Hyggjast fljúga til Íslands í vor Ari Brynjólfsson skrifar 25. október 2019 06:00 Juneyao Air er með daglegt flug mili Shanghai og Helsinki. Fréttablaðið/EPA Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45