„Ég er kominn með algjört ógeð á þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:00 Björgvin Páll Gústavsson á HM í Þýskalandi í janúar. Getty/Jörg Schüler Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur átt mjög viðburðarríkt ár sem endar síðan á því að hann gefur út opinskáa bók fyrir jólin. Bók Björgvins heitir „Án filters“ og er afar persónuleg. Hann gefur aðdáendum sínum smá sýnishorn af henni í nýrri færslu á fésbókarsíðu sinni. Björgvin Páll hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltavellinum á þessu ári en hann missti meðal annars sæti sitt í landsliðinu og tók þá ákvörðun að hætta í atvinnumennsku og snúa aftur heim til Íslands eftir að þessu tímabili lýkur. Færsla Björgvins Páls er um upplifun hans eftir leik á móti Frökkum á HM í handbolta í janúar. Leik sem íslenska landsliðið tapaði með níu marka mun og Björgvin náði aðeins að verja 1 af 10 skotum sem á hann komu. „Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um andlegt og líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana,“ skrifar Björgvin Páll. Hann heldur áfram og felur ekkert í upplifun sinni um hánótt á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. „Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handboltamanni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. En hvernig komst ég hingað?,“ spyr Björgvin Páll en það má sjá alla færsluna hans hér fyrir neðan.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00 Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00 Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Björgvin Páll með stórleik er Skjern marði sigur Björgvin Páll fór mikinn er Skjern marði Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni með eins marks mun í handbolta í dag, lokatölur 27-26. 19. október 2019 17:00
Björgvin ekki fúll út í Guðmund | Alltaf klár er kallið kemur Björgvin Páll Gústavsson hefur ekki verið valinn í síðustu landsliðshópa hjá Guðmundi Guðmundssyni og virðist vera í kælinum hjá landsliðsþjálfaranum. 18. október 2019 11:00
Björgvin Páll snýr heim í sumar | Ég á tíu góð ár eftir Handknattleiksmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hættir að spila með danska liðinu Skjern í sumar og kemur heim. Hann segir í samtali við Vísi að hann eigi nóg eftir í boltanum. 18. október 2019 09:00