Kvartendur skikkaðir í tíma til sálfræðings Björn Þorfinnsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Ummæli aðkeypts mannauðsráðgjafa um starfsmenn vinnuvéladeildar ollu mikilli reiði. Fréttablaðið/Anton Brink Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Starfsmenn Vinnueftirlitsins sem kvörtuðu undan framkomu starfandi mannauðsstjóra voru skikkaðir til að sækja tíma hjá sálfræðingi af hálfu stofnunarinnar. Þá var þeim eindregið ráðlagt að draga kvörtunina til baka. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu að undanförnu hefur mikil óánægja kraumað meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Starfsandi er mjög slæmur og telja margir starfsmenn að stjórnendur komi illa fram við annað starfsfólk. Þannig var niðurstaða nýlegrar könnunar meðal starfsmanna að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti í starfi. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri stofnunarinnar, gekkst við þessum vandamálum í svörum til Fréttablaðsins en sagði að hluti af vandamálinu væri að stofnunin væri að gangast undir umfangsmiklar skipulagsbreytingar sem ekki allir væru sáttir með. Þá hefðu stjórnendur gripið til margs konar aðgerða til þess að lægja öldurnar. Meðal annars eflt viðbragðsáætlanir vegna eineltistilvika, samið við sálfræðistofu um að starfsmenn gætu leitað þangað, skipulagt samskiptavinnustofu og samþykkt nýja mannauðsáætlun. Eitt atvik sem hefur dregið dilk á eftir sér var þegar mannauðsráðgjafi og einn eigenda almannatengslafyrirtækisins Attentus var látinn víkja eftir að trúnaðarmenn starfsmanna höfðu kvartað undan framkomu ráðgjafans. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Hin umdeildu ummæli eiga að hafa fallið þegar trúnaðarmaður starfsmanna vinnuvéladeildar stofnunarinnar sagði ráðgjafanum að margir starfsmenn væru að íhuga að hætta störfum vegna óánægju með kaup og kjör og ekki síður starfsanda innan Vinnueftirlitsins. Þá á ráðgjafinn að hafa sagst ekki hafa neinar áhyggjur af stöðu mála enda fengju þessi starfsmenn aldrei aðra vinnu. Ummælin vöktu mikla reiði meðal starfsmanna og var ekki á bætandi enda hafði mikil ónægja kraumað meðal starfsmanna um nokkurt skeið. Fjórir trúnaðarmenn meðal starfsmanna skrifuðu að endingu bréf til forstjóra Vinnueftirlitsins, félagsmálaráðherra, Attentus og stéttarfélaga þar sem ummælunum var mótmælt og farið fram á að mannauðsráðgjafinn myndi víkja úr embætti sínu. Það varð að lokum niðurstaðan og nýr mannauðsráðgjafi frá Attentus tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ollu mótmæli starfsmanna mikilli gremju hjá stjórnendum Vinnueftirlitsins sem í kjölfarið beittu þá þrýstingi um að draga þau til baka. Voru starfsmennirnir skikkaðir til þess að sækja tíma hjá sálfræðingum Streituskólans að frumkvæði Vinnueftirlitsins. Meðal annars hefur Fréttablaðið undir höndum drög að bréfi sem utanaðkomandi sálfræðingar skrifuðu fyrir hönd starfsmannanna. Í bréfinu voru mótmælin dregin til baka sem og krafan um að mannauðsstjórinn viki. Var það tillaga sálfræðinganna að starfsmennirnir myndu skrifa undir bréfið og senda það áfram sömu leið og fyrra bréf. Kemur fram að mikilvægt væri að mati sálfræðinganna að fyrra bréf yrði dregið til baka enda gæti það orsakað bótaskyldu auk þess málið yrði notað síðar meir gegn trúnaðarráði Vinnueftirlitsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15 Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við. 4. nóvember 2019 06:15
Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar Stjórnsýsla Stjórnendur Attentus höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins. 5. nóvember 2019 07:30