kýs alltaf handboltaleik fram yfir bíóferð. Íþróttir eiga hug minn allan en mér finnst líka gaman að gera heimilið fallegt og nýt þess að fara í búðir, breyta og bæta með bestu vinkonu minni er innanhússarkitekt og veitir mér mikinn innblástur. Það kemur líka fyrir að ég kíki á tónleika og djammið en ég er komin á þann aldur að allir vinirnir eru komnir með börn og allt er að róast,“ segir Svava sem á sér einnig draum um að eignast fjölskyldu og barnaskara þegar þar að kemur. Hún er aðeins farin að finna fyrir því að vera þekkt andlit úr fréttatímum Stöðvar 2. „Mér líður vel í beinni útsendingu og er aldrei stressuð. Þar fæ ég að vera litla fíflið sem ég er en í fyrirfram uppteknu efni er maður formfastari,“ segir Svava sem kann því vel að vinna í sjónvarpi á kvöldin og um helgar. „Ég hef unnið sem flugfreyja meðfram íþróttafréttaritarastarfinu, fyrst hjá WOW en undanfarin tvö ár í innanlandsflugi Air Iceland Connect. Það er mjög skemmtilegt, ekki síst að stoppa á Grænlandi og sjá mannlífið þar. Ég hef þörf fyrir að vinna í kringum fólk og hef gaman af því að spjalla við farþega og gefa af mér, hvort sem það er á skjánum eða í fluginu að þjónusta fólk á leið til Akureyrar. Mér finnst yfirþyrmandi og líður eins og í stofufangelsi að vinna níu til fimm og mikla þá fyrir mér að komast ekki í búðir en vinkonur mínar sem eru orðnar mæður hlæja að mér,“ segir Svava og hlær. Hún er einhleyp í dag og segist ekki enn hafa fundið draumaprinsinn en hann þurfi fyrst og fremst að kunna vel við vini hennar. „Það verður einhver sætur og skemmtilegur en það er fyrir öllu að hann passi vel inn í vinahópinn minn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Ég var sautján ára þegar ég datt á milli hæða heima og skaddaðist illa frá mjöðm og upp í efstu hryggjarliði. Á sama tíma spilaði ég lykilhlutverk með knattspyrnu- og handboltaliðum ÍBV en var tilneydd til að hætta vegna meiðslanna,“ segir Svava Kristín Grétarsdóttir, flugfreyja og íþróttafréttamaður á Stöð 2. „Á nýju heimili okkar í Eyjum var brattur bráðabirgðastigi sem ég stökk upp til að skamma litla bróður minn en datt þá fram fyrir mig og datt út. Ég fékk enga meðhöndlun en læknir sem var kallaður til sagði að það væri ekkert að mér og að ég ætti að hætta í þessum helvítis íþróttum, þótt slysið hefði ekki gerst við íþróttaiðkun. Eftir að hafa verið rúmliggjandi í nokkrar vikur reyndi ég að mæta aftur á æfingar en meiðslin öftruðu mér og ég þurfti að kveðja íþróttaferilinn,“ segir Svava sem á enn í meiðslunum og fer reglulega í meðferð hjá kírópraktor til að halda sér gangandi. „Ég hef brennandi áhuga á íþróttum en fékk ekki tækifæri til að fá leiða á þeim eins og gengur. Því var ég lengi uppfull af öfund út í alla sem gátu spilað en í kjölfarið byggðist upp brjálaður áhugi á íþróttafréttum og mér finnst gott að geta tekið hann út á öðrum sviðum.“ Svava Kristín segist hálfgerður strákur í sér eftir að vinkonur hennar lokuðu á hana á unglingsárunum en strákarnir tóku hana að sér.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Neitaði að gefast upp Svava Kristín fæddist í Vestmannaeyjum í marsmánuði 1990. Þar sleit hún barnsskónum en flutti upp á land þegar hún stóð á tvítugu. „Þá var annar yngri bræðra minna á leið í skipstjórnarnám og gat ekki hugsað sér að búa einn í Reykjavík. Ég fór því með honum sem var mjög jákvætt fyrir mig. Ég var tilbúin að fara frá Eyjum og breyta til. Ég setti mér strax markmið um að komast í vinnu við fjölmiðla og sótti því strax um vinnu hjá 365,“ segir Svava sem fékk fljótlega vinnu í þjónustuveri 365 þar sem hún einsetti sér að komast inn á íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég neitaði að gefast upp og fékk fyrsta tækifærið í afleysingum á fréttastofunni sumarið 2015. Í millitíðinni hef ég svo sinnt íþróttaumfjöllun á Vísi en er nú aftur komin á fréttavaktina á skjánum. Þar líður mér vel og í framhaldinu hafa mér hlotnast skemmtileg tækifæri eins og að sjá um Seinni bylgjuna, kvennaþátt um handbolta,“ segir Svava en handbolti er hennar líf og yndi. „Ég æfði og lék fótbolta og handbolta með ÍBV upp alla yngri flokkana. Ég var mjög góð, þótt ég segi sjálf frá, og leikmenn sem ég tek viðtöl við í dag muna eftir mér. Að þurfa að hætta í boltanum var því rosalega mikill missir því ég tók ekki bara þátt heldur elskaði boltann og æfði upp fyrir mig með eldri stúlkum. Hvort ég hefði mögulega lent í landsliðinu er ekki gott að segja en ég var algjörlega í fremstu röð og eftir slysið var ég svo dramatísk að labba fram hjá fótboltavellinum með tárin í augunum yfir því að geta ekki sjálf tekið þátt en ég gat auðvitað ekkert gert. Því var það algjör sigur þegar það hafðist loks að komast í íþróttafréttirnar,“ segir Svava.Vildi vera eins og Beckham Draumaviðmælendur Svövu eru knattspyrnumennirnir Zlatan Ibrahimović og David Beckham. „Það er svo margt sem ég gæti rætt við David Beckham með alla hans merkilegu sögu. Ég veit að hann á stundum erindi til Íslands en hann er þá eitthvað lítið að spyrja eftir mér. Ég hef auðvitað augun opin ef ske kynni að ég rækist á hann og kafna úr öfund þegar ég sé aðra Íslendinga hitta hann,“ segir Svava og skellir upp úr. „Ég þráði að verða jafn góður skotmaður og Beckham og í fótboltanum gerði ég ekki annað en að æfa aukaspyrnur og skot eins og hann gerði. Hann var fyrirmyndin mín, ég varð að vera í eins takkaskóm og Beckham og ef hann var lélegur í einhverju vildi ég vera léleg í því líka. Allar aukaæfingarnar sem ég tók í að æfa aukaspyrnur Beckhams báru svo árangur því ég fékk að taka allar aukaspyrnurnar í leikjum,“ segir Svava kát. Hún á sér líka fyrirmyndir á meðal íslenskra íþróttafréttamanna. „Að öðrum ólöstuðum er Tómas Þór Þórðarson einn sá besti í þessum bransa í dag. Hann býr yfir gríðarlegri þekkingu. Ég lít líka upp til Eddu Sifjar Pálsdóttur sem er mikil fyrirmynd. Þessir ungu, flottu íþróttafréttamenn hafa komist til metorða á stuttum tíma og það er aðdáunarvert að fylgjast með þeim í sínu fagi,“ segir Svava í bransa þar sem fáar konur hafa haslað sér völl. „Ég finn ekki fyrir öðru en að konur séu velkomnar í þetta starf en að sama skapi er ég ekki viss um að konur sæki mikið í það. Við erum þrjár á íþróttadeildinni hjá Sýn og karlarnir þar eru allir miklir vinir mínir. Ég upplifi að bæði leikmenn og þjálfarar koma fram við mig af virðingu og að bæði kyn leita til mín og spyrja mig álits.“Svava Kristín tók þátt í Ungfrú Ísland en segir keppnina hafa hentað sér mjög illa.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRUppreisnargjörn fegurðardís Svava tók þátt í fegurðarsamkeppni Íslands árið 2010. „Það er nú varla í frásögur færandi en keppnin hentaði mér illa og ég reyndist uppreisnargjarn keppandi. Í dómaraviðtalinu varð allt vitlaust þegar sett var út á það að ég borðaði of mikið Nóa kropp og gæti orðið feit á sviðinu. Ég spurði hvort það væri grín enda liti ég ekkert eðlilega vel út. Mér hentaði ekki að vera í þessum fullkomna bjútíheimi og allt í kringum mig varð að katastrófu. Ég veit að mikil óánægja var með mig á meðal eigenda keppninnar því ég talaði á móti henni,“ segir Svava og heldur áfram: „Við fórum sex stelpur úr Eyjum til að taka þátt í Ungfrú Suðurland og fannst frábær hugmynd að geta verið saman á Selfossi allar helgar. En svo komumst við tvær áfram og báðumst undan því að fara í Ungfrú Ísland. Það reyndist ekki í boði svo við héldum áfram en árið 2010 var umræða um líkamsvirðingu og sjálfsást ekki mikil og maður átti bara að grenna sig um fimmtán kíló og vera á horriminni. Ég reifst við konuna sem kenndi okkur að ganga um sviðið á bikiníi því hún vildi að við gengjum um berfættar af þeirri ástæðu að værum aldrei í hælaskóm í bikiníi. Ég svaraði því til að það meikaði engan sens því ekki værum við heldur á bikíníi á Broadway. Það varð allt vitlaust en ég kláraði keppnina, skælbrosandi í síðkjól, og bar ekki sigur úr býtum þegar Fanney Ingvarsdóttir var valin Ungfrú Ísland,“ segir Svava sem hefur aldrei legið á skoðunum sínum og lætur fólk hiklaust vita ef hún er ósátt. „Það eru stærri hlutir og erfiðari sem kenna manni meira en fegurðarsamkeppni. Ég hef gengið í gegnum nokkur erfið tímabil en það hvernig maður svarar mótlæti og áföllum í lífinu er mesti skólinn. Eins og þegar ég datt í stiganum heima og missti besta vin minn um síðustu jól. Það er lífsreynsla sem hefur kennt mér mikið. Þegar maður missir einhvern sér nákominn skynjar maður svo vel hversu mikilvægt er að njóta og að lífið sé núna. Sú gríðarþunga sorg sýndi mér fram á hversu heitt og mikið ég elska fjölskyldu mína og vini. Það er svo dýrmætt að halda fast í góð tengsl og sorgin kenndi mér að maður gengur ekki að ástvinum sínum vísum. Því þurfum við að njóta hverrar mínútur sem maður fær með sínum nánustu,“ segir Svava og minnist vinar síns, Kolbeins Arons Arnarsonar, markvarðar ÍBV í handbolta, sem varð bráðkvaddur á aðfangadag í fyrra. „Það var óbærilega erfiður tími og þótt allur tími sé virkilega slæmur til að deyja held ég að aðfangadagur sé erfiðastur.“Svava Kristín segist svolítið brennd eftir andlegt einelti sem hún var beitt á unglingsaldri.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRMissti allan vinahópinn Í vinahópnum er Svava hrókur alls fagnaðar, með hresst viðhorf til lífsins og ekki höll undir dramatík. „Fólk veit alveg af því þegar ég er mætt og ég slæ öllu upp í grín og létta kaldhæðni enda tek ég sjálfa mig ekki of hátíðlega. Ég er oftar en ekki potturinn og pannan í því að skipuleggja samfundi vinahópsins enda er svo óskaplega gaman að vera saman. Ég lenti í því sem unglingur að missa allan vinahópinn þegar vinkonur mínar lokuðu á mig og ég lenti í andlegu einelti. Sökum þess er ég alltaf til staðar fyrir vini mína, hvað sem á gengur, og ég finn að þeir meta það mikils. Ég er alltaf til staðar, vil vera til staðar og þeir vita að þeir geta leitað til mín hvenær sem er,“ segir Svava um vinahóp sinn sem er ekki sá sami og skildi hana útundan í Vestmannaeyjum á unglingsárunum. „Ég flutti frá Eyjum strax eftir 10. bekk, um leið og ég komst burtu, enda hafði ég þá verið án vina í tvö ár. Ég þorði ekki lengra frá Vestmannaeyjum en á Selfoss og bjó á heimavist Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það voru stelpurnar sem höfðu lokað á mig en strákarnir í vinahópnum reyndust mér enn góðir vinir. Einn daginn spurði einn þeirra hvers vegna ég væri farin á Selfoss og ég sagði honum ástæðuna. Þá sagði hann: „Svava, þú þarft ekki stelpurnar. Þú átt okkur,“ og tók mig að sér í strákahópnum. Því eru allir mínir bestu vinir strákar en ég á líka góðar vinkonur. Þetta gerir að verkum að ég er ansi strákaleg og finnst ég því aldrei vera stelpa í þeim strákaheimi sem íþróttafréttamennskan er.“ Svava segist ekki vita hvers vegna vinkonur hennar í Eyjum sneru við henni baki. „Ég hef aldrei fengið útskýringar á því; þær hættu bara að tala við mig. Ég hætti meira að segja í fótboltanum á tímabili en svo tók þjálfarinn mig á aukaæfingar og ég mætti í leiki en ekki á æfingar með stelpunum. Seinna fékk þjálfarinn þær til að tala við mig og biðjast afsökunar en við urðum aldrei vinkonur aftur. Ég gerði bara mitt og mætti á æfingar og leiki en hafði engan félagsskap út úr því. Þetta var erfið lífsreynsla sem breikkaði bakið og ég lærði að meta þá sönnu vini sem ég á. Auðvitað er ég svolítið brennd eftir þetta og get orðið dramatísk ef vinir mínir svara mér ekki fljótt en ég á bestu vini í heimi og er á virkilega góðum stað í dag.“ Svava Kristín með tíkina sína Arven sem er af tegundinni Jack Russell Terrier.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRDraumaprinsinn ófundinn Svava er einhleyp og nýtur þess að búa í höfuðstaðnum með tíkinni sinni, Arven, sem hún nefndi eftir uppáhalds söguhetjunni sinni úr Lord of the Rings. „Þótt ég sé gríðarmikill Eyjamaður, og líði ekki mánuður á milli þess sem ég fer til stórfjölskyldunnar í Eyjum, finnst mér ólíklegt að ég komi til með að búa þar í framtíðinni. Mér finnst alltaf gott að komast heim og reyni að tengja Eyjaferðirnar við skemmtilega handbolta- eða fótboltaleiki til að nýta ferðina sem best. Það væri draumur ef ég gæti fengið lunda í hvert sinn sem ég fer heim til Eyja en það er bara veisla í kringum Þjóðhátíð sem ég missi auðvitað aldrei af,“ segir Svava, sem nýtur helganna í faðmi góðra vina þegar hún fer ekki til Eyja. „Mér finnst fátt skemmtilegra en að hitta góða vini og njóta lífsins. Ég mæti á alla boltaleiki sem ég kemst á og kýs alltaf handboltaleik fram yfir bíóferð. Íþróttir eiga hug minn allan en mér finnst líka gaman að gera heimilið fallegt og nýt þess að fara í búðir, breyta og bæta með bestu vinkonu minni er innanhússarkitekt og veitir mér mikinn innblástur. Það kemur líka fyrir að ég kíki á tónleika og djammið en ég er komin á þann aldur að allir vinirnir eru komnir með börn og allt er að róast,“ segir Svava sem á sér einnig draum um að eignast fjölskyldu og barnaskara þegar þar að kemur. Hún er aðeins farin að finna fyrir því að vera þekkt andlit úr fréttatímum Stöðvar 2. „Mér líður vel í beinni útsendingu og er aldrei stressuð. Þar fæ ég að vera litla fíflið sem ég er en í fyrirfram uppteknu efni er maður formfastari,“ segir Svava sem kann því vel að vinna í sjónvarpi á kvöldin og um helgar. „Ég hef unnið sem flugfreyja meðfram íþróttafréttaritarastarfinu, fyrst hjá WOW en undanfarin tvö ár í innanlandsflugi Air Iceland Connect. Það er mjög skemmtilegt, ekki síst að stoppa á Grænlandi og sjá mannlífið þar. Ég hef þörf fyrir að vinna í kringum fólk og hef gaman af því að spjalla við farþega og gefa af mér, hvort sem það er á skjánum eða í fluginu að þjónusta fólk á leið til Akureyrar. Mér finnst yfirþyrmandi og líður eins og í stofufangelsi að vinna níu til fimm og mikla þá fyrir mér að komast ekki í búðir en vinkonur mínar sem eru orðnar mæður hlæja að mér,“ segir Svava og hlær. Hún er einhleyp í dag og segist ekki enn hafa fundið draumaprinsinn en hann þurfi fyrst og fremst að kunna vel við vini hennar. „Það verður einhver sætur og skemmtilegur en það er fyrir öllu að hann passi vel inn í vinahópinn minn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira