Mæður sem missa börn sín margfalt líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 19:30 Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira