Sálarháski hversdagsleikans Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. október 2019 11:30 Donna Cruz er ferlega góð í hlutverki Agnesar Joy sem stendur á krossgötum sem liggja um lífsleið allra. Heldur er farið að súrna í hjónabandi Rannveigar og Einars og þótt þau hangi undir sama þaki eru þau í raun skilin að borði og sæng þannig að andrúmsloftið á heimili þeirra uppi á Skaga er þrúgandi geislavirkt. Í þessu tilfinningalega tómarúmi engist nítján ára dóttir þeirra, Agnes Joy, sem þar fyrir utan getur ekki hugsað sér enn einn dag í fásinninu á Akranesi. Upp úr og utan um þessa mjög svo hversdagslegu og algengu fjölskyldusögu hafa leikstjórinn og handritshöfundurinn Silja Hauksdóttir og meðhöfundar hennar, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, spunnið einhvern veginn undarlega áleitna sammannlega tragikómedíu sem hlýtur að hreyfa við mannlegum taugum hvers áhorfanda. Agnes Joy hverfist fyrst og fremst um þau óbærilegu ósköp að vera manneskja. Þetta er ekki aðeins saga persónanna þar sem í myndinni koma saman ótal litlar, sorglegar og fyndnar dæmisögur um meðvirkni, sligandi stjórnsemi, kvíða, traust, vantraust og nánast fullkomlega vonlaust foreldrahlutverkið þar sem tilfinningarnar og tilhneiging til ofverndunar snúast sorglega oft upp í andhverfu sína.Leikararnir í Agnes Joy skila erfiðum hlutverkum „venjulegs fólks“ frábærlega en vart er á nokkurn hallað þótt fullyrt sé að þar fari Katla Margrét Þorgeirsdóttir fremst meðal jafningja.Það er hægara sagt en gert að koma öllum þessum tilfinningaflækjum til skila þannig að áhorfendur sökkvi ekki í hyldjúpt þunglyndi eða hreinlega drepist úr leiðindum við að spegla sjálfa sig og samferðafólk í persónum sem eru einhvern veginn hvert um sig og í samskiptum óþolandi summa okkar allra. Þetta tekst þeim stöllum hreinlega vandræðalega vel í Agnes Joy og án þess að hafa hugmynd um það tel ég víst að þær hafi skrifað handritið aftur og aftur og aftur. Svo hnökralaust er flæði sögunnar, þroska- og þróunarferli persónanna og meira að segja einn helsti kengur íslenskra kvikmynda, samtölin, renna áreynslu- og tilgerðarlaust af vörum leikaranna. Frammistaða leikaranna er síðan sér kapítuli út af fyrir sig og hér er saman komið einvalalið sem fer með himinskautum. Donna Cruz er örugg, heillandi brothætt og sterk Agnes Joy og Króli, sem leikur besta vin hennar, ítrekar með hverju hlutverki sem hann birtist í að honum er fleira til lista lagt en að rappa.Katla Margrét og Þorsteinn Bachmann bæta síðan bæði stórum rósum í yfirfull hnappagöt sín. Þorsteinn er átakanlega góður í hlutverki Einars. Manns sem var einhvern tímann lífsglaður og hress en eigrar nú um eins og uppvakningur. Björn Hlynur Haraldsson hefur sjaldan verið betri en í túlkun sinni á aðkomumanninum sem raskar jafnvæginu á heimilinu og verður eins og skúrkum er eðlislægt að hreyfiafli atburðarásarinnar. Yfir þessu persónugalleríi gnæfir svo Katla Margrét sem fer tilfinningaskalann fram og til baka, upp og niður og áhorfandinn fylgir eftir dáleiddur. Í Rannveigu birtist meðvirknin holdi klædd, eða öllu heldur ömurlegur eyðileggingarmáttur hennar. Algerlega fánýtt að reyna að lýsa þessum leiksigri með orðum. Þið verðið bara að fara í bíó. Allt annað er á sömu bókina lært í Agnesi Joy; tónlistin smellpassar og sá sérkennilega ljúfi hryllingur Draumaprinsinn öðlast nýjan tilgang og líf í þessari mynd. Loksins! Kvikmyndatakan er undurfögur og sumir rammarnir eru svo flottir að þeir svigna undan merkingarþunganum. Sem og sumar senur sem eru svo hlaðnar tilfinningum að maður tárast, hlær, fær gæsahúð, aulahroll og langar stundum til að líta undan. Svona eins og bara á hverjum einasta degi í lífinu. Er þetta ekki orðið nokkuð ljóst? Í bíó með ykkur!Niðurstaða: Agnes Joy er svo ofboðslega góð kvikmynd. Einföld og látlaus en samt svo yfirþyrmandi víðfeðm og djúp að mann skortir eiginlega orð. Frábær. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Heldur er farið að súrna í hjónabandi Rannveigar og Einars og þótt þau hangi undir sama þaki eru þau í raun skilin að borði og sæng þannig að andrúmsloftið á heimili þeirra uppi á Skaga er þrúgandi geislavirkt. Í þessu tilfinningalega tómarúmi engist nítján ára dóttir þeirra, Agnes Joy, sem þar fyrir utan getur ekki hugsað sér enn einn dag í fásinninu á Akranesi. Upp úr og utan um þessa mjög svo hversdagslegu og algengu fjölskyldusögu hafa leikstjórinn og handritshöfundurinn Silja Hauksdóttir og meðhöfundar hennar, Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, spunnið einhvern veginn undarlega áleitna sammannlega tragikómedíu sem hlýtur að hreyfa við mannlegum taugum hvers áhorfanda. Agnes Joy hverfist fyrst og fremst um þau óbærilegu ósköp að vera manneskja. Þetta er ekki aðeins saga persónanna þar sem í myndinni koma saman ótal litlar, sorglegar og fyndnar dæmisögur um meðvirkni, sligandi stjórnsemi, kvíða, traust, vantraust og nánast fullkomlega vonlaust foreldrahlutverkið þar sem tilfinningarnar og tilhneiging til ofverndunar snúast sorglega oft upp í andhverfu sína.Leikararnir í Agnes Joy skila erfiðum hlutverkum „venjulegs fólks“ frábærlega en vart er á nokkurn hallað þótt fullyrt sé að þar fari Katla Margrét Þorgeirsdóttir fremst meðal jafningja.Það er hægara sagt en gert að koma öllum þessum tilfinningaflækjum til skila þannig að áhorfendur sökkvi ekki í hyldjúpt þunglyndi eða hreinlega drepist úr leiðindum við að spegla sjálfa sig og samferðafólk í persónum sem eru einhvern veginn hvert um sig og í samskiptum óþolandi summa okkar allra. Þetta tekst þeim stöllum hreinlega vandræðalega vel í Agnes Joy og án þess að hafa hugmynd um það tel ég víst að þær hafi skrifað handritið aftur og aftur og aftur. Svo hnökralaust er flæði sögunnar, þroska- og þróunarferli persónanna og meira að segja einn helsti kengur íslenskra kvikmynda, samtölin, renna áreynslu- og tilgerðarlaust af vörum leikaranna. Frammistaða leikaranna er síðan sér kapítuli út af fyrir sig og hér er saman komið einvalalið sem fer með himinskautum. Donna Cruz er örugg, heillandi brothætt og sterk Agnes Joy og Króli, sem leikur besta vin hennar, ítrekar með hverju hlutverki sem hann birtist í að honum er fleira til lista lagt en að rappa.Katla Margrét og Þorsteinn Bachmann bæta síðan bæði stórum rósum í yfirfull hnappagöt sín. Þorsteinn er átakanlega góður í hlutverki Einars. Manns sem var einhvern tímann lífsglaður og hress en eigrar nú um eins og uppvakningur. Björn Hlynur Haraldsson hefur sjaldan verið betri en í túlkun sinni á aðkomumanninum sem raskar jafnvæginu á heimilinu og verður eins og skúrkum er eðlislægt að hreyfiafli atburðarásarinnar. Yfir þessu persónugalleríi gnæfir svo Katla Margrét sem fer tilfinningaskalann fram og til baka, upp og niður og áhorfandinn fylgir eftir dáleiddur. Í Rannveigu birtist meðvirknin holdi klædd, eða öllu heldur ömurlegur eyðileggingarmáttur hennar. Algerlega fánýtt að reyna að lýsa þessum leiksigri með orðum. Þið verðið bara að fara í bíó. Allt annað er á sömu bókina lært í Agnesi Joy; tónlistin smellpassar og sá sérkennilega ljúfi hryllingur Draumaprinsinn öðlast nýjan tilgang og líf í þessari mynd. Loksins! Kvikmyndatakan er undurfögur og sumir rammarnir eru svo flottir að þeir svigna undan merkingarþunganum. Sem og sumar senur sem eru svo hlaðnar tilfinningum að maður tárast, hlær, fær gæsahúð, aulahroll og langar stundum til að líta undan. Svona eins og bara á hverjum einasta degi í lífinu. Er þetta ekki orðið nokkuð ljóst? Í bíó með ykkur!Niðurstaða: Agnes Joy er svo ofboðslega góð kvikmynd. Einföld og látlaus en samt svo yfirþyrmandi víðfeðm og djúp að mann skortir eiginlega orð. Frábær.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira