Jónsi setur kyrrsettu eignirnar á Spítalastíg á sölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 15:45 Átta skráðar íbúðir eru í húsunum og 12 útleigurými í notkun. Vísir/rakel Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós, hefur auglýst tíu eignir sínar við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur til sölu. Núverandi heildarfasteignamat lóða og mannvirkja er rétt rúmar 300 milljónir króna, en á eignunum hvílir kyrrsetningargerð tollstjóra sem nemur 638 milljónum króna. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember 2017 að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavikur í byrjun síðasta mánaðar á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Málinu hefur verið vísað til Landsréttar og eru eignir liðsmanna Sigur Rósar áfram kyrrsettar þangað til dómstóllinn tekur málið fyrir. Það á jafnt við um fyrrnefndar eignir Jóns Þórs við Spítalastíg, sem og einbýlishús trommarans Orra Páls Dýrasonar í Skerjafirði sem einnig hefur verið sett á söluskrá. Á fasteignavef Vísis er eignum Jónsa við Spítalastíg lýst sem „athyglisverðum fjárfestingarkosti í miðbænum.“ Eins og sakir standa séu 8 skráðar íbúðir í húsunum og 12 útleigurými í notkun; ýmist 2ja og 3ja herbergja í búðir auk stúdíóíbúða. Flestar íbúðirnar eru sagðar í góðu ástandi og að margt hafi verið endurnýjað. Ekkert verð er sett á eignirnar heldur er óskað eftir tilboðum. Skeifan fasteignasala Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Samanlagt fasteignamat íbúðanna þriggja er 106,9 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 133,7 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 29,5 milljónir króna. Auk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir, sú fyrri er 301 fermetri að stærð og sú síðari 325 fermetrar. Lóðin við Spítalastíg 6A er metin á rúmlega 13,5 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 16,6 milljónir króna. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Kyrrsetningin tekur jafnframt til þriggja annarra fasteigna; við Fischersund 3, Eyrarbrautar 19 í Árborg og helmingshlutar í Bergstaðastræti 22. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasala er ein leið í söluferli sem þessu að lögmenn viðkomandi útfylla yfirlýsingu um leyfi til afléttingar kyrrsetningunni gegn greiðslu andvirðis, eins og um hefðbundið fjárnám væri að ræða. Í þessu tilfelli væri það greiðsla til tollstjóra sem myndi þá fara með vörslu þessa andvirðis þar til niðurstaða fæst í Landsrétti. Andvirði eignarinnar þyrfti að standa undir upphæð kyrrsetningarinnar. Nánar má fræðast um eignirnar á Spítalastíg á fasteignavef Vísis. Fréttin var uppfærð með nánari upplýsingum um söluferlið. SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA Hús og heimili Reykjavík Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56 Orri Páll selur einbýli í Skerjafirði á 139,9 milljónir Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari Sigurrósar, hefur sett 270 fm einbýlishús sitt á sölu. 31. október 2019 18:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jón Þór Birgisson, eða Jónsi í Sigur Rós, hefur auglýst tíu eignir sínar við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur til sölu. Núverandi heildarfasteignamat lóða og mannvirkja er rétt rúmar 300 milljónir króna, en á eignunum hvílir kyrrsetningargerð tollstjóra sem nemur 638 milljónum króna. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember 2017 að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavikur í byrjun síðasta mánaðar á grundvelli laga um tvöfalda refsingu. Málinu hefur verið vísað til Landsréttar og eru eignir liðsmanna Sigur Rósar áfram kyrrsettar þangað til dómstóllinn tekur málið fyrir. Það á jafnt við um fyrrnefndar eignir Jóns Þórs við Spítalastíg, sem og einbýlishús trommarans Orra Páls Dýrasonar í Skerjafirði sem einnig hefur verið sett á söluskrá. Á fasteignavef Vísis er eignum Jónsa við Spítalastíg lýst sem „athyglisverðum fjárfestingarkosti í miðbænum.“ Eins og sakir standa séu 8 skráðar íbúðir í húsunum og 12 útleigurými í notkun; ýmist 2ja og 3ja herbergja í búðir auk stúdíóíbúða. Flestar íbúðirnar eru sagðar í góðu ástandi og að margt hafi verið endurnýjað. Ekkert verð er sett á eignirnar heldur er óskað eftir tilboðum. Skeifan fasteignasala Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Samanlagt fasteignamat íbúðanna þriggja er 106,9 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 133,7 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 29,5 milljónir króna. Auk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir, sú fyrri er 301 fermetri að stærð og sú síðari 325 fermetrar. Lóðin við Spítalastíg 6A er metin á rúmlega 13,5 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 16,6 milljónir króna. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Kyrrsetningin tekur jafnframt til þriggja annarra fasteigna; við Fischersund 3, Eyrarbrautar 19 í Árborg og helmingshlutar í Bergstaðastræti 22. Samkvæmt upplýsingum frá fasteignasala er ein leið í söluferli sem þessu að lögmenn viðkomandi útfylla yfirlýsingu um leyfi til afléttingar kyrrsetningunni gegn greiðslu andvirðis, eins og um hefðbundið fjárnám væri að ræða. Í þessu tilfelli væri það greiðsla til tollstjóra sem myndi þá fara með vörslu þessa andvirðis þar til niðurstaða fæst í Landsrétti. Andvirði eignarinnar þyrfti að standa undir upphæð kyrrsetningarinnar. Nánar má fræðast um eignirnar á Spítalastíg á fasteignavef Vísis. Fréttin var uppfærð með nánari upplýsingum um söluferlið. SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA SKEIFAN FASTEIGNASALA
Hús og heimili Reykjavík Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56 Orri Páll selur einbýli í Skerjafirði á 139,9 milljónir Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari Sigurrósar, hefur sett 270 fm einbýlishús sitt á sölu. 31. október 2019 18:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Skattsvikamáli Sigur Rósar vísað frá dómi Máli héraðssaksóknara á hendur fjórum liðsmönnum hljómsveitarinnar Sigur Rósar, tveimur núverandi og tveimur fyrrverandi, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 4. október 2019 10:56
Orri Páll selur einbýli í Skerjafirði á 139,9 milljónir Orri Páll Dýrason, fyrrverandi trommari Sigurrósar, hefur sett 270 fm einbýlishús sitt á sölu. 31. október 2019 18:00