Standa uppi í hárinu á alþjóðlegum risa Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. október 2019 08:00 Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir er framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands og Sigþrúður Ármann er stjórnarformaður. Erla segir að umsókn um starsfleyfi keppinautarins hafi verið nokkrar blaðsíður. "Okkar umsókn var yfir þúsund blaðsíður.“ Fréttablaðið/Valli Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að stærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, hefur eignast 67 prósenta hlut í Verðbréfamiðstöð Íslands samhliða um 300 milljóna króna hlutafjáraukningu í félaginu. Fyrir í hluthafahópnum eru lífeyrissjóðir, Arion banki og Íslandsbanki auk einkafjárfesta sem fara með um átta prósenta hlut. „Fyrirtækið er fullfjármagnað eftir hlutafjáraukninguna og mun hefja starfsemi á næstu mánuðum. Segja má að við séum á flugbrautinni og munum brátt taka á loft,“ segir Sigþrúður Ármann, stjórnarformaður Verðbréfamiðstöðvarinnar. Hún er jafnframt stofnandi og framkvæmdastjóri Exedra sem er umræðuvettvangur fyrir konur í pólitík, opinbera geiranum og atvinnulífinu. „Það er einkar ánægjulegt að fá Innviði, sem samanstanda af um 20 lífeyrissjóðum, í hluthafahópinn,“ segir Sigþrúður. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins en í haust keypti hann 13 prósenta hlut í HS Veitum. Innviðum er stýrt af Summu rekstrarfélagi í samstarfi við Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar. Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að verðbréfamiðstöð sé kerfislega mikilvægur fjármálainnviður því hún tengi saman fjármálamarkaði og fjármálafyrirtæki með uppgjöri verðbréfaviðskipta.Verðin hækkuðu verulegaHvers vegna var farið af stað með að stofna Verðbréfamiðstöð? Fyrir á markaðnum er fyrirtæki sem er í eigu Nasdaq OMX-samstæðunnar. Sigþrúður: „Tilgangur félagsins er að koma á samkeppni á markaði sem í dag ríkir algjör einokun á og lækka þann háa kostnað sem innheimtur hefur verið af þjónustu við rafræn verðbréf. Verðin höfðu hækkað verulega frá árinu 2006. Viðskiptavinir höfðu falast eftir verðlækkunum en ekki haft erindi sem erfiði. Því var látinn slagur standa og komið á fót verðbréfamiðstöð til að tryggja samkeppni og val viðskiptavina á markaðnum. Við sjáum fram á að markaðurinn hafi möguleika á því að spara tugi milljóna með tilkomu Verðbréfamiðstöðvar Íslands.“Kauphöllin á Laugavegi.fréttablaðið/anton brinkErla Hrönn: „Markaðurinn hefur nú þegar notið góðs af tilkomu Verðbréfamiðstöðvarinnar því keppinauturinn hefur lækkað verðið þrisvar sinnum frá stofnun fyrirtækisins. Og reksturinn er ekki enn hafinn.“ Sigþrúður: „Það sýnir enn og aftur hvað samkeppni er samfélaginu mikilvæg.“ Erla Hrönn: „Okkar markmið er að veita viðskiptavinum skilvirka og örugga þjónustu á samkeppnishæfum verðum. Eignarhaldið er íslenskt, líkt og það var þegar Verðbréfaskráning Íslands var upphaflega stofnuð árið 1997 og starfsemi félagsins lýtur eftirliti innlendra eftirlitsaðila.“ OMX, sem rak verðbréfamarkaði á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum, keypti Kauphöllina og Verðbréfaskráningu Íslands árið 2006. Síðar fóru alþjóðlegu fyrirtækin Nasdaq og OMX saman í eina sæng snemma ársins 2008 og var nafninu þá breytt í Nasdaq verðbréfamiðstöð. Samstæðan rekur átta kauphallir og verðbréfamiðstöðvar.Fjögur ár í undirbúningiHvað er langt síðan undirbúningur hófst við að koma fyrirtækinu á fót? Erla Hrönn: „Starfsemi Verðbréfamiðstöðvar Íslands hefur verið í undirbúningi í fjögur ár. Fyrirtækið var stofnað síðla árs 2015. Að mörgu þarf að huga og það þarf að vanda vel til verka.“Hvað er verðbréfamiðstöð? Sigþrúður: „Hafa ber í huga að kauphöll og verðbréfamiðstöð eru ekki það sama. Það er tvennt ólíkt. Þar fyrir utan eru þetta tvö aðskilin fyrirtæki með tvö starfsleyfi.“ Erla Hrönn: „Kauphöll er markaðstorg þar sem viðskipti með verðbréf fara fram. Hlutverk verðbréfamiðstöðva er að annast uppgjör viðskiptanna samkvæmt fyrirmælum og tryggja að peningar og verðbréf skipti um hendur á réttum tíma þannig að réttindi þeirra sem eiga rafbréf séu tryggð á hverjum tíma. Verðbréfamiðstöð rekur uppgjörskerfi fyrir rafbréf svo sem skuldabréf og hlutabréf, hlutdeildarskírteini sjóða og víxla. Þannig eru viðskipti sem eiga sér stað í kauphöll gerð upp eftir ákveðnum reglum og ferlum. Hlutverk verðbréfamiðstöðvar er að vera vettvangur fyrir útgáfu rafbréfa. En útgáfa rafbréfa fer oftast þannig fram að reikningsstofnun eða þátttakandi í verðbréfamiðstöð óskar eftir fyrir hönd útgefanda að gefa út rafbréf.“Verðbréfamiðstöð rekur uppgjörskerfi fyrir rafbréf svo sem skuldabréf og hlutabréf, hlutdeildarskírteini sjóða og víxla.Fréttablaðið/Ernir„Það er síðan verðbréfamiðstöðvar að tryggja að þær útgáfur sem skráðar eru séu eins og kveðið er á um og allar forsendur og réttindi séu réttar, það er tryggja þarf heilindi útgáfu. Samkvæmt lögum um rafræna skráningu verðbréfa er þannig gert ráð fyrir að skráning verðbréfamiðstöðvar á bréfunum hafi tiltekin réttaráhrif í för með sér þar sem hún veitir hinum skráða eiganda lögformlega heimild fyrir réttindum samkvæmt bréfinu og hefur þar með áhrif á forgangsröðun ósamrýmanlegra réttinda. Verðbréf og aðrar útgáfur þurfa ekki að vera skráðar í kauphöll til að það sé akkur í skráningu í verðbréfamiðstöð. Því fylgir til dæmis hagræði að hlutabréf séu skráð rafrænt bæði fyrir hluthafana sjálfa og hlutafélagið, meðal annars til að tryggja eignarrétt hluthafa á hverjum tíma og aðgang félagsins að hluthafalista. Að lokum er það eitt af hlutverkum verðbréfamiðstöðvar að halda verðbréfareikninga. Verðbréf sem skráð eru á verðbréfareikninga hjá fjármálafyrirtæki eru raunverulega hýst hjá verðbréfamiðstöð, en þátttakendur í verðbréfamiðstöð, sem þá eru fjármálafyrirtæki og aðrir samkvæmt lögum, hafa umsjón með þeim. Það myndast ákveðin keðja.“Arðsemiskröfu stillt í hófHvernig getur Verðbréfamiðstöð Íslands boðið betra verð en stórt alþjóðlegt fyrirtæki sem starfað hefur á markaðnum lengi? Sigþrúður: „Fyrirtækið er rekið með lítilli yfirbyggingu. Við horfum í hverja krónu án þess að það komi niður á öryggi og lipurri þjónustu til að geta boðið upp á góð verð.“ Erla Hrönn: „Öðrum verkefnum en þeim sem sérhæfðir starfsmenn á sviði uppgjöra, útgáfuþjónustu og þekkingar á tölvukerfinu sinna, er útvistað. Má þar nefna tækniþjónusta, bókhald og lögfræðiráðgjöf.“ Sigþrúður: „Arðsemiskröfunni er jafnframt stillt í hóf. Keppinauturinn hefur hagnast verulega á umliðnum árum og greitt sér myndarlegan arð. Þegar allt kemur til alls eru það eigendur verðbréfa sem greiða fyrir þessa þjónustu.“ Blaðamaður valdi af handahófi ársreikning Nasdaq verðbréfamiðstöðvar fyrir árið 2015 og nýjasta ársreikninginn sem er fyrir síðasta rekstrarár. Árið 2015 var arðsemi eiginfjár 57 prósent og eiginfjárhlutfallið hátt eða 66 prósent. Það ár nam hagnaðurinn 328 milljónum króna. Afkoman var með svipuðum hætti árið 2018. Arðsemi eiginfjár var 48 prósent, eiginfjárhlutfallið 60 prósent og hagnaðurinn var 270 milljónir króna.Helstu leikendur í fjármálakerfinu eru um borð í hluthafahópi fyrirtækisins. Eruð þið búin að tryggja ykkur viðskipti? Sigþrúður: „Við erum valkostur sem leggur áherslu á öruggt og skilvirkt tölvukerfi, góða þjónustu og betri verð. Við erum raunhæfur valkostur fyrir hluthafa okkar og aðra.“ Erla Hrönn: „Við höfum gert aðildarsamninga við nokkra þátttakendur um að tengjast kerfinu okkar og höfum loforð um að útgáfur verði skráðar rafrænt hjá okkur.“Fylgst með þróun mála.Fréttablaðið/StefánStofnendur VBMHvaða einkafjárfestar eru í hluthafahópnum? Sigþrúður: „Stofnendur Verðbréfamiðstöðvarinnar eru einkafjárfestarnir í hluthafahópnum. Stofnendurnir eru Braml í eigu Arnar Arinbjarnarsonar, G60 í eigu Einars Sigurjónssonar sem starfar hjá Verðbréfamiðstöðinni og var áður framkvæmdastjóri hennar og lögmannsstofan Lagahvoll. Eigendur hennar hafa mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.“ Einar starfaði áður sem framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Lagahvoll er í eigu héraðsdómslögmannanna Daða Bjarnasonar og Jóhanns Tómasar Sigurðssonar.Eru þið tvær í hluthafahópnum? Sigþrúður: „Nei, hvorug okkar. Ég er óháður stjórnarmaður. Það er ein af kröfum nýju Evrópureglugerðarinnar CSDR, sem er í frumvarpsdrögum hérlendis, að þriðjungur stjórnarmanna sé óháður. Öll stjórnin hefur verið óháð fram að þessu. Eðli málsins samkvæmt verður efnt til hluthafafundar í lok mánaðar í kjölfar þess að Innviðir hafa eignast meirihluta í félaginu og mun stjórnin þá taka breytingum. Samkeppnissjónarmið gegna veigamiklu hlutverki samkvæmt CSDR og er eitt meginmarkmiða þeirrar samræmdu lagasetningar sem CSDR felur í sér að stuðla að aukinni samkeppni milli verðbréfamiðstöðva með einsleitu regluverki. Það skiptir máli að löggjafinn líti til þess.“Hvað geta stjórnvöld gert til þess? Sigþrúður: „Laga- og regluramminn þarf að vera skýr. Það er brýnt að frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga sem lagt verður fram á yfirstandandi þingi, mæli skýrlega fyrir um nokkur mikilvæg atriði þannig að skapaður sé jarðvegur fyrir virkan samkeppnismarkað milli verðbréfamiðstöðva. Á það við þegar útgefendur rafbréfa kjósa að segja upp skráningu hjá einni verðbréfamiðstöð og flytja hana til annarrar. Einnig þarf sá möguleiki að vera fyrir hendi, líkt og er í núgildandi lögum, að hægt sé að flytja hluta útgáfu yfir til annarrar verðbréfamiðstöðvar. Skiptir máli í því samhengi að fyrri verðbréfamiðstöð geti ekki rukkað fullt gjald þrátt fyrir að búið sé að flytja hluta eða alla útgáfu yfir til annarrar verðbréfamiðstöðvar. Það má líkja þessu við þegar skipt er um fjarskiptafyrirtæki, þá er hægt að færa símanúmerið á milli fyrirtækja. Viðskiptavinir vilja ekki lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að borga fyrir símaþjónustu hjá tveimur fyrirtækjum. Það er ekki til hagsbóta fyrir neytendur.“Ekki tókst að knýja fram gjaldskrárlækkanir og því var ákveðið að stofna aðra verðbréfamiðstöð.Vísir/GettySjaldgæft en þekkistEru oft reknar nokkrar verðbréfamiðstöðvar í hverju landi fyrir sig? Erla Hrönn: „Það er frekar sjaldgæft en það eru þó dæmi um það. Það eru þrjár verðbréfamiðstöðvar í Belgíu, þrjár í Lúxemborg og tvær í Frakklandi svo dæmi séu tekin.“ Hún segir að eignarhaldi á verðbréfamiðstöðvum sé háttað með ýmsum hætti í ólíkum löndum. Stundum séu þær í eigu notenda, í ákveðnum tilvikum í eigu kauphalla, það þekkist einnig að þær séu í eigu hins opinbera, hvort sem það sé í nafni seðlabanka eða ríkisins, stundum sé eignarhaldið blandað og það þekkist einnig að þær séu í eigu fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóði eins og í tilviki Verðbréfamiðstöðvar Íslands.Er rými fyrir tvær verðbréfamiðstöðvar á Íslandi? Sigþrúður: „Það hefur sýnt sig að aukin samkeppni á þessum markaði eins og öðrum er holl. Eins og við sögðum áðan hefur keppinauturinn lækkað verð í þrígang eftir að Verðbréfamiðstöð Íslands var stofnuð. Það mætti snúa spurningunni við og spyrja hvort það sé æskilegt að það sé einungis rekin ein verðbréfamiðstöð á Íslandi.“Hverjar eru helstu áskoranirnar við það að hleypa af stokkunum verðbréfamiðstöð? Sigþrúður: „Það fór mikil vinna í að fá starfsleyfi. Fjármálaeftirlitið kallaði eftir því að horft væri til CSDR-reglugerðarinnar jafnvel þótt hún hafi ekki enn tekið gildi hér á landi. Umsóknin var því afar umfangsmikil. Það var hollt fyrir okkur að fara í gegnum þá vinnu og við erum því í stakk búin að mæta nýju lagaumhverfi. Það fór enn fremur mikil vinna í að velja tölvukerfið. Við horfðum til margra þátta og fengum góða ráðgjöf. Þá hefur þurft að fjármagna verkefnið og hefur félagið farið í hlutafjáraukningar vegna þessa með þátttöku núverandi og nýrra hluthafa.“Sigþrúður segir umsókn þeirra um starfsleyfi hafi verið afar umfangsmikil. Vísir/VilhelmMun viðameiri umsókn Erla Hrönn: „Nýja löggjöfin mun taka gildi á komandi mánuðum og við það tilefni munu aðilar sem reka verðbréfamiðstöðvar þurfa að sækja aftur um starfsleyfi. Við búum að þeirri miklu vinnu sem lögð var í umsóknina. Ég hef það fyrir víst að þegar sótt var um leyfi fyrir verðbréfamiðstöðina sem fyrir er á markaðnum hafi umsóknin verið nokkrar blaðsíður. Okkar umsókn var öllu viðameiri eða yfir þúsund blaðsíður. Það hefur margt breyst á þessum tíma.“Er tölvukerfið stærsta fjárfestingin? Erla Hrönn: „Stærsta fjárfestingin liggur í tölvukerfinu og innleiðingu á því. Það þarf að setja upp kerfið, læra á það, gera viðamiklar prófanir á því og tengingum. Lögð er höfuðáhersla á öryggi tölvukerfisins og skilvirkni. Við höfum nú þegar farið í gegnum eina úttekt á upplýsingakerfum og öryggi þeirra samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlitsins án þess að hafa formlega hafið rekstur og var heilmikill lærdómur fólginn í þeirri vinnu og hollt fyrir okkur að fara í gegnum hana. Slíka úttekt þarf að gera einu sinni á ári af óháðum aðila.“Hver er þinn bakgrunnur, Erla Hrönn? Erla Hrönn: „Ég er viðskiptafræðingur að mennt og með verðbréfaviðskiptapróf og vann í tæplega 20 ár hjá Landsbankanum og dótturfélaginu Landsbréfum sem forstöðumaður. Mín reynsla liggur í stjórnun á bakvinnslu fyrir fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi, hérlendis og erlendis. Hluti af því var frágangur verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipta, vörsluþjónusta og fleira er tengist umsýslu verðbréfa. Ég þekki því að kaupa þjónustu af verðbréfamiðstöð og ferli viðskiptanna. Núna er ég komin hinum megin við borðið. Ég var fyrst ráðin til Verðbréfamiðstöðvar Íslands sem ráðgjafi en tók við sem framkvæmdastjóri árið 2018. Ég hef gegnt starfi framkvæmdastjóra í rúmlega eitt ár. Við Sigþrúður höfum unnið þétt saman.“Hvernig kom til að þú varðst stjórnarformaður, Sigþrúður? Sigþrúður: „Ég er lögfræðingur að mennt með MBA-gráðu. Ég tók sæti í stjórninni þegar félagið var stofnað árið 2015 og í janúar 2018 tók ég við sem stjórnarformaður. Ég hef lengi haft áhuga á stjórnarstörfum, hef sótt námskeið þess efnis hjá IESE Business School, Harvard Business School sem og Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði ég sem lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands og kom þar að vinnu við góða stjórnarhætti. Einnig hef ég reynslu af fjármálamarkaði og starfaði um tíma hjá MP Banka, sem nú er Kvika. Þá var ég lögfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtæki og má segja að fjölbreytt reynsla mín í gegnum tíðina hafi komið sér vel við stofnun Verðbréfamiðstöðvar Íslands.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Framtakssjóðurinn Innviðir fjárfestingar, sem er að stærstum hluta fjármagnaður af lífeyrissjóðum, hefur eignast 67 prósenta hlut í Verðbréfamiðstöð Íslands samhliða um 300 milljóna króna hlutafjáraukningu í félaginu. Fyrir í hluthafahópnum eru lífeyrissjóðir, Arion banki og Íslandsbanki auk einkafjárfesta sem fara með um átta prósenta hlut. „Fyrirtækið er fullfjármagnað eftir hlutafjáraukninguna og mun hefja starfsemi á næstu mánuðum. Segja má að við séum á flugbrautinni og munum brátt taka á loft,“ segir Sigþrúður Ármann, stjórnarformaður Verðbréfamiðstöðvarinnar. Hún er jafnframt stofnandi og framkvæmdastjóri Exedra sem er umræðuvettvangur fyrir konur í pólitík, opinbera geiranum og atvinnulífinu. „Það er einkar ánægjulegt að fá Innviði, sem samanstanda af um 20 lífeyrissjóðum, í hluthafahópinn,“ segir Sigþrúður. Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins en í haust keypti hann 13 prósenta hlut í HS Veitum. Innviðum er stýrt af Summu rekstrarfélagi í samstarfi við Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýnar. Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir á að verðbréfamiðstöð sé kerfislega mikilvægur fjármálainnviður því hún tengi saman fjármálamarkaði og fjármálafyrirtæki með uppgjöri verðbréfaviðskipta.Verðin hækkuðu verulegaHvers vegna var farið af stað með að stofna Verðbréfamiðstöð? Fyrir á markaðnum er fyrirtæki sem er í eigu Nasdaq OMX-samstæðunnar. Sigþrúður: „Tilgangur félagsins er að koma á samkeppni á markaði sem í dag ríkir algjör einokun á og lækka þann háa kostnað sem innheimtur hefur verið af þjónustu við rafræn verðbréf. Verðin höfðu hækkað verulega frá árinu 2006. Viðskiptavinir höfðu falast eftir verðlækkunum en ekki haft erindi sem erfiði. Því var látinn slagur standa og komið á fót verðbréfamiðstöð til að tryggja samkeppni og val viðskiptavina á markaðnum. Við sjáum fram á að markaðurinn hafi möguleika á því að spara tugi milljóna með tilkomu Verðbréfamiðstöðvar Íslands.“Kauphöllin á Laugavegi.fréttablaðið/anton brinkErla Hrönn: „Markaðurinn hefur nú þegar notið góðs af tilkomu Verðbréfamiðstöðvarinnar því keppinauturinn hefur lækkað verðið þrisvar sinnum frá stofnun fyrirtækisins. Og reksturinn er ekki enn hafinn.“ Sigþrúður: „Það sýnir enn og aftur hvað samkeppni er samfélaginu mikilvæg.“ Erla Hrönn: „Okkar markmið er að veita viðskiptavinum skilvirka og örugga þjónustu á samkeppnishæfum verðum. Eignarhaldið er íslenskt, líkt og það var þegar Verðbréfaskráning Íslands var upphaflega stofnuð árið 1997 og starfsemi félagsins lýtur eftirliti innlendra eftirlitsaðila.“ OMX, sem rak verðbréfamarkaði á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum, keypti Kauphöllina og Verðbréfaskráningu Íslands árið 2006. Síðar fóru alþjóðlegu fyrirtækin Nasdaq og OMX saman í eina sæng snemma ársins 2008 og var nafninu þá breytt í Nasdaq verðbréfamiðstöð. Samstæðan rekur átta kauphallir og verðbréfamiðstöðvar.Fjögur ár í undirbúningiHvað er langt síðan undirbúningur hófst við að koma fyrirtækinu á fót? Erla Hrönn: „Starfsemi Verðbréfamiðstöðvar Íslands hefur verið í undirbúningi í fjögur ár. Fyrirtækið var stofnað síðla árs 2015. Að mörgu þarf að huga og það þarf að vanda vel til verka.“Hvað er verðbréfamiðstöð? Sigþrúður: „Hafa ber í huga að kauphöll og verðbréfamiðstöð eru ekki það sama. Það er tvennt ólíkt. Þar fyrir utan eru þetta tvö aðskilin fyrirtæki með tvö starfsleyfi.“ Erla Hrönn: „Kauphöll er markaðstorg þar sem viðskipti með verðbréf fara fram. Hlutverk verðbréfamiðstöðva er að annast uppgjör viðskiptanna samkvæmt fyrirmælum og tryggja að peningar og verðbréf skipti um hendur á réttum tíma þannig að réttindi þeirra sem eiga rafbréf séu tryggð á hverjum tíma. Verðbréfamiðstöð rekur uppgjörskerfi fyrir rafbréf svo sem skuldabréf og hlutabréf, hlutdeildarskírteini sjóða og víxla. Þannig eru viðskipti sem eiga sér stað í kauphöll gerð upp eftir ákveðnum reglum og ferlum. Hlutverk verðbréfamiðstöðvar er að vera vettvangur fyrir útgáfu rafbréfa. En útgáfa rafbréfa fer oftast þannig fram að reikningsstofnun eða þátttakandi í verðbréfamiðstöð óskar eftir fyrir hönd útgefanda að gefa út rafbréf.“Verðbréfamiðstöð rekur uppgjörskerfi fyrir rafbréf svo sem skuldabréf og hlutabréf, hlutdeildarskírteini sjóða og víxla.Fréttablaðið/Ernir„Það er síðan verðbréfamiðstöðvar að tryggja að þær útgáfur sem skráðar eru séu eins og kveðið er á um og allar forsendur og réttindi séu réttar, það er tryggja þarf heilindi útgáfu. Samkvæmt lögum um rafræna skráningu verðbréfa er þannig gert ráð fyrir að skráning verðbréfamiðstöðvar á bréfunum hafi tiltekin réttaráhrif í för með sér þar sem hún veitir hinum skráða eiganda lögformlega heimild fyrir réttindum samkvæmt bréfinu og hefur þar með áhrif á forgangsröðun ósamrýmanlegra réttinda. Verðbréf og aðrar útgáfur þurfa ekki að vera skráðar í kauphöll til að það sé akkur í skráningu í verðbréfamiðstöð. Því fylgir til dæmis hagræði að hlutabréf séu skráð rafrænt bæði fyrir hluthafana sjálfa og hlutafélagið, meðal annars til að tryggja eignarrétt hluthafa á hverjum tíma og aðgang félagsins að hluthafalista. Að lokum er það eitt af hlutverkum verðbréfamiðstöðvar að halda verðbréfareikninga. Verðbréf sem skráð eru á verðbréfareikninga hjá fjármálafyrirtæki eru raunverulega hýst hjá verðbréfamiðstöð, en þátttakendur í verðbréfamiðstöð, sem þá eru fjármálafyrirtæki og aðrir samkvæmt lögum, hafa umsjón með þeim. Það myndast ákveðin keðja.“Arðsemiskröfu stillt í hófHvernig getur Verðbréfamiðstöð Íslands boðið betra verð en stórt alþjóðlegt fyrirtæki sem starfað hefur á markaðnum lengi? Sigþrúður: „Fyrirtækið er rekið með lítilli yfirbyggingu. Við horfum í hverja krónu án þess að það komi niður á öryggi og lipurri þjónustu til að geta boðið upp á góð verð.“ Erla Hrönn: „Öðrum verkefnum en þeim sem sérhæfðir starfsmenn á sviði uppgjöra, útgáfuþjónustu og þekkingar á tölvukerfinu sinna, er útvistað. Má þar nefna tækniþjónusta, bókhald og lögfræðiráðgjöf.“ Sigþrúður: „Arðsemiskröfunni er jafnframt stillt í hóf. Keppinauturinn hefur hagnast verulega á umliðnum árum og greitt sér myndarlegan arð. Þegar allt kemur til alls eru það eigendur verðbréfa sem greiða fyrir þessa þjónustu.“ Blaðamaður valdi af handahófi ársreikning Nasdaq verðbréfamiðstöðvar fyrir árið 2015 og nýjasta ársreikninginn sem er fyrir síðasta rekstrarár. Árið 2015 var arðsemi eiginfjár 57 prósent og eiginfjárhlutfallið hátt eða 66 prósent. Það ár nam hagnaðurinn 328 milljónum króna. Afkoman var með svipuðum hætti árið 2018. Arðsemi eiginfjár var 48 prósent, eiginfjárhlutfallið 60 prósent og hagnaðurinn var 270 milljónir króna.Helstu leikendur í fjármálakerfinu eru um borð í hluthafahópi fyrirtækisins. Eruð þið búin að tryggja ykkur viðskipti? Sigþrúður: „Við erum valkostur sem leggur áherslu á öruggt og skilvirkt tölvukerfi, góða þjónustu og betri verð. Við erum raunhæfur valkostur fyrir hluthafa okkar og aðra.“ Erla Hrönn: „Við höfum gert aðildarsamninga við nokkra þátttakendur um að tengjast kerfinu okkar og höfum loforð um að útgáfur verði skráðar rafrænt hjá okkur.“Fylgst með þróun mála.Fréttablaðið/StefánStofnendur VBMHvaða einkafjárfestar eru í hluthafahópnum? Sigþrúður: „Stofnendur Verðbréfamiðstöðvarinnar eru einkafjárfestarnir í hluthafahópnum. Stofnendurnir eru Braml í eigu Arnar Arinbjarnarsonar, G60 í eigu Einars Sigurjónssonar sem starfar hjá Verðbréfamiðstöðinni og var áður framkvæmdastjóri hennar og lögmannsstofan Lagahvoll. Eigendur hennar hafa mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði.“ Einar starfaði áður sem framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands. Lagahvoll er í eigu héraðsdómslögmannanna Daða Bjarnasonar og Jóhanns Tómasar Sigurðssonar.Eru þið tvær í hluthafahópnum? Sigþrúður: „Nei, hvorug okkar. Ég er óháður stjórnarmaður. Það er ein af kröfum nýju Evrópureglugerðarinnar CSDR, sem er í frumvarpsdrögum hérlendis, að þriðjungur stjórnarmanna sé óháður. Öll stjórnin hefur verið óháð fram að þessu. Eðli málsins samkvæmt verður efnt til hluthafafundar í lok mánaðar í kjölfar þess að Innviðir hafa eignast meirihluta í félaginu og mun stjórnin þá taka breytingum. Samkeppnissjónarmið gegna veigamiklu hlutverki samkvæmt CSDR og er eitt meginmarkmiða þeirrar samræmdu lagasetningar sem CSDR felur í sér að stuðla að aukinni samkeppni milli verðbréfamiðstöðva með einsleitu regluverki. Það skiptir máli að löggjafinn líti til þess.“Hvað geta stjórnvöld gert til þess? Sigþrúður: „Laga- og regluramminn þarf að vera skýr. Það er brýnt að frumvarp til laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga sem lagt verður fram á yfirstandandi þingi, mæli skýrlega fyrir um nokkur mikilvæg atriði þannig að skapaður sé jarðvegur fyrir virkan samkeppnismarkað milli verðbréfamiðstöðva. Á það við þegar útgefendur rafbréfa kjósa að segja upp skráningu hjá einni verðbréfamiðstöð og flytja hana til annarrar. Einnig þarf sá möguleiki að vera fyrir hendi, líkt og er í núgildandi lögum, að hægt sé að flytja hluta útgáfu yfir til annarrar verðbréfamiðstöðvar. Skiptir máli í því samhengi að fyrri verðbréfamiðstöð geti ekki rukkað fullt gjald þrátt fyrir að búið sé að flytja hluta eða alla útgáfu yfir til annarrar verðbréfamiðstöðvar. Það má líkja þessu við þegar skipt er um fjarskiptafyrirtæki, þá er hægt að færa símanúmerið á milli fyrirtækja. Viðskiptavinir vilja ekki lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að borga fyrir símaþjónustu hjá tveimur fyrirtækjum. Það er ekki til hagsbóta fyrir neytendur.“Ekki tókst að knýja fram gjaldskrárlækkanir og því var ákveðið að stofna aðra verðbréfamiðstöð.Vísir/GettySjaldgæft en þekkistEru oft reknar nokkrar verðbréfamiðstöðvar í hverju landi fyrir sig? Erla Hrönn: „Það er frekar sjaldgæft en það eru þó dæmi um það. Það eru þrjár verðbréfamiðstöðvar í Belgíu, þrjár í Lúxemborg og tvær í Frakklandi svo dæmi séu tekin.“ Hún segir að eignarhaldi á verðbréfamiðstöðvum sé háttað með ýmsum hætti í ólíkum löndum. Stundum séu þær í eigu notenda, í ákveðnum tilvikum í eigu kauphalla, það þekkist einnig að þær séu í eigu hins opinbera, hvort sem það sé í nafni seðlabanka eða ríkisins, stundum sé eignarhaldið blandað og það þekkist einnig að þær séu í eigu fagfjárfesta á borð við lífeyrissjóði eins og í tilviki Verðbréfamiðstöðvar Íslands.Er rými fyrir tvær verðbréfamiðstöðvar á Íslandi? Sigþrúður: „Það hefur sýnt sig að aukin samkeppni á þessum markaði eins og öðrum er holl. Eins og við sögðum áðan hefur keppinauturinn lækkað verð í þrígang eftir að Verðbréfamiðstöð Íslands var stofnuð. Það mætti snúa spurningunni við og spyrja hvort það sé æskilegt að það sé einungis rekin ein verðbréfamiðstöð á Íslandi.“Hverjar eru helstu áskoranirnar við það að hleypa af stokkunum verðbréfamiðstöð? Sigþrúður: „Það fór mikil vinna í að fá starfsleyfi. Fjármálaeftirlitið kallaði eftir því að horft væri til CSDR-reglugerðarinnar jafnvel þótt hún hafi ekki enn tekið gildi hér á landi. Umsóknin var því afar umfangsmikil. Það var hollt fyrir okkur að fara í gegnum þá vinnu og við erum því í stakk búin að mæta nýju lagaumhverfi. Það fór enn fremur mikil vinna í að velja tölvukerfið. Við horfðum til margra þátta og fengum góða ráðgjöf. Þá hefur þurft að fjármagna verkefnið og hefur félagið farið í hlutafjáraukningar vegna þessa með þátttöku núverandi og nýrra hluthafa.“Sigþrúður segir umsókn þeirra um starfsleyfi hafi verið afar umfangsmikil. Vísir/VilhelmMun viðameiri umsókn Erla Hrönn: „Nýja löggjöfin mun taka gildi á komandi mánuðum og við það tilefni munu aðilar sem reka verðbréfamiðstöðvar þurfa að sækja aftur um starfsleyfi. Við búum að þeirri miklu vinnu sem lögð var í umsóknina. Ég hef það fyrir víst að þegar sótt var um leyfi fyrir verðbréfamiðstöðina sem fyrir er á markaðnum hafi umsóknin verið nokkrar blaðsíður. Okkar umsókn var öllu viðameiri eða yfir þúsund blaðsíður. Það hefur margt breyst á þessum tíma.“Er tölvukerfið stærsta fjárfestingin? Erla Hrönn: „Stærsta fjárfestingin liggur í tölvukerfinu og innleiðingu á því. Það þarf að setja upp kerfið, læra á það, gera viðamiklar prófanir á því og tengingum. Lögð er höfuðáhersla á öryggi tölvukerfisins og skilvirkni. Við höfum nú þegar farið í gegnum eina úttekt á upplýsingakerfum og öryggi þeirra samkvæmt tilmælum Fjármálaeftirlitsins án þess að hafa formlega hafið rekstur og var heilmikill lærdómur fólginn í þeirri vinnu og hollt fyrir okkur að fara í gegnum hana. Slíka úttekt þarf að gera einu sinni á ári af óháðum aðila.“Hver er þinn bakgrunnur, Erla Hrönn? Erla Hrönn: „Ég er viðskiptafræðingur að mennt og með verðbréfaviðskiptapróf og vann í tæplega 20 ár hjá Landsbankanum og dótturfélaginu Landsbréfum sem forstöðumaður. Mín reynsla liggur í stjórnun á bakvinnslu fyrir fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi, hérlendis og erlendis. Hluti af því var frágangur verðbréfa- og gjaldeyrisviðskipta, vörsluþjónusta og fleira er tengist umsýslu verðbréfa. Ég þekki því að kaupa þjónustu af verðbréfamiðstöð og ferli viðskiptanna. Núna er ég komin hinum megin við borðið. Ég var fyrst ráðin til Verðbréfamiðstöðvar Íslands sem ráðgjafi en tók við sem framkvæmdastjóri árið 2018. Ég hef gegnt starfi framkvæmdastjóra í rúmlega eitt ár. Við Sigþrúður höfum unnið þétt saman.“Hvernig kom til að þú varðst stjórnarformaður, Sigþrúður? Sigþrúður: „Ég er lögfræðingur að mennt með MBA-gráðu. Ég tók sæti í stjórninni þegar félagið var stofnað árið 2015 og í janúar 2018 tók ég við sem stjórnarformaður. Ég hef lengi haft áhuga á stjórnarstörfum, hef sótt námskeið þess efnis hjá IESE Business School, Harvard Business School sem og Háskólanum í Reykjavík. Áður starfaði ég sem lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands og kom þar að vinnu við góða stjórnarhætti. Einnig hef ég reynslu af fjármálamarkaði og starfaði um tíma hjá MP Banka, sem nú er Kvika. Þá var ég lögfræðingur hjá hugbúnaðarfyrirtæki og má segja að fjölbreytt reynsla mín í gegnum tíðina hafi komið sér vel við stofnun Verðbréfamiðstöðvar Íslands.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira