Eldur í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2019 10:20 Fjöldi hjólhýsa og húsbíla er í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn og var hætta á því að eldurinn bærist í hjólhýsi í kringum hýsið þar sem eldurinn kom upp. Brunavarnir Árnessýslu Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Eldur kom upp rétt fyrir klukkan 10 í morgun í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu kviknaði í hjólhýsi og pallvirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Talsverð hætta var á útbreiðslu elds í skóglendið sem er í kring en um klukkan 10:20 höfðu slökkviliðsmenn náð að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins. Enn lifir þó í glæðum í pallavirkinu og er unnið að því að slökkva í þeim. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að bæði hjólhýsið og pallavirkið séu nánast orðin að engu. Hann segir nokkur hjólahýsi í kring hafa verið í hættu en tekist hafa að afmarka eldinn við hjólhýsið þar sem hann kom upp. Pétur segir að hjólhýsi séu mjög eldfim og þau séu fjöldamörg í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. „Þannig að hættan er raunveruleg af þessu, þetta er eitthvað sem við óttumst mjög, bæði þetta og Þjórsárdalurinn,“ segir Pétur en þar er einnig sams konar byggð og líka mikill trjágróður í kring sem getur borið eldinn á milli, líkt og á Laugarvatni. Eldurinn var mikill en slökkviliðsmenn voru fljótir að slá á hann. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp en Pétur segir viðbragðsaðila einmitt óttast það að einhver sé í hjólhýsunum þegar svona kemur upp. Mynd af eldinum sem birt var á Facebook-síðu Brunavarna Árnessýslu.„Efnin sem þessi hús eru gerð úr, þetta eru gríðarlega eldfim hús og þetta furðar upp. Það sem við óttumst náttúrulega mikið er að fólk sé í einhverju af þessu þegar svona lagað hleypur af stað,“ segir Pétur. Enginn á að búa í byggðinni að sögn Péturs og kveðst hann ekki vita til þess að neinn búi þar.Fréttin var uppfærð klukkan 10:49.Slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að hjólhýsi séu mjög eldfim.brunavarnir árnessýslu
Bláskógabyggð Slökkvilið Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira