Meintum kynferðisbrotamanni ekki vísað úr dómssal við skýrslugjöf brotaþola Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 20:00 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var felldur úr gildi. Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu. Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu.
Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira