Gul viðvörun um allt land á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 9. nóvember 2019 10:00 Víða verður vindasamt á morgun. Skjáskot Í dag stefnir í suðaustlæga átt og rigningu um sunnanvert landið en þurrt verður fyrir norðan. Einnig er spáð rigningu á vestanverðu landinu. Þar styttir upp þegar líður á daginn. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið á morgun. Á morgun má búast við öflugri lægð og er útlit fyrir suðaustan storm eða rok um allt land, fyrst um landið suðvestanvert og verður víða hellirigning sunnan heiða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Hann segir enn fremur að það teljist mjög líklegt að veðrið eigi þá eftir að raska samgöngum víða. Þá byrjar ekki að draga úr vindinum fyrr en annað kvöld og þá fyrst suðvestanlands. Dregur úr vindi eftir helgi og kólnar um allt land. Á morgun er spáð 18-28 metrum á sekúndu, fyrst suðvestantil á landinu. Einnig má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, 30-38 metrum á sekúndu. Fer að lægja suðvestantil á sunnudagskvöld, en norðaustantil á mánudagsmorgun. Í ábendingu til vegfarenda kemur fram að frá kl. 13-14 á morgun megi reikna með hviðum allt að 35-40 metrum á sekúndu og slagveðursrigningu á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og eins undir Eyjafjöllum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðaustan 5-13 m/s, en 13-18 norðaustan- og austanlands. Talsverð rigning eða slydda á Suðausturlandi og Austfjörðum, en stöku skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag: Suðaustan 5-13 og skúrir eða él, hiti 0 til 4 stig. Þurrt og bjart að mestu á Norður- og Austurlandi og frost að 7 stigum.Á miðvikudag: Norðaustan 5-10 og dálítil él um landið norðaustanvert, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 5 stig.Á fimmtudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en lítils háttar él með norður- og austurströndinni. Kalt í veðri.Á föstudag: Útlit fyrir ört vaxandi sunnanátt með úrkomu og hlýnandi veðri. Veður Tengdar fréttir Búist við stormi á Faxaflóasvæðinu og á Suðurlandi Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og á Faxaflóasvæðinu síðdegis og í kvöld þar sem búist er við stormi og allt að 25 metrum á sekúndu. 8. nóvember 2019 07:05 Spáir stormi suðvestanlands á morgun Hvessa á í nótt og í fyrramálið, einkum um landið suðvestanvert. 7. nóvember 2019 07:20 Kraftmeiri stormur í kortunum á sunnudag Það brestur á með suðaustanstormi um landið suðvestanvert og á miðhálendinu í dag. 8. nóvember 2019 14:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Í dag stefnir í suðaustlæga átt og rigningu um sunnanvert landið en þurrt verður fyrir norðan. Einnig er spáð rigningu á vestanverðu landinu. Þar styttir upp þegar líður á daginn. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið á morgun. Á morgun má búast við öflugri lægð og er útlit fyrir suðaustan storm eða rok um allt land, fyrst um landið suðvestanvert og verður víða hellirigning sunnan heiða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Hann segir enn fremur að það teljist mjög líklegt að veðrið eigi þá eftir að raska samgöngum víða. Þá byrjar ekki að draga úr vindinum fyrr en annað kvöld og þá fyrst suðvestanlands. Dregur úr vindi eftir helgi og kólnar um allt land. Á morgun er spáð 18-28 metrum á sekúndu, fyrst suðvestantil á landinu. Einnig má búast við hvössum vindhviðum við fjöll, 30-38 metrum á sekúndu. Fer að lægja suðvestantil á sunnudagskvöld, en norðaustantil á mánudagsmorgun. Í ábendingu til vegfarenda kemur fram að frá kl. 13-14 á morgun megi reikna með hviðum allt að 35-40 metrum á sekúndu og slagveðursrigningu á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og eins undir Eyjafjöllum.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Suðaustan 5-13 m/s, en 13-18 norðaustan- og austanlands. Talsverð rigning eða slydda á Suðausturlandi og Austfjörðum, en stöku skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Hiti 1 til 5 stig.Á þriðjudag: Suðaustan 5-13 og skúrir eða él, hiti 0 til 4 stig. Þurrt og bjart að mestu á Norður- og Austurlandi og frost að 7 stigum.Á miðvikudag: Norðaustan 5-10 og dálítil él um landið norðaustanvert, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 5 stig.Á fimmtudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en lítils háttar él með norður- og austurströndinni. Kalt í veðri.Á föstudag: Útlit fyrir ört vaxandi sunnanátt með úrkomu og hlýnandi veðri.
Veður Tengdar fréttir Búist við stormi á Faxaflóasvæðinu og á Suðurlandi Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og á Faxaflóasvæðinu síðdegis og í kvöld þar sem búist er við stormi og allt að 25 metrum á sekúndu. 8. nóvember 2019 07:05 Spáir stormi suðvestanlands á morgun Hvessa á í nótt og í fyrramálið, einkum um landið suðvestanvert. 7. nóvember 2019 07:20 Kraftmeiri stormur í kortunum á sunnudag Það brestur á með suðaustanstormi um landið suðvestanvert og á miðhálendinu í dag. 8. nóvember 2019 14:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Sjá meira
Búist við stormi á Faxaflóasvæðinu og á Suðurlandi Gular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi og á Faxaflóasvæðinu síðdegis og í kvöld þar sem búist er við stormi og allt að 25 metrum á sekúndu. 8. nóvember 2019 07:05
Spáir stormi suðvestanlands á morgun Hvessa á í nótt og í fyrramálið, einkum um landið suðvestanvert. 7. nóvember 2019 07:20
Kraftmeiri stormur í kortunum á sunnudag Það brestur á með suðaustanstormi um landið suðvestanvert og á miðhálendinu í dag. 8. nóvember 2019 14:39