Segir vinnubrögðin vera meirihlutanum til skammar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 12:54 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Ákvörðun og vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík um að skólahald í Kelduskóla-Korpu verði lagt niður eru til skammar að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að óvissu verði eytt með afgreiðslu tillögunnar sem tekin verður fyrir á fundi ráðsins í dag. Sjálstæðisflokkurinn ætlar að leggja til á fundinum að málinu verði frestað en hann hófst upp úr hádegi í dag. Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Með henni er lagt til að tveir skólar verði fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn sameiginlegur skóli fyrir 8. til 10. bekk. Talið er að með þessu sparist um 200 milljónir á ári. Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að fréttatilkynning sem meirihlutinn sendi frá sér um málið í gær hafi komið í opna skjöldu.Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Satt best að segja þá bara fallast mér hendur yfir þessum vinnubrögðum vegna lokunar og sameininga í norðanverðum Grafarvogi,“ segir Valgerður í samtali við fréttastofu. Ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann og ekki hafi verið hlustað á sjónarmið foreldra í hverfinu sem hafi margir hverjir lýst verulegum áhyggjum af áformunum. „Það sem er þó öllu verra er að hér er verið að ákveða einhliða lokun á Kelduskóla og sameina við aðra skólastarfsemi án víðtæks samráðs við foreldra sem hafa kallað viðstöðulaust eftir því að hlustað sé á þeirra sjónarmið. Foreldrar hafa verið að senda okkur borgarfulltrúum stanslausa tölvupósta en það virðist ekkert hafa verið hlustað á það,“ segir Valgerður.Vilja eyða óvissu Í samtali við fréttastofu haafa foreldrar jafnframt lýst óánægju vegna málsins. „Það sem að slær mig líka er að í tilkynningunni frá meirihlutanum segir að það sé óábyrgt af opinberum aðilum að halda úti rekstri menntastofnana sem ekki eru sjálfbærar einingar faglega og fjárhagslega. Í mínum huga er það miklu frekar óábyrgt að sveitarfélög geti ekki staðið við þá opinberu þjónustu sem þeim ber að veita lagalega séð og þessi vinnubrögð eru meirihlutanum í borginni bara til skammar,“ segir Valgerður. Skúli Helgason, formaður skóla og frístundaráðs segir að foreldrar, nemendur og skólastjórnendur muni fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Það verði þá þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260-270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Rætt var einnig við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21 Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10 Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00 Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. 21. október 2019 20:21
Skólahald í Korpu mun leggjast af Skólahald í Korpu mun leggjast af, að minnsta kosti tímabundið, samkvæmt tillögu meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi. 21. október 2019 16:10
Erfitt fyrir foreldra að heyra að skólanum verði lokað Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hefur lagt til að skólahald í Kelduskóla Korpu verði lagt af, a.m.k. tímabundið, og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. 22. október 2019 06:00
Segir of marga skóla í Grafarvogi miðað við fjölda barna Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar ræddi tillögur um lokun Kelduskóla Korpu í Bítinu í morgun. 22. október 2019 10:36