Martröð leigusalans Kristinn Svansson skrifar 13. nóvember 2019 08:30 Það er sennilega fátt eins hremmilegt í augum leigusalans og leigutaki sem stendur ekki skil á greiðslu húsaleigu á tilskildum tíma sem er vitaskuld aðalskyldan sem á herðum hans hvílir. Álíka válegt er ólátabelgur sem virðir að vettugi húsreglur og lagafyrirmæli er mæla fyrir um gagnkvæma tillitsskyldu og sinnir í engu tilkynningum leigusala um betrun. Hafi leigusali ekki sinnt aðgæsluskyldu sinni við val á leigjanda með fullnægjandi hætti, svo sem með könnun á hans högum og öflun meðmæla - nú, eða hann hefur lagst í viðhlítandi rannsóknarvinnu en útkoman er engu að síður slíkur misindismaður sem áður er lýst, er með eindæmum brýnt að bregðast skjótt og rétt við. Séu vanefndir leigutaka verulegar og ljóst er að hann muni ekki víkja af fasteign leigusala af sjálfsdáðum þarf alla jafna að krefjast þess að viðkomandi verði borinn út úr viðkomandi íbúð. Útburðarmál eru nákvæmisverk og krefjast skjótra vinnubragða í því skyni að tryggja hagsmuni leigusala að því leyti að hið leigða spillist ekki enn frekar eða fjárhagslega hagsmuni hans með hliðsjón af skilvísum greiðslum. Sé umsamið leigugjald ógreitt er fyrsta aðgerð leigusala að senda leigutaka greiðsluáskorun með skriflegum og sannanlegum hætti. Nauðsynlegt er að umrædd greiðsluáskorun sé send eftir að greiðslan er fallin á gjalddaga og því jafnframt lýst yfir að leigusali áskilji sér rétt til að beita riftunarheimild sinni sé áskoruninni eigi sinnt innan lögmælts frests. Áreiðanlegast er að framangreind áskorun sé birt leigutaka með stefnuvotti. Næsta aðgerð leigusala, hafi framangreindri áskorun ekki verið sinnt, er að tilkynna leigutaka um riftun húsaleigusamningsins. Skal sú tilkynning vera skrifleg og grundvöllur riftunarinnar reifaður. Aftur, mælt er með því að tilkynningin sé birt leigutaka með stefnuvotti. Þá skal þeim tilmælum jafnframt beint til leigutaka að yfirgefa hið leigða ella þola útburð. Sitji leigutaki enn sem fastast í híbýli leigusala er óhjákvæmilegt að kalla eftir atbeina yfirvalda í því skyni að fá honum vikið úr húsakynnum hans. Þegar hér er komið við sögu skiptir sköpum að forleikurinn hafi verið rétt spilaður enda kunna minnstu frávik frá lögboðnum fyrirmælum að girða fyrir útgáfu aðfararheimildar af hálfu dómstóla og þar með fyrri aðgerðir leigusala einskisnýtar. Á þessu stigi máls ræður úrslitum að vel hafi verið vandað til verka og að þau gögn sem undanfarinn hefur af sér leitt áður en til dómstóla er komið skapi fullnægjandi grundvöll aðfararbeiðninnar enda felur málsmeðferðin í útburðarmálum í sér ströng skilyrði um gögn sem heimilt er að leggja fram. Að mörgu leyti eiga sambærilegar reglur við um ferli útburðar leigutaka í tilviki óviðunandi hátternis. Þannig er áríðandi að tryggilega sé haldið utan um allar kvartanir, tilkynningar og ábendingar til leigutaka fari svo að framferði hans rétti sig ekki við. Í því ferli sem nú hefur verið gróflega lýst eru nákvæm og skjót vinnubrögð gullsígildi svo að hagsmunir leigusala séu vandlega tryggðir. Í því sambandi er traustur bakhjarl nauðsynlegur svo málið fái skjóta og farsæla úrlausn.Höfundur er löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sennilega fátt eins hremmilegt í augum leigusalans og leigutaki sem stendur ekki skil á greiðslu húsaleigu á tilskildum tíma sem er vitaskuld aðalskyldan sem á herðum hans hvílir. Álíka válegt er ólátabelgur sem virðir að vettugi húsreglur og lagafyrirmæli er mæla fyrir um gagnkvæma tillitsskyldu og sinnir í engu tilkynningum leigusala um betrun. Hafi leigusali ekki sinnt aðgæsluskyldu sinni við val á leigjanda með fullnægjandi hætti, svo sem með könnun á hans högum og öflun meðmæla - nú, eða hann hefur lagst í viðhlítandi rannsóknarvinnu en útkoman er engu að síður slíkur misindismaður sem áður er lýst, er með eindæmum brýnt að bregðast skjótt og rétt við. Séu vanefndir leigutaka verulegar og ljóst er að hann muni ekki víkja af fasteign leigusala af sjálfsdáðum þarf alla jafna að krefjast þess að viðkomandi verði borinn út úr viðkomandi íbúð. Útburðarmál eru nákvæmisverk og krefjast skjótra vinnubragða í því skyni að tryggja hagsmuni leigusala að því leyti að hið leigða spillist ekki enn frekar eða fjárhagslega hagsmuni hans með hliðsjón af skilvísum greiðslum. Sé umsamið leigugjald ógreitt er fyrsta aðgerð leigusala að senda leigutaka greiðsluáskorun með skriflegum og sannanlegum hætti. Nauðsynlegt er að umrædd greiðsluáskorun sé send eftir að greiðslan er fallin á gjalddaga og því jafnframt lýst yfir að leigusali áskilji sér rétt til að beita riftunarheimild sinni sé áskoruninni eigi sinnt innan lögmælts frests. Áreiðanlegast er að framangreind áskorun sé birt leigutaka með stefnuvotti. Næsta aðgerð leigusala, hafi framangreindri áskorun ekki verið sinnt, er að tilkynna leigutaka um riftun húsaleigusamningsins. Skal sú tilkynning vera skrifleg og grundvöllur riftunarinnar reifaður. Aftur, mælt er með því að tilkynningin sé birt leigutaka með stefnuvotti. Þá skal þeim tilmælum jafnframt beint til leigutaka að yfirgefa hið leigða ella þola útburð. Sitji leigutaki enn sem fastast í híbýli leigusala er óhjákvæmilegt að kalla eftir atbeina yfirvalda í því skyni að fá honum vikið úr húsakynnum hans. Þegar hér er komið við sögu skiptir sköpum að forleikurinn hafi verið rétt spilaður enda kunna minnstu frávik frá lögboðnum fyrirmælum að girða fyrir útgáfu aðfararheimildar af hálfu dómstóla og þar með fyrri aðgerðir leigusala einskisnýtar. Á þessu stigi máls ræður úrslitum að vel hafi verið vandað til verka og að þau gögn sem undanfarinn hefur af sér leitt áður en til dómstóla er komið skapi fullnægjandi grundvöll aðfararbeiðninnar enda felur málsmeðferðin í útburðarmálum í sér ströng skilyrði um gögn sem heimilt er að leggja fram. Að mörgu leyti eiga sambærilegar reglur við um ferli útburðar leigutaka í tilviki óviðunandi hátternis. Þannig er áríðandi að tryggilega sé haldið utan um allar kvartanir, tilkynningar og ábendingar til leigutaka fari svo að framferði hans rétti sig ekki við. Í því ferli sem nú hefur verið gróflega lýst eru nákvæm og skjót vinnubrögð gullsígildi svo að hagsmunir leigusala séu vandlega tryggðir. Í því sambandi er traustur bakhjarl nauðsynlegur svo málið fái skjóta og farsæla úrlausn.Höfundur er löglærður fulltrúi á lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar