Sýknaður af árás á fyrrverandi kærustu vegna ósamræmis í framburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2019 15:48 Maðurinn neitaði að sjá sig um málið bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína 15. maí í fyrra hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands. Ósamræmi í framburði konunnar við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi leiddi til sýknudóms þar sem ekki þótti sannað án frekari gagna að maðurinn hefði gerst sekur. Maðurinn var sakaður um að hafa ýtt konunni niður stiga, tekið í hár hennar og skellt henni í vegg. Þá hefði hann skallað hana í höfuðið og tekið hana hálstaki. Afleiðingarnar hefðu verið þær að konan hlaut mar og yfirborðsáverka á hálsi, mar á brjóstkassa, mar á hægri öxl, upphandlegg og olnboga, hrufl á hægra hné, mar á innanverðu vinstra hné og marbletti á il á vinstri fæti. Gerð var krafa um 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir konuna. Dómur var kveðinn upp í héraði þann 11. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef dómstólsins.Tjáði sig ekki um málið Karlmaðurinn nýtti sér rétt sinn, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að tjá sig ekki um sakargiftir eða svara einstökum spurningum. Við úrlausn málsins lá því aðeins til grundvallar framburður konunnar. Bar hún á þann veg fyrir dómi að kærastinn fyrrverandi hefði ýtt á bakið á henni og hún við það dottið fram fyrir sig niður stigann fyrir framan íbúð hennar. Þar hefði hann komið að henni og tekið hana hálstaki upp við vegginn. Hún hafi síðan náð að losna undan takinu með því að stinga fingri í augu hans, hlaupið af stað upp stigann en hann þá náð taki á hári hennar og togað hana niður í gólfið. Þegar hún hefði svo staðið upp af gólfinu hefði hún skallað hann í höfuðið, en dómurinn tekur tillit til þess að konan hafi líklega átt við að hann hefði skallað hana. Hún hefði svo reynt að fela sig og finna síma til að hringja í lögregluna. Hann hefði þá gripið aftur í hana, byrjað að hrista hana, hún náð að rífa sig lausa og hlaupa upp til nágranna síns og banka þar endurtekið á dyrnar.Trúverðugur framburður en ósamræmi Dómurinn hnaut um það að þessi frásögn konunnar væri öðruvísi en hjá lögreglu. Þar hefði konan tjáð lögreglu að hún hefði opnað fyrir kærastanum fyrrverandi um nóttina og hann komist gegn vilja hennar inn í íbúðina. Hún hefði náð að ýta honum út og fram á stigagang en hann þá ýtt á bak hennar með þeim afleiðingum að hún féll niður stigann. Hann hefði þar sett fót sinn yfir hana, en hún samt komist á fætur og hlaupið upp stigann. Er hún hefði verið á leiðinni inn í íbúð sína hefði hann gripið í hár hennar en hún þó náð að losa sig undan honum. Hann hefði þó komist inn í íbúð hennar, hún þá reynt að fela sig þar á bak við sófa en hann þá komið og skallað hana í höfuðið, vinstra megin.Ekki nægileg sönnun Hún hefði reynt að henda honum út en hann þá tekið hana hálstaki. Hefði henni tekist að losna úr því með því að setja fingur í augu hans og hlaupa síðan upp og banka á dyr nágranna hennar á hæðinni fyrir ofan. „Að virtu framangreindu er það er mat dómsins að þótt framburður brotaþola fyrir dómi um framvindu atburða í greint hafi í sjálfu sér verið trúverðugur verður ekki fram hjá því litið að í honum gætir nokkurs ósamræmis gagnvart því sem hún hafði áður borið um hjá lögreglu, sem aftur rýrir óhjákvæmilega trúverðugleika hans og sönnunargildi,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þar sem framburður hennar fær ekki stuðning af öðrum gögnum en vottorði læknis um þá áverka sem greindust á henni þykir, gegn neitun ákærða, ekki komin fram nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum,um aðákærði hafi í greint sinn ráðist að brotaþola á þann hátt og með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir.“ Var kærastinn fyrrverandi því sýknaður af ákæru. Dómsmál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína 15. maí í fyrra hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands. Ósamræmi í framburði konunnar við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi leiddi til sýknudóms þar sem ekki þótti sannað án frekari gagna að maðurinn hefði gerst sekur. Maðurinn var sakaður um að hafa ýtt konunni niður stiga, tekið í hár hennar og skellt henni í vegg. Þá hefði hann skallað hana í höfuðið og tekið hana hálstaki. Afleiðingarnar hefðu verið þær að konan hlaut mar og yfirborðsáverka á hálsi, mar á brjóstkassa, mar á hægri öxl, upphandlegg og olnboga, hrufl á hægra hné, mar á innanverðu vinstra hné og marbletti á il á vinstri fæti. Gerð var krafa um 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir konuna. Dómur var kveðinn upp í héraði þann 11. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef dómstólsins.Tjáði sig ekki um málið Karlmaðurinn nýtti sér rétt sinn, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að tjá sig ekki um sakargiftir eða svara einstökum spurningum. Við úrlausn málsins lá því aðeins til grundvallar framburður konunnar. Bar hún á þann veg fyrir dómi að kærastinn fyrrverandi hefði ýtt á bakið á henni og hún við það dottið fram fyrir sig niður stigann fyrir framan íbúð hennar. Þar hefði hann komið að henni og tekið hana hálstaki upp við vegginn. Hún hafi síðan náð að losna undan takinu með því að stinga fingri í augu hans, hlaupið af stað upp stigann en hann þá náð taki á hári hennar og togað hana niður í gólfið. Þegar hún hefði svo staðið upp af gólfinu hefði hún skallað hann í höfuðið, en dómurinn tekur tillit til þess að konan hafi líklega átt við að hann hefði skallað hana. Hún hefði svo reynt að fela sig og finna síma til að hringja í lögregluna. Hann hefði þá gripið aftur í hana, byrjað að hrista hana, hún náð að rífa sig lausa og hlaupa upp til nágranna síns og banka þar endurtekið á dyrnar.Trúverðugur framburður en ósamræmi Dómurinn hnaut um það að þessi frásögn konunnar væri öðruvísi en hjá lögreglu. Þar hefði konan tjáð lögreglu að hún hefði opnað fyrir kærastanum fyrrverandi um nóttina og hann komist gegn vilja hennar inn í íbúðina. Hún hefði náð að ýta honum út og fram á stigagang en hann þá ýtt á bak hennar með þeim afleiðingum að hún féll niður stigann. Hann hefði þar sett fót sinn yfir hana, en hún samt komist á fætur og hlaupið upp stigann. Er hún hefði verið á leiðinni inn í íbúð sína hefði hann gripið í hár hennar en hún þó náð að losa sig undan honum. Hann hefði þó komist inn í íbúð hennar, hún þá reynt að fela sig þar á bak við sófa en hann þá komið og skallað hana í höfuðið, vinstra megin.Ekki nægileg sönnun Hún hefði reynt að henda honum út en hann þá tekið hana hálstaki. Hefði henni tekist að losna úr því með því að setja fingur í augu hans og hlaupa síðan upp og banka á dyr nágranna hennar á hæðinni fyrir ofan. „Að virtu framangreindu er það er mat dómsins að þótt framburður brotaþola fyrir dómi um framvindu atburða í greint hafi í sjálfu sér verið trúverðugur verður ekki fram hjá því litið að í honum gætir nokkurs ósamræmis gagnvart því sem hún hafði áður borið um hjá lögreglu, sem aftur rýrir óhjákvæmilega trúverðugleika hans og sönnunargildi,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þar sem framburður hennar fær ekki stuðning af öðrum gögnum en vottorði læknis um þá áverka sem greindust á henni þykir, gegn neitun ákærða, ekki komin fram nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum,um aðákærði hafi í greint sinn ráðist að brotaþola á þann hátt og með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir.“ Var kærastinn fyrrverandi því sýknaður af ákæru.
Dómsmál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira