Engin viðbragðsáætlun til staðar hér á landi ef flutningsleiðir lokast Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2019 15:45 Ísland er mjög háð innflutningi á nauðsynjavörum. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg. Almannavarnir Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg.
Almannavarnir Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira