Fjórir fá dauðadóm vegna Marokkó-morðanna Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2019 10:34 Mennirnir þrír sem myrtu þær Maren Ueland og Louisu Vesterager. Dómstóll í Marokkó dæmdi í gær fjóra af þeim 24, sem áður höfðu verið fundnir sekir um morð á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllum í dsember síðastliðinn, til dauða. Þrír þeirra höfðu áður játað sök í málinu og verið dæmdir til dauða á lægra dómstigi í sumar, en dómstóllinn þyngdi dóminn yfir einum, úr lífstíðarfangelsi og í dauðadóm. Khaled Fataoui, lögmaður aðstandenda hinnar dönsku Louisu Vesterager, segir í samtali við NRK að þeir þrír sem dæmdir voru til dauða í sumar vilji að dómnum verði fullnægt. Dauðadómi hefur ekki verið fullnægt í Marokkó frá árinu 1993. „Þessir þrír sögðust ekki vilja hljóta dóm sem ekki yrði fullnægt,“ sagði Fataoui.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookFjórði maðurinn, sem hlaut dauðadóm í gær en hafði áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, var með hinum þremur í Atlasfjöllum en yfirgaf staðinn áður en konurnar voru myrtar. Vestager og hin norska Maren Ueland, 28 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum. Auk þessara fjögurra manna voru tuttugu menn til viðbótar dæmdir í fangelsi í sumar, frá fimm árum og upp í þrjátíu árum, meðal annars fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum. Allir áfrýjuðu þeir dómunum, en í gær var dómi yfir einum þeirra þyngt í sjö ára fangelsi. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Dómstóll í Marokkó dæmdi í gær fjóra af þeim 24, sem áður höfðu verið fundnir sekir um morð á tveimur norrænum konum í Atlasfjöllum í dsember síðastliðinn, til dauða. Þrír þeirra höfðu áður játað sök í málinu og verið dæmdir til dauða á lægra dómstigi í sumar, en dómstóllinn þyngdi dóminn yfir einum, úr lífstíðarfangelsi og í dauðadóm. Khaled Fataoui, lögmaður aðstandenda hinnar dönsku Louisu Vesterager, segir í samtali við NRK að þeir þrír sem dæmdir voru til dauða í sumar vilji að dómnum verði fullnægt. Dauðadómi hefur ekki verið fullnægt í Marokkó frá árinu 1993. „Þessir þrír sögðust ekki vilja hljóta dóm sem ekki yrði fullnægt,“ sagði Fataoui.Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust látnar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn.Myndir/FacebookFjórði maðurinn, sem hlaut dauðadóm í gær en hafði áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi, var með hinum þremur í Atlasfjöllum en yfirgaf staðinn áður en konurnar voru myrtar. Vestager og hin norska Maren Ueland, 28 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þær fundust síðan látnar í hlíðum fjallsins mánudaginn 17. desember. Einn ódæðismannanna tók morðin upp á myndband en það fór síðar í dreifingu á samfélagsmiðlum. Auk þessara fjögurra manna voru tuttugu menn til viðbótar dæmdir í fangelsi í sumar, frá fimm árum og upp í þrjátíu árum, meðal annars fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum. Allir áfrýjuðu þeir dómunum, en í gær var dómi yfir einum þeirra þyngt í sjö ára fangelsi.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira