Kínversk stjórnvöld styðja Carrie Lam enn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2019 19:00 Frá talningu atkvæða í Hong Kong í nótt. Vísir/AP Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. Kjörsókn í gær var nærri tvöföld á við það sem var fyrir fjórum árum. Framboð lýðræðissinna, sem njóta stuðnings mótmælahreyfingarinnar sem hefur krafist breytinga undanfarið hálft ár, fékk nærri sextíu prósent atkvæða og 347 þingsæti af 452. Frambjóðendur hliðhollir kúnverska kommúnistaflokknum fengu 60 sæti og óháðir 45 sæti. Með þessu hafa lýðræðissinnar tryggt sér meirihluta í sautján af átján hverfum borgarinnar. Þetta er töluverð breyting frá síðustu héraðsstjórnarkosningum þar sem frambjóðendur hliðhollir Kommúnistaflokknum höfðu alls staðar meirihluta. Kosið var í eiginleg hverfisráð og er ekki um miklar valdastöður að ræða. Kosningarnar voru öllu heldur táknræns eðlis og virðast borgarbúar hafa sýnt óánægju sína með Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong. Saman fá þessi hverfisráð að velja 117 af þeim 1.200 sem skipa næsta æðsta stjórnanda borgarinnar. Þótt það sé ekki meirihluti er ljóst að lýðræðissinnar munu hafa einhver áhrif á valið, sem fer fram eftir þrjú ár. Geng Shuang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnvöld á meginlandinu styðji Lam. „Miðstjórnin styður það eindregið að Carrie Lam leiði svæðisstjórnina í Hong Kong til áframhaldandi stjórnunar samkvæmt lögum,“ sagði Geng. Hong Kong Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stjórnvöld í Hong Kong eftir að stjórnarandstaðan á þessu sjálfsstjórnarsvæði vann stórsigur í kosningum. Kjörsókn í gær var nærri tvöföld á við það sem var fyrir fjórum árum. Framboð lýðræðissinna, sem njóta stuðnings mótmælahreyfingarinnar sem hefur krafist breytinga undanfarið hálft ár, fékk nærri sextíu prósent atkvæða og 347 þingsæti af 452. Frambjóðendur hliðhollir kúnverska kommúnistaflokknum fengu 60 sæti og óháðir 45 sæti. Með þessu hafa lýðræðissinnar tryggt sér meirihluta í sautján af átján hverfum borgarinnar. Þetta er töluverð breyting frá síðustu héraðsstjórnarkosningum þar sem frambjóðendur hliðhollir Kommúnistaflokknum höfðu alls staðar meirihluta. Kosið var í eiginleg hverfisráð og er ekki um miklar valdastöður að ræða. Kosningarnar voru öllu heldur táknræns eðlis og virðast borgarbúar hafa sýnt óánægju sína með Carrie Lam, æðsta stjórnanda Hong Kong. Saman fá þessi hverfisráð að velja 117 af þeim 1.200 sem skipa næsta æðsta stjórnanda borgarinnar. Þótt það sé ekki meirihluti er ljóst að lýðræðissinnar munu hafa einhver áhrif á valið, sem fer fram eftir þrjú ár. Geng Shuang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnvöld á meginlandinu styðji Lam. „Miðstjórnin styður það eindregið að Carrie Lam leiði svæðisstjórnina í Hong Kong til áframhaldandi stjórnunar samkvæmt lögum,“ sagði Geng.
Hong Kong Kína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira