Nýtt Alzheimerlyf sem virkar á þarmana Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Sérfræðingar segja að nýja lyfið þarfnist frekari rannsókna. NORDICPHOTOS/GETTY Lyfið kallast Oligomannate og er búið til úr ákveðinni tegund brúnþörunga. Það var þróað af fyrirtækinu Shanghai Green Valley Pharmaceuticals. Lyfið er hugsað til meðferðar á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins samkvæmt upplýsingum frá heilsufréttasíðunni healthline.com. Erfiðlega hefur gengið að fá ný Alzheimerslyf samþykkt undanfarin ár en hátt í 150 lyf hafa verið þróuð við sjúkdómnum sem ekki hafa fengið samþykki. Það veitir því vissa von að lyfið Oligomannate hafi fengið samþykki en ýmsum spurningum er þó ósvarað. Sérfræðingar segja að ekki liggi fyrir niðurstöður úr stórum rannsóknum um virkni lyfsins. Það þurfi að rannsaka það betur. Alzheimersamtök í Bandaríkjunum mæla ekki með að lyfið sé tekið inn fyrr en það hefur staðist allar kröfur bandaríska heilbrigðiseftirlitsins. Í Kína má reikna með að lyfið standi sjúklingum til boða í lok þessa árs en þar fékk það forsamþykki í nóvember á síðasta ári. Rannsakendur þar segja niðurstöður úr nýlegri rannsókn, þar sem 818 sjúklingar tóku þátt og notaður var samanburðarhópur sem tók inn lyfleysu, vera jákvæðar. Jákvæðar niðurstöður á sjúklingum sem tóku inn Oligomannate í kínversku rannsókninni komu strax í ljós eftir fjórar vikur. Sjúklingarnir sem tóku lyfið sýndu áframhaldandi vitsmunalega bætingu út þessar 36 vikur sem rannsóknin stóð yfir. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að sjúklingarnir fundu ekki fyrir miklum aukaverkunum. Þær aukaverkarnir sem sjúklingarnir sögðust finna fyrir voru svipaðar þeim aukaverkunum sem þeir sem tóku lyfleysu fundu fyrir.Skiptar skoðanir um lyfið Dr. Gayatri Devi, geðlæknir og taugasérfræðingur við Lenox Hill sjúkrahúsið í New York, segir að sérstaða þessa lyfs sé að það hefur ekki bein áhrif á heilann sjálfan eins og önnur lyf við Alzheimer. Hún segir að einkenni Alzheimer séu afleiðing ýmiss konar vandamála sem geta átt upptök sín á fleiri stöðum en í heilanum. Bólgur og meltingarfæri hafi margvísleg áhrif á einkenni sjúkdómsins og lyf sem hafi áhrif á meltingarfærin geti minnkað bólgur í líkamanum og þannig mögulega haft áhrif á heilastarfsemi. En lyfið hefur áhrif á bakteríur í þörmunum sem á að gera það að verkum að bólgur í heila minnka. Ýmsir sérfræðingar efast þó um gæði lyfsins og segja að þrátt fyrir að lyfið hafi verið rannsakað á fólki hafi rannsóknin ekki verið birt í læknablaði þar sem utanaðkomandi sérfræðingar rannsaka og gagnrýna hana áður en niðurstöðurnar eru birtar almenningi. Dr. Aaron Ritter, læknir og stjórnandi klínískra rannsókna við læknamiðstöð í Las Vegas sem sérhæfir sig í heilasjúkdómum, bendir á að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að ávinningur af notkun lyfsins sé svipaður og af öðrum lyfjum sem nú þegar eru í notkun samkvæmt upplýsingum frá læknasíðunni webmd.com. Hann segir að þó það sé vissulega áhugaverð hugmynd að hægt sé að lækna heilasjúkdóma með því að breyta þarmabakteríum þurfi mun fleiri rannsóknir til að sanna að lyfið hafi raunveruleg áhrif á Alzheimer Margir læknar hafa látið í ljós efasemdir um raunverulega virkni lyfsins þar sem rannsóknin sem framkvæmd var í Kína sýnir árangur á ótrúlega skömmum tíma. Derek Lowe hefur rannsakað ný lyf og heldur úti bloggi um efnið. Hann bendir á að Alzheimersjúkdómurinn sé þess eðlis að fólk búist ekki við svona snöggum framförum. Hann minnir á að áður hafi verið reynt að búa til lyf sem hafi áhrif á bólgur í taugum sem meðferð við Alzheimer án árangurs. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lyfið kallast Oligomannate og er búið til úr ákveðinni tegund brúnþörunga. Það var þróað af fyrirtækinu Shanghai Green Valley Pharmaceuticals. Lyfið er hugsað til meðferðar á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins samkvæmt upplýsingum frá heilsufréttasíðunni healthline.com. Erfiðlega hefur gengið að fá ný Alzheimerslyf samþykkt undanfarin ár en hátt í 150 lyf hafa verið þróuð við sjúkdómnum sem ekki hafa fengið samþykki. Það veitir því vissa von að lyfið Oligomannate hafi fengið samþykki en ýmsum spurningum er þó ósvarað. Sérfræðingar segja að ekki liggi fyrir niðurstöður úr stórum rannsóknum um virkni lyfsins. Það þurfi að rannsaka það betur. Alzheimersamtök í Bandaríkjunum mæla ekki með að lyfið sé tekið inn fyrr en það hefur staðist allar kröfur bandaríska heilbrigðiseftirlitsins. Í Kína má reikna með að lyfið standi sjúklingum til boða í lok þessa árs en þar fékk það forsamþykki í nóvember á síðasta ári. Rannsakendur þar segja niðurstöður úr nýlegri rannsókn, þar sem 818 sjúklingar tóku þátt og notaður var samanburðarhópur sem tók inn lyfleysu, vera jákvæðar. Jákvæðar niðurstöður á sjúklingum sem tóku inn Oligomannate í kínversku rannsókninni komu strax í ljós eftir fjórar vikur. Sjúklingarnir sem tóku lyfið sýndu áframhaldandi vitsmunalega bætingu út þessar 36 vikur sem rannsóknin stóð yfir. Einnig leiddi rannsóknin í ljós að sjúklingarnir fundu ekki fyrir miklum aukaverkunum. Þær aukaverkarnir sem sjúklingarnir sögðust finna fyrir voru svipaðar þeim aukaverkunum sem þeir sem tóku lyfleysu fundu fyrir.Skiptar skoðanir um lyfið Dr. Gayatri Devi, geðlæknir og taugasérfræðingur við Lenox Hill sjúkrahúsið í New York, segir að sérstaða þessa lyfs sé að það hefur ekki bein áhrif á heilann sjálfan eins og önnur lyf við Alzheimer. Hún segir að einkenni Alzheimer séu afleiðing ýmiss konar vandamála sem geta átt upptök sín á fleiri stöðum en í heilanum. Bólgur og meltingarfæri hafi margvísleg áhrif á einkenni sjúkdómsins og lyf sem hafi áhrif á meltingarfærin geti minnkað bólgur í líkamanum og þannig mögulega haft áhrif á heilastarfsemi. En lyfið hefur áhrif á bakteríur í þörmunum sem á að gera það að verkum að bólgur í heila minnka. Ýmsir sérfræðingar efast þó um gæði lyfsins og segja að þrátt fyrir að lyfið hafi verið rannsakað á fólki hafi rannsóknin ekki verið birt í læknablaði þar sem utanaðkomandi sérfræðingar rannsaka og gagnrýna hana áður en niðurstöðurnar eru birtar almenningi. Dr. Aaron Ritter, læknir og stjórnandi klínískra rannsókna við læknamiðstöð í Las Vegas sem sérhæfir sig í heilasjúkdómum, bendir á að niðurstöður rannsóknarinnar sýni að ávinningur af notkun lyfsins sé svipaður og af öðrum lyfjum sem nú þegar eru í notkun samkvæmt upplýsingum frá læknasíðunni webmd.com. Hann segir að þó það sé vissulega áhugaverð hugmynd að hægt sé að lækna heilasjúkdóma með því að breyta þarmabakteríum þurfi mun fleiri rannsóknir til að sanna að lyfið hafi raunveruleg áhrif á Alzheimer Margir læknar hafa látið í ljós efasemdir um raunverulega virkni lyfsins þar sem rannsóknin sem framkvæmd var í Kína sýnir árangur á ótrúlega skömmum tíma. Derek Lowe hefur rannsakað ný lyf og heldur úti bloggi um efnið. Hann bendir á að Alzheimersjúkdómurinn sé þess eðlis að fólk búist ekki við svona snöggum framförum. Hann minnir á að áður hafi verið reynt að búa til lyf sem hafi áhrif á bólgur í taugum sem meðferð við Alzheimer án árangurs.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira