Katrín segist til í að hitta Klúbbmenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 18:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist reiðubúin að hitta svokallaða Klúbbmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, óski þeir eftir því. Þá hafi þeir þegar fengið bætur og afsökunarbeiðni. Þetta kemur fram í svari Katrínar við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins. Klúbbmennirnir svokölluðu eru Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson, Valdimar Olsen og Einar Bollason. Þeir voru handteknir árið 1976 og sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna gruns um að þeir tengdust hvarfi Geirfinns Einarssonar. Þau Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Erla Bolladóttir voru m.a. dæmd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir að bera sakir á Klúbbmenn. Sævar, Kristján og Erla voru ekki sýknuð af þeim hluta dómsins við endurupptöku málsins í fyrra. Sigmundur spurði hvort ráðherra teldi að Klúbbmenn, eða eftir atvikum erfingjar þeirra, verðskulduðu frekari skaðabætur vegna varðhaldsins og annarra áhrifa meðferðarinnar sem þeir sættu vegna málsins. Í svari Katrínar kemur fram að í dómum Hæstaréttar frá því í mars 1983 hafi fjórum mönnum verið dæmdar bætur fyrir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í að meðaltali þrjá mánuði að ósekju. Þannig liggi fyrir endanlegir dómar í þeirra málum sem „miðuðu eðli máls samkvæmt að því að bæta þeim að fullu það tjón sem þeir urðu fyrir.“ Þá hafi afsökunarbeiðni forsætisráðherra þann 28. september 2018 ekki aðeins náð til þeirra sem sýknaðir voru með dómi Hæstaréttar í málinu, heldur einnig annarra „sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins.“ Katrín kvaðst jafnframt ekki hafa hitt Klúbbmenn vegna málsins sem fyrirspurnin varðar. Hún sé þó að sjálfsögðu reiðubúin til að eiga slíkan fund með aðilum ef eftir honum er óskað.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07 Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. 2. október 2019 19:07
Ábending um hvarf Geirfinns er enn til rannsóknar í Eyjum Settur ríkissaksóknari vísaði ábendingu um afdrif Geirfinns Einarssonar til frekari rannsóknar og meðferðar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Þar er málið enn og unnið að gagnaöflun. Teknar voru skýrslur af tveimur vitnum 2016 um meinta atburði í Vestmannaeyjum daginn eftir hvarf Geirfinns í Keflavík. 1. október 2019 06:00
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55