Í tilefni af 8. nóvember Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 07:30 Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, geta þau þróast í einelti eða útilokun, sem jafnvel getur varað árum saman. Einelti gegn barni getur hafa þróast í langan tíma áður en það verður augljóst þeim fullorðnu. Mikilvægt er að takast á við einelti, þegar það kemur upp, en allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í nokkur ár boðið leikskólum upp á forvarnarefni gegn einelti sem er mjög árangursríkt og mikil ánægja er með. Efnið nefnist Vinátta, en Fri for mobberi á dönsku, en það á uppruna sinn að rekja til Danmerkur. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum; umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki sem eru samofin öllu efninu. Efninu er ætlað að þjálfa félags- og tilfinningaþroska barna og stuðla að góðum skólabrag og samkennd í barnahópnum. Nú eru um 55% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu fyrir börn frá 0- 6 ára. Efni fyrir grunnskóla er í tilraunavinnu og verður fljótlega í boði fyrir alla grunnskóla. Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundinn vandi. Einelti þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Skortur er á samhyggð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd, börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn er ár hvert þann 8. nóvember, vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja foreldra og alla þá sem vinna með börnum að taka höndum saman og koma í veg fyrir einelti í barnahópum. Það er gert með því að kenna börnum að sýna samhyggð, umburðarlyndi og umhyggju. Og ekki síst með því að vera góðar fyrirmyndir barnanna okkar í orði og verki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er börnum og foreldrum þeirra mikilvægara en að börnunum líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“, eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, geta þau þróast í einelti eða útilokun, sem jafnvel getur varað árum saman. Einelti gegn barni getur hafa þróast í langan tíma áður en það verður augljóst þeim fullorðnu. Mikilvægt er að takast á við einelti, þegar það kemur upp, en allra mikilvægast er að koma í veg fyrir að jarðvegur skapist fyrir einelti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í nokkur ár boðið leikskólum upp á forvarnarefni gegn einelti sem er mjög árangursríkt og mikil ánægja er með. Efnið nefnist Vinátta, en Fri for mobberi á dönsku, en það á uppruna sinn að rekja til Danmerkur. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og ákveðinni hugmyndafræði og gildum; umhyggju, umburðarlyndi, virðingu og hugrekki sem eru samofin öllu efninu. Efninu er ætlað að þjálfa félags- og tilfinningaþroska barna og stuðla að góðum skólabrag og samkennd í barnahópnum. Nú eru um 55% leikskóla á Íslandi að vinna með Vináttu fyrir börn frá 0- 6 ára. Efni fyrir grunnskóla er í tilraunavinnu og verður fljótlega í boði fyrir alla grunnskóla. Einelti er félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundinn vandi. Einelti þrífst í umhverfi þar sem lítið umburðarlyndi er fyrir margbreytileikanum, í aðstæðum sem þeir hafa ekkert val um að vera í, þ.e. skóla eða bekkjardeild. Skortur er á samhyggð og góðum félagsanda og því þróast gjarnan samskiptamynstur sem byggist á útilokun. Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis. Þar er samkennd, börnin njóta virðingar og finna sér sinn eðlilega sess í hópnum, sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna og hvers þau eru megnug. Það er á ábyrgð okkar fullorðna fólksins að búa börnunum slíkt umhverfi. Í tilefni af Degi gegn einelti, sem haldinn er ár hvert þann 8. nóvember, vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja foreldra og alla þá sem vinna með börnum að taka höndum saman og koma í veg fyrir einelti í barnahópum. Það er gert með því að kenna börnum að sýna samhyggð, umburðarlyndi og umhyggju. Og ekki síst með því að vera góðar fyrirmyndir barnanna okkar í orði og verki. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun