Evo Morales segir lífi sínu ógnað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 17:59 Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu. getty/Javier Mamani Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25. Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins rétt í þessu. Morales sagði af sér á sunnudag vegna mótmæla sem hafa varað vikum saman en ósætti er í landinu vegna niðurstöðu forsetakosninga. Hann lenti á flugvellinum í Mexíkóborg og hélt hann þar stuttan blaðamannafund. Þá sagði hann að hann hafi verið neyddur til að segja af sér en hann hafi þó verið viljugur til þess „til þess að blóðsúthellingar myndu hætta og til að stöðva ofbeldi.“ Leiðtoginn sagði að hann og bólivísk stjórnvöld væru „mjög þakklát“ mexíkóska forsetanum Andres Manuel Lopez Obrador, en Morales hefur sagt hann hafa bjargað lífi sínu. „Á meðan ég er á lífi mun ég halda áfram í stjórnmálum, baráttan heldur áfram. Allir í heiminum hafa rétt til að brjótast undan ójafnrétti og niðurlægingu,“ bætti hann við. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði að Morales hafi komist „örugglega“ til landsins og tísti hann mynd af þotunni sem Morales flaug í.Evo llegó sano y salvo a México pic.twitter.com/RVjCnhgUTo — Marcelo Ebrard C. (@m_ebrard) November 12, 2019 Vélinni var neitað að fljúga í gegn um perúska lofthelgi og neyddist hún til að lenda óvænt í Paragvæ til að taka eldsneyti. Þá fékk vélin ekki leyfi til að fara aftur inn í bólivíska lofthelgi og þurfti hún því að fljúga krókaleið yfir nokkur önnur lönd. Morales, sem er fyrrverandi kakóbóndi, var fyrst kosinn forseti árið 2006, og var þar með fyrsti leiðtogi landsins af frumbyggjaættum. Hann varð vinsæll vegna baráttu gegn fátækt og fyrir að bæta efnahagsástand Bólivíu en hann var gagnrýndur fyrir að beygja stjórnarskrárlög sem sögðu til um að forseti gæti ekki setið í meira en þrjú kjörtímabil þegar hann var endurkjörinn í október.Fréttin var uppfærð klukkan 21:25.
Bólivía Mexíkó Tengdar fréttir Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Morales fær hæli í Mexíkó Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. 11. nóvember 2019 23:54