Fólkið á Airwaves: Mikil viðbrigði að upplifa vetur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2019 21:00 Beatrice Dossah segir skemmtilegt að fá að kynnast íslenskri tónlist á Airwaves. vísir/hallgerður Beatrice Dossah, mastersnemi í umhverfis- og auðindafræði við Háskóla Íslands situr ein á gólfi Listasafns Reykjavíkur og bíður eftir vini sínum sem var að ljúka við að spila á tónleikum fyrir stuttu þegar blaðamann ber að garði. Beatrice er frá Gana í Vestur-Afríku en hún segir það magnað að fá að upplifa íslenska tónlistarsenu á Airwaves, enda þekki hún ekki marga listamenn sem komi þar fram. „Mér finnst þetta alveg magnað, sérstaklega hjá tónlistarmanninum sem ég sá áðan, sem kallar sig Auði, hann var í mjög miklum samskiptum við áhorfendur. Hann var mjög flottur, hoppaði inn í áhorfendaskarann, það var mjög skemmtileg,“ segir hún. „Ég ætla að sjá fleiri tónlistaratriði í kvöld. Ég þekki fæsta tónlistarmennina svo að það verður gott að hlusta á íslenska tónlistarmenn og sjá hvað það er fjölbreytt tónlist hérna.“ Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur á Airwaves „Ég hef aldrei upplifað þetta áður.“ „Vinur minn er trommari, hann er alltaf að gefa mér miða á tónleika svo að ég er mjög heppin,“ segir Beatrice. „Hann spilaði með Auði, hann var að tromma fyrir hann.“ Hún segir það mikil viðbrigði að búa á Íslandi enda sé umhverfið hér allt öðruvísi en í heimalandinu. „Náttúra Íslands er gullfalleg, norðurljósin og fjöllin gera landið svo dularfullt. Náttúran er allt öðruvísi en í Gana, það er mjög kalt hérna,“ segir hún og hlær. „Kuldinn er mjög erfiður fyrir mig, leyndarmálið er að klæðast mörgum lögum eins og ég er í núna,“ segir hún og sýnir blaðamanni ullarbolinn sem hún er í innan undir peysunni. „Eftir að ég klára námið fer ég aftur heim, þetta er bara tveggja ára nám en svo fer ég aftur heim.“ Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Beatrice Dossah, mastersnemi í umhverfis- og auðindafræði við Háskóla Íslands situr ein á gólfi Listasafns Reykjavíkur og bíður eftir vini sínum sem var að ljúka við að spila á tónleikum fyrir stuttu þegar blaðamann ber að garði. Beatrice er frá Gana í Vestur-Afríku en hún segir það magnað að fá að upplifa íslenska tónlistarsenu á Airwaves, enda þekki hún ekki marga listamenn sem komi þar fram. „Mér finnst þetta alveg magnað, sérstaklega hjá tónlistarmanninum sem ég sá áðan, sem kallar sig Auði, hann var í mjög miklum samskiptum við áhorfendur. Hann var mjög flottur, hoppaði inn í áhorfendaskarann, það var mjög skemmtileg,“ segir hún. „Ég ætla að sjá fleiri tónlistaratriði í kvöld. Ég þekki fæsta tónlistarmennina svo að það verður gott að hlusta á íslenska tónlistarmenn og sjá hvað það er fjölbreytt tónlist hérna.“ Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur á Airwaves „Ég hef aldrei upplifað þetta áður.“ „Vinur minn er trommari, hann er alltaf að gefa mér miða á tónleika svo að ég er mjög heppin,“ segir Beatrice. „Hann spilaði með Auði, hann var að tromma fyrir hann.“ Hún segir það mikil viðbrigði að búa á Íslandi enda sé umhverfið hér allt öðruvísi en í heimalandinu. „Náttúra Íslands er gullfalleg, norðurljósin og fjöllin gera landið svo dularfullt. Náttúran er allt öðruvísi en í Gana, það er mjög kalt hérna,“ segir hún og hlær. „Kuldinn er mjög erfiður fyrir mig, leyndarmálið er að klæðast mörgum lögum eins og ég er í núna,“ segir hún og sýnir blaðamanni ullarbolinn sem hún er í innan undir peysunni. „Eftir að ég klára námið fer ég aftur heim, þetta er bara tveggja ára nám en svo fer ég aftur heim.“
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
Fólkið á Airwaves: „Það er svo gaman að sjá bönd sem eru að byrja“ Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Auður Ingólfsdóttir standa í hliðarrými í Listasafni Reykjavíkur og bíða eftir að hljómsveitin Whitney byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Þær hafa báðar farið á Airwaves árlega síðan 2015 og eru því ansi sjóaðar á hátíðinni. 10. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Feðgin á flakki Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves. 9. nóvember 2019 21:00