Einföld spurning fyrir „rannsakendur“ Kastljóss Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:35 Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um samansúrrað samráð og samskipti Kastljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuðstöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012. Þar birtust rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar og dylgjað var um íslenskan sjávarútveg yfirleitt. Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tækifæri til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan: „Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragandinn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“ Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“? Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum! Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegsmanna gegn íslensku samfélagi. Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslustöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðlabankinn niður skottið og afturkallaði kæruna. Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar réttarstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og annað sem óskað var eftir. „Glæpurinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kastljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs. Vinnslustöðin fékk ekki staðfesta vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu. Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma. Sérlega áhugavert er að formaður Blaðamannafélagsins skuli nú veita framferði Kastljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „aðhaldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræðissamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyrirtækja og láti þar við sitja? Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðlabankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum. Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lappirnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðlabankastjóra komast upp með að leyna upplýsingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeitingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg.Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Gögn sem birst hafa undanfarna daga staðfesta grun um samansúrrað samráð og samskipti Kastljóss RÚV og Seðlabanka Íslands í aðdraganda innrásar í höfuðstöðvar Samherja og við gerð makalausra Kastljósþátta í lok mars og byrjun apríl 2012. Þar birtust rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar og dylgjað var um íslenskan sjávarútveg yfirleitt. Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég tækifæri til að bera af Vinnslustöðinni sakir og sagði síðan: „Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss. Það vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss. Samherji daginn áður, strax í framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins. Við daginn eftir … Það sem er óhreint og stendur eftir er aðdragandinn og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“ Af þessu tilefni leyfi ég mér að leggja fyrir Helga Seljan og Sigmar Guðmundsson, ábyrgðarmenn umfjöllunar Kastljóss, einfalda spurningu: Standið þið enn við yfirlýsingu sem þið birtuð á sínum tíma og hljóðaði svo: „Vegna orða framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar vill Kastljós taka fram að þátturinn stendur í einu og öllu við umfjöllun sína“? Nú kemur nefnilega á daginn að tölvupóstar gengu linnulítið milli gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og RÚV. Póstur var til dæmis sendur frá RÚV daginn fyrir innrásina í Samherja og með honum uppkast að frétt um væntanlegar aðgerðir – til birtingar að aðgerðum loknum! Í Kastljósseríunni var Vinnslustöðin tekin fyrir sem dæmi um samsæri íslenskra útvegsmanna gegn íslensku samfélagi. Samvinna Kastljóss RÚV og Seðlabankans leiddi til rannsóknar bankans á tiltekinni starfsemi Vinnslustöðvarinnar, án vitneskju fyrirtækisins. Seðlabankinn kærði Vinnslustöðina í framhaldinu til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sem fór yfir málið og fann ekkert athugavert. Þá loksins lagði Seðlabankinn niður skottið og afturkallaði kæruna. Í þessu ferli höfðu stjórnarmenn og framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar réttarstöðu grunaðra í þrjú ár án þess að hafa hugmynd um það sjálfir! Á sama tíma veitti Vinnslustöðin gjaldeyriseftirliti Seðlabankans allar upplýsingar um viðskiptafærslur og annað sem óskað var eftir. „Glæpurinn“ fannst aldrei, enda ekki til nema sem hugarfóstur Kastljóss og gjaldeyriseftirlitsins sjálfs. Vinnslustöðin fékk ekki staðfesta vitneskju um það fyrr en löngu síðar að Seðlabankinn hefði allan tímann leikið tveimur skjöldum gagnvart fyrirtækinu. Atburðarásin sem hér er lýst er hvorki atriði úr bíómynd né skálduð lýsing á stjórnarháttum í einhverju bananalýðveldi sem Íslendingar kenna sig helst ekki við. Þetta er birtingarmynd samsæris og spillingar með sjálft Ríkisútvarpið og sjálfan Seðlabankann í aðalhlutverkum, væntanlega með vitneskju og velþóknun forystumanna ríkisstjórnar landsins á sínum tíma. Sérlega áhugavert er að formaður Blaðamannafélagsins skuli nú veita framferði Kastljóss heilbrigðisvottorð sem nauðsynlegu „aðhaldshlutverki“ og „heimildarvernd“ til að sinna skyldum sínum sem fjölmiðli í lýðræðissamfélagi. Helgar þá tilgangurinn meðalið? Hvernig gagnast það lýðræði að Kastljós beri á borð dylgjur og ósannindi um lögbrot fyrirtækja og láti þar við sitja? Kastljós RÚV fór með falsfréttir og stærði sig meira að segja af því að vera gerandi í „rannsókn“ á meintum lögbrotum. Ekkert stendur nú eftir nema skömm RÚV og Seðlabankans. Kastljós hefur enga tilburði sýnt til að segja frá því sem sannara reyndist og því síður biðjast velvirðingar á vinnubrögðum sínum. Við getum þrátt fyrir allt prísað okkur sæl yfir því að lögregla og dómstólar stóðu í lappirnar. Þökk sé líka forsætisráðherra og nýjum seðlabankastjóra fyrir að láta ekki fyrri seðlabankastjóra komast upp með að leyna upplýsingum um skandalinn. Sérstaklega ber að þakka að jafnframt því sem forsætisráðherra vísaði málinu til lögreglu voru opinberuð skjöl sem staðfesta sameiginlega og grófa misbeitingu valds í Efstaleiti og við Kalkofnsveg.Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar