Heitir fundarlaunum vegna innbrotsins í Vallarási Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2019 14:14 Þórdís hefur heitið fundarlaunum en tölvan sem hvarf í innbrotinu er dóttur hennar ómetanleg. Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður. Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Vísir greindi í gær frá innbroti í Vallarási sem átti sér stað í vikunni. Þórdís Árnadóttir birti Facebookfærslu þar sem hún benti á rapparann Gísla Pálma og unga konu sem væru þau sem hún fullyrti að væru þau seku. Þórdís segir að hún hafi ekki breytt um skoðun, en hún hefur þó tekið þá færslu út. Það segist hún hafa gert vegna þess að hún vilji fá frið og hún vilji gefa lögreglunni svigrúm til að rannsaka málið. Hins vegar er ekkert að frétta frá lögreglu og því hefur Þórdís nú gripið til þess ráðs að heita fundarlaunum, einkum vegna þess að meðal þess sem hvarf í innbrotinu er tölva að gerðinni Macbook 13. Bráðnauðsynleg dóttur hennar. Þórdís hefur birt færslu á Facebooksíðu sinni þar sem hún auglýsir eftir henni:Á sunnudagskvöld var brotist inn í íbúð þar sem dóttir mín og systir hennar voru gestkomandi í og tölvunni hennar og skólatösku var stolið. Í skólatöskunni var pennaveski með vasareikni og minnislykli...þar sem ritgerðirnar hennar eru geymdar. Við ætlum að borga fundarlaun þeim sem finnur þetta dót og skilar til lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Áríðandi er að tölvan skili sér. Í henni eru verkefni sem hún þarf. Tölvan er af gerðinni Macbook 13" Góð fundarlaun í boði. Þórdís segist aðspurð ekki hafa heyrt neitt frá Gísla Pálma né neinum öðrum tengdum ef því er að skipta ef frá er talið það að rapparinn gerði lítið úr þessum ásökunum á hennar Facebooksíðu, eins og Vísir greindi frá í gær. Þórdís segir dóttur sína miður sín vegna þessa. Vísir hefur enn ekki náð tali af Gísla Pálma vegna þessa.Rannsókn miðar hægt en örugglega Málið má heita athyglisvert í ljósi þess að fá dæmi eru um að nafngreindir aðilar séu sakaðir um afbrot með svo beinum hætti opinberlega. En, með samfélagsmiðlum má búast við því að slíkum málum fjölgi sem setur bæði lögreglu og fjölmiða, að ónefndum dómsstólum, í nýja stöðu. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið sé í ferli og ekki sé hægt að upplýsa nákvæmlega um hvar það er statt. „Við erum komin skrefinu lengra í málinu. Skref fyrir skref hægt en örugglega.“ Málið er hins vegar ekki komið á þann stað enn að nokkur hafi verið yfirheyrður.
Lögreglumál Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Gísli Pálmi hæðist að ásökun um innbrot Rapparinn sakaður um að hafa brotist inn í íbúð við Vallarás. 22. október 2019 14:16