Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2019 11:24 Smálánafyrirtækin hafa verið flutt úr landi og til Danmerkur. Nú hefur nýtt fyrirtæki sem ætlar að veita útlánastarfsemi verið skráð til leiks hér á landi. Vísir/Hafsteinn Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. RÚV greindi fyrst frá. Kredia Group á smálánafyrirtæki á borð við 1909, Múla, Hraðpeninga og Smálán í gegnum félagið Ecommerce 2020. Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. Þjónustan er þó veitt á lýtalausri íslensku. Íslenskt fyrirtæki hefur séð um innheimtu lánanna.Ef farið er á smalan.is tekur á móti manni spjallgluggi og spurt er: „Góðan dag, get ég aðstoðað þig“.Frumvarp liggur fyrir Alþingi til að taka á smálánafyrirtækjum. Ecommerce 2020 segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi. Kröfu Neytendasamtakanna um lögbann við innheimtu Almennra innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssonar, sem innheimt hafa kröfur venga ólögmætra smálaána, var hafnað í september.Búsettir í Tékklandi en með íslenska kennitölu Ondrej Smakal, hinn 37 ára gamli forstjóri Ecommerce 2020, er skráður stjórnarmaður í Brea og Vladimiír Smakal skráður í varastjórn. Báðir eru með íslenska kennitölu en búa í Tékklandi samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Í stofngögnun Brea ehf kemur fram að Kredia Group sé skráð til heimilis á Canada Square í London. Ríkisskattstjóri móttók tilkynningu um stofnun einkahlutafélagsins þann 4. október síðastliðinn. Tveimur dögum fyrr var haldinn stofnfundur Brea á skristofu Íslensku lögfræðistofunnar. Viðstaddir voru Ondrej og Vladimir Smakal auk Ingvars Smára Birgissonar lögmanni sem tók að sér að tilkynna um skráningu félagsins.Fólk í vanda sem tekur smálán Starfsemi smálaánafyrirtækja hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði. Fram hefur komið að níu af hverjum tíu þeirra sem leitað hafa réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna glímu við smálánafyrirtæki eigi við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Þá hefur verið til skoðunar að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum.Ef farið er á 1909.is færist maður yfir á 1909.dk þar sem allar upplýsingar og þjónusta er á íslensku.1909.dkNeytendastofa telur að Ecommerce 2020 eigi að fara að íslenskum lögum en þessu hafnar Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce. Telur fyrirtækið að vísa eigi erindum vegna fyrirtækisins til danskra stofnana þar sem fyrirtækið sé skráð þar í landi. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni,“ sagði Ondrej Smakal í fréttatilkynningu á dögunum. Forsenda fyrir því að fá lán hjá smálánafyrirtækjum Ecommerce er að vera með íslenska kennitölu og símanúmer. Þótt fyrirtækin séu skráð í Danmörku geta Danir því ekki tekið lán samkvæmt því sem fram kom í Kveiki í ágúst.Frétt Stöðvar 2 um deilur Neytendasamtakanna og Ecommerce á dögunum má sjá hér að neðan. Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtækið eCommerce braut gegn ákvæðum laga um neytendalán Í úrskurði Neytendastofu í máli eCommerce 2020 er fyrirtækinu gert skylt að breyta stöðluðu eyðiblaði og lánssamningi. 26. ágúst 2019 12:34 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. RÚV greindi fyrst frá. Kredia Group á smálánafyrirtæki á borð við 1909, Múla, Hraðpeninga og Smálán í gegnum félagið Ecommerce 2020. Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. Þjónustan er þó veitt á lýtalausri íslensku. Íslenskt fyrirtæki hefur séð um innheimtu lánanna.Ef farið er á smalan.is tekur á móti manni spjallgluggi og spurt er: „Góðan dag, get ég aðstoðað þig“.Frumvarp liggur fyrir Alþingi til að taka á smálánafyrirtækjum. Ecommerce 2020 segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi. Kröfu Neytendasamtakanna um lögbann við innheimtu Almennra innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssonar, sem innheimt hafa kröfur venga ólögmætra smálaána, var hafnað í september.Búsettir í Tékklandi en með íslenska kennitölu Ondrej Smakal, hinn 37 ára gamli forstjóri Ecommerce 2020, er skráður stjórnarmaður í Brea og Vladimiír Smakal skráður í varastjórn. Báðir eru með íslenska kennitölu en búa í Tékklandi samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Í stofngögnun Brea ehf kemur fram að Kredia Group sé skráð til heimilis á Canada Square í London. Ríkisskattstjóri móttók tilkynningu um stofnun einkahlutafélagsins þann 4. október síðastliðinn. Tveimur dögum fyrr var haldinn stofnfundur Brea á skristofu Íslensku lögfræðistofunnar. Viðstaddir voru Ondrej og Vladimir Smakal auk Ingvars Smára Birgissonar lögmanni sem tók að sér að tilkynna um skráningu félagsins.Fólk í vanda sem tekur smálán Starfsemi smálaánafyrirtækja hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði. Fram hefur komið að níu af hverjum tíu þeirra sem leitað hafa réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna glímu við smálánafyrirtæki eigi við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón króna í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Þá hefur verið til skoðunar að kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum.Ef farið er á 1909.is færist maður yfir á 1909.dk þar sem allar upplýsingar og þjónusta er á íslensku.1909.dkNeytendastofa telur að Ecommerce 2020 eigi að fara að íslenskum lögum en þessu hafnar Ondrej Smakal, forstjóri Ecommerce. Telur fyrirtækið að vísa eigi erindum vegna fyrirtækisins til danskra stofnana þar sem fyrirtækið sé skráð þar í landi. „Við teljum að dönsk lög, en ekki íslensk, gildi um þá samninga sem við höfum gert við viðskiptavini okkar og erum á því að það sé nauðsynlegt að fá skorið úr þessu lagalega álitaefni,“ sagði Ondrej Smakal í fréttatilkynningu á dögunum. Forsenda fyrir því að fá lán hjá smálánafyrirtækjum Ecommerce er að vera með íslenska kennitölu og símanúmer. Þótt fyrirtækin séu skráð í Danmörku geta Danir því ekki tekið lán samkvæmt því sem fram kom í Kveiki í ágúst.Frétt Stöðvar 2 um deilur Neytendasamtakanna og Ecommerce á dögunum má sjá hér að neðan.
Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtækið eCommerce braut gegn ákvæðum laga um neytendalán Í úrskurði Neytendastofu í máli eCommerce 2020 er fyrirtækinu gert skylt að breyta stöðluðu eyðiblaði og lánssamningi. 26. ágúst 2019 12:34 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Smálánafyrirtækið eCommerce braut gegn ákvæðum laga um neytendalán Í úrskurði Neytendastofu í máli eCommerce 2020 er fyrirtækinu gert skylt að breyta stöðluðu eyðiblaði og lánssamningi. 26. ágúst 2019 12:34
Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30
Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30