Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 07:30 Sigurður Ingi segir að stefnt sé að þvi að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Mynd/Gísli Berg norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn. Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
norðurland Sveitarstjórnir Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera greinargerð um jarðgangakosti á Tröllaskaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsilegasti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að sveitarstjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngunefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjallveg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtarsamfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyjafjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangnakostum til lengri tíma.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink„Göng milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þingsályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnusvæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkrahúsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðaröryggi og að verið sé að skoða Akureyrarflugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hringvegurinn og tengingin við flugvöllinn auka ferðaþjónustu í Skagafirði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðustigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðlaheiðargöngin 7,4 kílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 milljarða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, finni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn.
Akureyri Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Samgöngur Skagafjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira