Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 22:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. Meðal þeirra var David Petraeus, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður CIA. Hann stýrði um tíma öllum herafla Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Hann sagði Trump hafa svikið langvarandi bandamenn í baráttunni við ISIS, sem hafi misst rúmlega tíu þúsund menn í þeirri baráttu.Vísaði hann til viðræðna sinna við Kúrda í Írak á árum áður. „…þeir sögðu: „Veistu hvað hershöfðingi. Einu vinir Kúrda eru fjöllin“. Ég sagði: „Nei, þið hafið Bandaríkin“.“ Þá gagnrýndi Petraeus forsetann fyrir að halda því fram að hann væri að binda enda á „endalaust stríð“. Í rauninni myndi ákvörðun Trump lengja stríðið og þá sérstaklega með tilliti til þess að vígamenn Íslamska ríkisins fengu nú færi á því að athafna sig að nýju. Þeir gætu byggt samtök sín upp aftur.Hér má sjá samantekt Washington Post á þeim sem gagnrýndu Trump í fréttaþáttum í dag.Þeir bandarísku hermenn sem Trump hefur kallað frá Sýrlandi munu ekki snúa aftur til Bandaríkjanna eins og forsetinn hefur haldið fram. Þess í stað munu þeir fara til Írak og er þeim ætlað að halda áfram að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins þaðan.Sjá einnig: Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta ÍrakÞetta sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann er staddur í Afganistan. Hann útilokaði ekki að hermennirnir myndu ráðast gegn ISIS í Sýrlandi frá Írak. Hann sagðist þar að auki ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins á næstu vikum og þú um framtíð baráttunnar gegn ISIS. Þar að auki viðurkenndi Esper, samkvæmt AP fréttaveitunni, að til einhverra bardaga hefði komið á milli sýrlenskra Kúrda annars vegar og Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarhópa sem þeir styðja hins vegar. Þrátt fyrir það héldi vopnahléið að mestu leyti.Uppreisnarmenn þessir, sem margir eru sagðir tengjast al-Qaeda og ISIS, hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í innrás Tyrkja.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump birti í dag tíst þar sem hann kallaði Esper, Esperanto, væntanlega fyrir mistök, og hafði eftir honum að vopnahléið héldi og einungis smáir bardagar hefðu átt sér stað. Þá hafði hann sömuleiðis eftir Esper að verið væri að flytja Kúrdana um set, búið væri að tryggja olíuna og hermennirnir væru á leið heim.Enginn getur eða vill útskýra Margt af þessu er kolrangt og hitt er óskiljanlegt, eins og bent er á í frétt New York Times. Starfsmenn Trump hafa til dæmis ekki getað útskýrt fyrir blaðamönnum ytra hvað forsetinn á við þegar hann sagði Esper hafa sagt að búið væri að tryggja olíuna. Trump sjálfur hunsaði spurninguna þegar hann var spurður út í það í dag.Hann hélt þessu einnig fram á föstudaginn.Nokkrum klukkustundum síðar var tístinu eytt og það birt aftur. Þá var nafn Esper rétt og var búið að taka út þann hluta ummælanna sem Trump eignaði Esper og fjallaði um að hermennirnir væru á leið heim.“The ceasefire is holding up very nicely. There are some minor skirmishes that have ended quickly. New areas being resettled with Kurds. U.S. soldiers are not in combat or ceasefire zone. We have secured the Oil.” Mark Esper, Secretary of Defense. Ending endless wars! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Mustafa Bali, talsmaður Sýrlenska lýðræðishersins (SDF), sem sýrlenskir Kúrdar leiða, gagnrýndi tíst Trump harðlega. „Að ýta undir þjóðarmorðið sem á sér nú stað er mesta móðgunin gagnvart okkar fólki hingað til. Með allri virðingu, herra forseti, hvað veldur því að þú telur þig eiga rétt á því að flytja milljónir Kúrda frá heimilum þeirra? Er það ekki þjóðernishreinsun?“ sagði Bali.Encouraging the ongoing genocide campaign is by far the greatest insult to our people so far. With all due respect, Mr. President, what makes you think you have the right to drive millions of Kurds out of their homes and resettle them elsewhere? Isn’t this ethnic cleansing? https://t.co/FZ45jRcqie — Mustafa Bali (@mustefabali) October 20, 2019 Vopnahléið sem Bandaríkin sömdu um við Tyrki, hefur sömuleiðis verið harðlega gagnrýnt og þá sérstaklega fyrir það að Bandaríkin virðist hafa gefið eftir öllum kröfum Tyrkja. Tyrkir segjast vilja stofna öryggissvæði sem nái um 30 kílómetra inn í Sýrland frá landamærum ríkjanna. Þar standi til að koma einhverjum af þeim um 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Þó hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gefið í skyn að hann vilji stjórna mun stærri hluta af Sýrlandi. BBC vísar í orð forsetans í dag þar sem hann krafðist þess að Kúrdar yfirgæfu svæðið fyrir þriðjudagskvöld. Annars muni Tyrkir „halda áfram að kremja höfuð hryðjuverkamanna“, eins og hann orðaði það. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sagan á bakvið myndina umdeildu Fundur Demókrata og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær heppnaðist ekki vel. 17. október 2019 13:45 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. 16. október 2019 15:51 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. Meðal þeirra var David Petraeus, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi yfirmaður CIA. Hann stýrði um tíma öllum herafla Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Hann sagði Trump hafa svikið langvarandi bandamenn í baráttunni við ISIS, sem hafi misst rúmlega tíu þúsund menn í þeirri baráttu.Vísaði hann til viðræðna sinna við Kúrda í Írak á árum áður. „…þeir sögðu: „Veistu hvað hershöfðingi. Einu vinir Kúrda eru fjöllin“. Ég sagði: „Nei, þið hafið Bandaríkin“.“ Þá gagnrýndi Petraeus forsetann fyrir að halda því fram að hann væri að binda enda á „endalaust stríð“. Í rauninni myndi ákvörðun Trump lengja stríðið og þá sérstaklega með tilliti til þess að vígamenn Íslamska ríkisins fengu nú færi á því að athafna sig að nýju. Þeir gætu byggt samtök sín upp aftur.Hér má sjá samantekt Washington Post á þeim sem gagnrýndu Trump í fréttaþáttum í dag.Þeir bandarísku hermenn sem Trump hefur kallað frá Sýrlandi munu ekki snúa aftur til Bandaríkjanna eins og forsetinn hefur haldið fram. Þess í stað munu þeir fara til Írak og er þeim ætlað að halda áfram að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins þaðan.Sjá einnig: Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta ÍrakÞetta sagði Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann er staddur í Afganistan. Hann útilokaði ekki að hermennirnir myndu ráðast gegn ISIS í Sýrlandi frá Írak. Hann sagðist þar að auki ætla að ræða við bandamenn Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins á næstu vikum og þú um framtíð baráttunnar gegn ISIS. Þar að auki viðurkenndi Esper, samkvæmt AP fréttaveitunni, að til einhverra bardaga hefði komið á milli sýrlenskra Kúrda annars vegar og Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarhópa sem þeir styðja hins vegar. Þrátt fyrir það héldi vopnahléið að mestu leyti.Uppreisnarmenn þessir, sem margir eru sagðir tengjast al-Qaeda og ISIS, hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í innrás Tyrkja.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump birti í dag tíst þar sem hann kallaði Esper, Esperanto, væntanlega fyrir mistök, og hafði eftir honum að vopnahléið héldi og einungis smáir bardagar hefðu átt sér stað. Þá hafði hann sömuleiðis eftir Esper að verið væri að flytja Kúrdana um set, búið væri að tryggja olíuna og hermennirnir væru á leið heim.Enginn getur eða vill útskýra Margt af þessu er kolrangt og hitt er óskiljanlegt, eins og bent er á í frétt New York Times. Starfsmenn Trump hafa til dæmis ekki getað útskýrt fyrir blaðamönnum ytra hvað forsetinn á við þegar hann sagði Esper hafa sagt að búið væri að tryggja olíuna. Trump sjálfur hunsaði spurninguna þegar hann var spurður út í það í dag.Hann hélt þessu einnig fram á föstudaginn.Nokkrum klukkustundum síðar var tístinu eytt og það birt aftur. Þá var nafn Esper rétt og var búið að taka út þann hluta ummælanna sem Trump eignaði Esper og fjallaði um að hermennirnir væru á leið heim.“The ceasefire is holding up very nicely. There are some minor skirmishes that have ended quickly. New areas being resettled with Kurds. U.S. soldiers are not in combat or ceasefire zone. We have secured the Oil.” Mark Esper, Secretary of Defense. Ending endless wars! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Mustafa Bali, talsmaður Sýrlenska lýðræðishersins (SDF), sem sýrlenskir Kúrdar leiða, gagnrýndi tíst Trump harðlega. „Að ýta undir þjóðarmorðið sem á sér nú stað er mesta móðgunin gagnvart okkar fólki hingað til. Með allri virðingu, herra forseti, hvað veldur því að þú telur þig eiga rétt á því að flytja milljónir Kúrda frá heimilum þeirra? Er það ekki þjóðernishreinsun?“ sagði Bali.Encouraging the ongoing genocide campaign is by far the greatest insult to our people so far. With all due respect, Mr. President, what makes you think you have the right to drive millions of Kurds out of their homes and resettle them elsewhere? Isn’t this ethnic cleansing? https://t.co/FZ45jRcqie — Mustafa Bali (@mustefabali) October 20, 2019 Vopnahléið sem Bandaríkin sömdu um við Tyrki, hefur sömuleiðis verið harðlega gagnrýnt og þá sérstaklega fyrir það að Bandaríkin virðist hafa gefið eftir öllum kröfum Tyrkja. Tyrkir segjast vilja stofna öryggissvæði sem nái um 30 kílómetra inn í Sýrland frá landamærum ríkjanna. Þar standi til að koma einhverjum af þeim um 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Þó hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, gefið í skyn að hann vilji stjórna mun stærri hluta af Sýrlandi. BBC vísar í orð forsetans í dag þar sem hann krafðist þess að Kúrdar yfirgæfu svæðið fyrir þriðjudagskvöld. Annars muni Tyrkir „halda áfram að kremja höfuð hryðjuverkamanna“, eins og hann orðaði það.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Sagan á bakvið myndina umdeildu Fundur Demókrata og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær heppnaðist ekki vel. 17. október 2019 13:45 Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. 16. október 2019 15:51 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Sagan á bakvið myndina umdeildu Fundur Demókrata og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær heppnaðist ekki vel. 17. október 2019 13:45
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. 16. október 2019 15:51
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00
Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55
Erdogan fleygði „harðjaxlabréfi“ Trumps beint í ruslið Þetta herma heimildir breska ríkisútvarpsins en umrætt bréf hefur vakið mikla athygli. 17. október 2019 10:14