Forstjóri Uber líkti morði við árekstur sjálfkeyrandi bíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:56 Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber. Sádar eru einir stærstu fjárfestarnir í fyrirtækinu. Vísir/EPA Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01
Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00