Njótum jólanna án þess að kála okkur Björk Eiðsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 10:00 Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur heldur námskeið fyrir þá sem hafa ekki náð að forgangsraða heilsunni í hversdeginum. Fréttablaðið/Hanna Á Heilsustofnuninni Hveragerði er í desember boðið upp á helgarnámskeið í heilsu með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi sem aðstoðar fólk við að halda sér á sporinu í mánuði allsnægta. Fram undan er desember, jólamánuðurinn, mánuður matar og víns, slökunar og notalegrar samveru með ofgnótt veitinga í föstu og f ljótandi formi. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur heldur námskeið á Heilsustofnuninni Hveragerði fyrstu tvær helgarnar í desember sem er ætlað að vera í senn hressandi og afslappandi og hjálpa fólki að koma sér af stað í heilbrigðara líferni. Geir Gunnar hefur boðið upp á lengri námskeið hingað til en segir þau ekki henta í desembermánuði, einmitt þegar fólk þarf hvað mest á aðstoð að halda.Að bera ábyrgð á eigin heilsu „Nútímalíferni okkar býður upp á alltof mikið stress, svefnleysi, hreyfingarleysi og skyndibita. Þetta er námskeið fyrir þá sem eru komnir í vítahring óheilbrigðs lífernis og vantar smá „kick start“ í átt að hollari lífsháttum. Ef þú nærð ekki að forgangsraða heilsunni í hversdeginum er þetta námskeið fyrir þig. Fólk þarf samt ekkert að vera á slæmum stað heilsulega séð til þess að sækja þetta námskeið því lengi getur gott batnað. Ég myndi segja að þetta væri námskeið hugsað fyrir alla þá sem vilja læra að bera ábyrgð á eigin heilsu,“ segir Geir Gunnar.Skynsamleg skref en ekki átak En hversu miklu ætli sé áorkað á einni helgi á meðan fólk er oft að berjast hálfa ævina við að breyta lífsstíl sínum til betri vegar? „Það verða svo sem engin kraftaverk unnin á einni helgi en það er von mín að hver og einn geti tekið með sér punkta tengda bættri heilsu sinni, svo sem um betra mataræði, betri svefn, markvissari hreyfingu og sterkari andlega heilsu.“Láta ekki stórhátíðir skemma Eins og fyrr segir hefur Geir Gunnar áður staðið fyrir slíkum námskeiðum en þá alltaf vikulöngum. „Vikunámskeið er ekki praktískt í öllum þeim jólahlaðborðum, jólatónleikum og jólaundirbúningi sem heltekur desember. Því langaði okkur á Heilsustofnun að prófa að vera með stíft helgarnámskeið í desember og leggja grunn að góðri heilsu um jólin og á nýju ári. Mín reynsla úr líkamsræktarbransanum og næringarfræðinni hefur kennt mér það að það eru allt of margir sem koma með offorsi á námskeið og skrá sig í ræktina í fyrstu vikunni í janúar en eru allt of oft dottnir aftur í sama gamla óholla lífsstílinn áður en febrúar hefst. Því er þetta námskeið mikilvægt til að kenna fólki að láta ekki stórhátíðir eins og jólin skemma heilsusamlegan lífsstíl, enda alveg 100 prósent öruggt að það koma jól, páskar, afmæli, sumarfrí og veislur á hverju einasta ári en það er ekkert víst að þú haldir heilsunni þessi ár ef þú ferð ekki að setja hana í forgang.“ Jólin aðeins ein vika ársins Geir Gunnar ráðleggur fólki að ganga hægt um gleðinnar dyr í desember. „Njótum jólanna og undirbúningsins án þess að kála okkur í óhollustunni. Njótum góðrar samveru með vinum og ættingjum. Notum frítímann sem við fáum um jólin til að hreyfa okkar meira. Ef þú vilt gefa góða jólagjöf gefðu þá sjálfum þér og þínum góða heilsu. Svo má líka benda á það að jólin sjálf, það er að segja aðfangadagur til nýársdags, eru rétt rúm vika og þótt þú farir út af sporinu í mataræði og hreyfingu þessa viku þá skiptir það litlu máli í stóra heilsusamhenginu því það eru 52 vikur í einu ári.“Einfaldar reglur Geirs Gunnars „Einfaldar og ekki einfaldar en þessar reglur eru að minnsta kosti eitthvað sem ég hef verið að tileinka mér í gegnum áratugina og hefur reynst mér nokkuð vel.“Borða hollan morgunmat alla daga.Borðað alvöru mat úr náttúrunni.Ekki borða neitt eftir kl. 19.00 á kvöldin, sex sinnum í viku.Ekki drekka sykraða eða sætuefnis gosdrykki.Finna hreyfingu sem er skemmtileg og stunda hana reglulega.Njóta hreyfingar í náttúrunni.Stefna að því að ná 7-8 tíma órofnum nætursvefni.Ekkert koffín eftir klukkan 16 á daginn.Næra sálina – muna að brosa alla daga.Vertu besti vinur þinn.Verum fyrirmyndir annarra og sérstaklega barnanna okkar í heilsueflingu. Það er besta forvörnin og þú ert frekar til staðar fyrir börnin þín ef þú hugsar um heilsu þína og börnum okkar veitir ekkert af góðum fyrirmyndum í Instagram-heiminum sem þau lifa í. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hveragerði Mest lesið Var stundum kallaður Jesús Jólin Gömul þula um Grýlubörn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Teymi styrkir Neistann Jól Matarstell fyrir fjóra (16 stykki) - Tilboð 3.493 kr. (verð áður 4.990 kr.) Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum Jól Öðru vísi jólaverslun Jól
Á Heilsustofnuninni Hveragerði er í desember boðið upp á helgarnámskeið í heilsu með Geir Gunnari Markússyni næringarfræðingi sem aðstoðar fólk við að halda sér á sporinu í mánuði allsnægta. Fram undan er desember, jólamánuðurinn, mánuður matar og víns, slökunar og notalegrar samveru með ofgnótt veitinga í föstu og f ljótandi formi. Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur heldur námskeið á Heilsustofnuninni Hveragerði fyrstu tvær helgarnar í desember sem er ætlað að vera í senn hressandi og afslappandi og hjálpa fólki að koma sér af stað í heilbrigðara líferni. Geir Gunnar hefur boðið upp á lengri námskeið hingað til en segir þau ekki henta í desembermánuði, einmitt þegar fólk þarf hvað mest á aðstoð að halda.Að bera ábyrgð á eigin heilsu „Nútímalíferni okkar býður upp á alltof mikið stress, svefnleysi, hreyfingarleysi og skyndibita. Þetta er námskeið fyrir þá sem eru komnir í vítahring óheilbrigðs lífernis og vantar smá „kick start“ í átt að hollari lífsháttum. Ef þú nærð ekki að forgangsraða heilsunni í hversdeginum er þetta námskeið fyrir þig. Fólk þarf samt ekkert að vera á slæmum stað heilsulega séð til þess að sækja þetta námskeið því lengi getur gott batnað. Ég myndi segja að þetta væri námskeið hugsað fyrir alla þá sem vilja læra að bera ábyrgð á eigin heilsu,“ segir Geir Gunnar.Skynsamleg skref en ekki átak En hversu miklu ætli sé áorkað á einni helgi á meðan fólk er oft að berjast hálfa ævina við að breyta lífsstíl sínum til betri vegar? „Það verða svo sem engin kraftaverk unnin á einni helgi en það er von mín að hver og einn geti tekið með sér punkta tengda bættri heilsu sinni, svo sem um betra mataræði, betri svefn, markvissari hreyfingu og sterkari andlega heilsu.“Láta ekki stórhátíðir skemma Eins og fyrr segir hefur Geir Gunnar áður staðið fyrir slíkum námskeiðum en þá alltaf vikulöngum. „Vikunámskeið er ekki praktískt í öllum þeim jólahlaðborðum, jólatónleikum og jólaundirbúningi sem heltekur desember. Því langaði okkur á Heilsustofnun að prófa að vera með stíft helgarnámskeið í desember og leggja grunn að góðri heilsu um jólin og á nýju ári. Mín reynsla úr líkamsræktarbransanum og næringarfræðinni hefur kennt mér það að það eru allt of margir sem koma með offorsi á námskeið og skrá sig í ræktina í fyrstu vikunni í janúar en eru allt of oft dottnir aftur í sama gamla óholla lífsstílinn áður en febrúar hefst. Því er þetta námskeið mikilvægt til að kenna fólki að láta ekki stórhátíðir eins og jólin skemma heilsusamlegan lífsstíl, enda alveg 100 prósent öruggt að það koma jól, páskar, afmæli, sumarfrí og veislur á hverju einasta ári en það er ekkert víst að þú haldir heilsunni þessi ár ef þú ferð ekki að setja hana í forgang.“ Jólin aðeins ein vika ársins Geir Gunnar ráðleggur fólki að ganga hægt um gleðinnar dyr í desember. „Njótum jólanna og undirbúningsins án þess að kála okkur í óhollustunni. Njótum góðrar samveru með vinum og ættingjum. Notum frítímann sem við fáum um jólin til að hreyfa okkar meira. Ef þú vilt gefa góða jólagjöf gefðu þá sjálfum þér og þínum góða heilsu. Svo má líka benda á það að jólin sjálf, það er að segja aðfangadagur til nýársdags, eru rétt rúm vika og þótt þú farir út af sporinu í mataræði og hreyfingu þessa viku þá skiptir það litlu máli í stóra heilsusamhenginu því það eru 52 vikur í einu ári.“Einfaldar reglur Geirs Gunnars „Einfaldar og ekki einfaldar en þessar reglur eru að minnsta kosti eitthvað sem ég hef verið að tileinka mér í gegnum áratugina og hefur reynst mér nokkuð vel.“Borða hollan morgunmat alla daga.Borðað alvöru mat úr náttúrunni.Ekki borða neitt eftir kl. 19.00 á kvöldin, sex sinnum í viku.Ekki drekka sykraða eða sætuefnis gosdrykki.Finna hreyfingu sem er skemmtileg og stunda hana reglulega.Njóta hreyfingar í náttúrunni.Stefna að því að ná 7-8 tíma órofnum nætursvefni.Ekkert koffín eftir klukkan 16 á daginn.Næra sálina – muna að brosa alla daga.Vertu besti vinur þinn.Verum fyrirmyndir annarra og sérstaklega barnanna okkar í heilsueflingu. Það er besta forvörnin og þú ert frekar til staðar fyrir börnin þín ef þú hugsar um heilsu þína og börnum okkar veitir ekkert af góðum fyrirmyndum í Instagram-heiminum sem þau lifa í.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hveragerði Mest lesið Var stundum kallaður Jesús Jólin Gömul þula um Grýlubörn Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Teymi styrkir Neistann Jól Matarstell fyrir fjóra (16 stykki) - Tilboð 3.493 kr. (verð áður 4.990 kr.) Jólin Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Reyni að hafa pakkann persónubundinn Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum Jól Öðru vísi jólaverslun Jól