Sextán dæmd til dauða fyrir að hafa kveikt í nemanda Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2019 07:30 Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Getty Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum. Bangladess Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Dómstóll í Bangladess hefur dæmt sextán manns til dauða vegna morðsins á hinni nítján ára Nusrat Jahan Rafi. Þótti sannað að hinir dæmdu hefði kveikt í Nusrat eftir að hún hafði sakað kennara sinn um kynferðislega áreitni.BBC segir frá því að Nusrat hafi látið lífið í apríl síðastliðinn í smábænum Feni, um 160 kílómetrum frá höfuðborginni Dhaka. Skólastjórinn sem Nusrat hafði sakað um áreitnina og tvær bekkjarsystur Nusrat voru í hópi þeirra sem hlutu dauðadóma. Morðið á Nusrat vakti gríðarlega athygli í Bangladess fyrr á árinu og leiddi meðal annars til fjölmennra mótmælafunda þar sem réttlætis var krafist í nafni hinnar látnu. Sjaldan hafa réttarhöld í máli sem þessu tekið svo skamman tíma, en nokkur ár tekur vanalega fyrir dómstóla í Bangladess að ná niðurstöðu morðmálum. Sagði saksóknarinn Hafez Ahmed að málið sýndi fram á að enginn kæmist upp með morð í Bangladess.Einn sakborninga leiddur út úr dómsal.EPAKveikt í Nusrat uppi á þaki skólans Verjendur hinna dæmdu segja að dómnum verði áfrýjað. Í hópi hinna dæmdu er einnig að hinna tvo stjórnmálamenn úr stjórnarflokknum Awami-bandalaginu og þrír úr starfsliði skólans. Greina fjölmiðlar frá því að saksóknarar sögðu skólastjórann Siraj Ud Doula hafa fyrirskipað morðið. Þá þótti sannað að lögreglumenn á svæðinu hafi unnið með hinum dæmdu að því að dreifa fölskum upplýsingum um að Nusrat hafi fyrirfarið sér.Lést fjórum dögum síðar BBC segir frá því að Nusrat hafi verið göbbuð upp á þak skólans þann 6. apríl síðastliðinn, ellefu dögum eftir að hún tilkynnti skólastjórann til lögreglunnar. Fjórir eða fimm, allir íklæddur búrkum, þrýstu þá á hana að draga kvörtun sína til baka. Þegar hún sagðist neita því kveiktu þeir í henni. Nusrat tókst hins vegar að sleppa frá fólkinu, en hlaut brunasár á 80 prósent líkamans. Bróðir hennar tók upp myndskeið þar sem hún sagði skólastjórann hafa snert sig á óviðeigandi máta og að hún muni berjast gegn því allt þar til að hún drægi sinn síðasta andardrátt. Hún lést svo fjórum dögum síðar af áverkum sínum.
Bangladess Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira