Varið fimmtíu milljónum til að halda versluninni á lífi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. nóvember 2019 09:15 Rekstur verslunar SÍBS hefur gengið brösuglega. Vísir/Vilhelm SÍBS hefur varið um 50 milljónum í að tryggja rekstarhæfi verslunar sambandsins í Síðumúla. Nokkur óánægja er með reksturinn og hafa stjórnarmenn kallað eftir því að versluninni verði lokað. Formaður SÍBS segir verslunina hins vegar gegna víðtæku hlutverki og að hún njóti enn meirihlutastuðnings stjórnarfólks. Takist ekki að rétta af reksturinn í ár útilokar hann ekki að framtíð verslunarinnar verði tekin til endurskoðunar. Heilsuverslun SÍBS að Síðumúla 6 í Reykjavík var formlega opnuð í marsbyrjun árið 2016. Þar hefur sambandið selt margvíslegan varning; útivistar-, stoð- og aðrar heilsutengdar vörur, auk þess sem þar hefur boðið upp á ýmsar heilsufarsmælingar. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sagði á sínum tíma að verslunin yrði rekin án hagnaðarsjónarmiða - „þannig að verði afgangur af rekstrinum fer hann einvörðungu í lækka vöruverð og bæta þjónustu.“ Það hefur hins vegar aldrei orðið neinn afgangur af rekstrinum. Verslunin hefur verið rekin með milljóna tapi á hverju rekstrarári og nemur samanlagt tap næstum 30 milljónum á þeim þremur árum sem hún hefur verið í rekstri. SÍBS hefur því þurft að hlaupa undir bagga. Fréttastofan hefur fengið fjölmargar ábendingar frá óánægðum aðstandendum SÍBS sem telja fjármunum sambandsins illa varið með rekstri verslunarinnar. Umfjöllun um verslun SÍBS úr fylgiriti Fréttablaðsins, 5. maí 2017. Brúa tapið með Máttarstólpum Þannig var tapið næstum 5 milljónir á síðasta ári - eftir að SÍBS hafði ákveðið að verja næstum 6,3 milljónum króna af fjárstuðningi svokallaðra Máttarstólpa til að rétta af reksturinn. Máttarstólpar greiða SÍBS mánaðarlega fjárhæð að eigin vali og er framlagi þeirra ætlað að „auka enn frekar fræðslu- og forvarnarstarf“ SÍBS. Það sé „mikilvægur þáttur í baráttu SÍBS fyrir bættri lýðheilsu þjóðarinnar.“ Eigið fé verslunarinnar var neikvætt sem nemur um 27,5 milljónum króna í lok síðasta rekstrarárs. Móðurfélag hennar, SÍBS, lagði versluninni til 2 milljónir króna í aukið fjármagn á síðasta rekstrarári - „til þess að tryggja áframhaldandi rekstrahæfi félagsins,“ eins og það er orðað í síðasta ársreikningi. SÍBS hefur frá opnuninni árið 2016 alls sett rúmlega 46,4 milljónir króna inn í verslunina, til að tryggja fyrrnefnt rekstrarhæfi. Meira en bara sala varnings Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, segir því ekki að neita að verslunin hafi verið rekin með tapi undanfarin ár. Stjórnin hafi fengið þær skýringar að byrjunarörðugleikum væri um að kenna, til að mynda við innkaup, sem leiddi til þess að erfiðlega gekk að ná jafnvægi í rekstrinum. Það sé hins vegar komið í dag og segist Sveinn gera ráð fyrir því að verslunin verði rekin með afgangi á yfirstandandi rekstrarári, í fyrsta sinn frá opnun. „En ef það gerist ekki og það verður eitthvað mikið tap til framtíðar, þá endurskoðum við okkur örugglega. Það er ekki vafi um það.“ Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS.Vísir Sveinn vill þó undirstrika að það hafi aldrei verið ætlunin að að verslunin yrði rekin með myljandi hagnaði. Hún gegni víðtækara hlutverki í augum SÍBS; til að mynda sem vitundarvakning um mikilvægi heilbrigðs lífstíls og bættrar heilsu. „Þú getur ekki sett verðmiða á heilbrigði,“ segir Sveinn og minnir á að í versluninni sé ekki aðeins seldur varningur. Þar megi jafnframt fara í heilusfarsmælingu án endurgjalds. Öll starfsemi SÍBS, forvarnarstarf þess og lýðheilsuefling, sé óhagnaðardrifin og verslunin í Síðumúla þar með talin. Rétt er þó að taka fram í þessu samhengi að forvarnarstarf verslunarinnar, sem er sérstaklega tilgreint í ársreikningum hennar, kostaði tæplega 1,4 milljónir króna í fyrra. Það er óverulegur hluti af heildarútgjöldum verslunarinnar, sem námu rúmlega 32 milljónum króna.En er ekki tvennt ólíkt að vera óhagnaðardrifin og að móðurfélagið þurfi að leggja rekstrinum til 50 milljónir króna, sem mætti til að mynda nota til að efla rekstur Reykjalundar eða Múlalundar?„Við erum að gera það, við erum að efla bæði Reykjalund og Múlalund. Verslunin var hugsuð sem liður í því. Hún er ákveðin stoðdeild við svo margt annað sem við erum að reka í gegnum verslunina,“ segir Sveinn og bætir við að um 10 manns starfi í Síðumúla. „Það er að mínu viti heilmikils virði, jafnvel þótt að við þurfum að borga með þessu.“ Starfsmenn Múlalundar eru með mismikla starfsorku.Jón Páll Fleira rekið með tapi Sveinn spyr í þessu samhengi hvort að það sé þá ekki jafn gagnrýnivert að Múlalundur sé einnig rekinn með tapi. Múlalundur er stærsta og elsta vinnustofa öryrkja á landinu með tæplega 50 fasta starfsmenn, sem starfa þar við framleiðslu á hinum ýmsu vörum. Starfsemin er fjármögnuð með sölu á framleiðslu Múlalundar og happdrættismiðum SÍBS.En mætti ekki færa rök fyrir því að Múlalundur gegni mikilvægara samfélagslegu hlutverki en verslunin í Síðumúla, í ljósi þess að Múlalundur tryggir atvinnu fyrir fjölda fólks með skerta starfsgetu? „Jú, það er rétt. Fólk getur auðvitað haft þá skoðun að þetta eigi að standa undir sér, en það hefur aldrei gert það og mun sennilegast aldrei gera það. Þá erum við komin aftur að grunngildunum okkar; við erum ekki hagnaðardrifin samtök og höfum aldrei verið.“ Sveinn segir mikilvægt að halda því til haga að fjármögnun SÍBS hafi ekki verið vandamál. „Við munum alltaf finna pening umfram það sem við getum veitt úr okkar sjóðum, það höfum við alltaf gert,“ segir Sveinn. SÍBS hafi því svigrúm til að styðja við þau verkefni sem sambandið telur samfélagslega mikilvæg - eins og fyrrnefnda verslun í Síðumúla. Þrátt fyrir að stjórnarmenn í SÍBS hafi viðrað þá skoðun sína að loka ætti versluninni segir Sveinn að hún njóti enn meirihlutastuðnings stjórnarinnar. Þar að auki væntir Sveinn þess að reksturinn muni standa undir sér á þessu rekstrarári, sem fyrr segir. Ef það tekst hins vegar ekki telur Sveinn líklegt að framtíð verslunarinnar verði tekin til endurskoðunar. Félagsmál Ólga á Reykjalundi Verslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
SÍBS hefur varið um 50 milljónum í að tryggja rekstarhæfi verslunar sambandsins í Síðumúla. Nokkur óánægja er með reksturinn og hafa stjórnarmenn kallað eftir því að versluninni verði lokað. Formaður SÍBS segir verslunina hins vegar gegna víðtæku hlutverki og að hún njóti enn meirihlutastuðnings stjórnarfólks. Takist ekki að rétta af reksturinn í ár útilokar hann ekki að framtíð verslunarinnar verði tekin til endurskoðunar. Heilsuverslun SÍBS að Síðumúla 6 í Reykjavík var formlega opnuð í marsbyrjun árið 2016. Þar hefur sambandið selt margvíslegan varning; útivistar-, stoð- og aðrar heilsutengdar vörur, auk þess sem þar hefur boðið upp á ýmsar heilsufarsmælingar. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, sagði á sínum tíma að verslunin yrði rekin án hagnaðarsjónarmiða - „þannig að verði afgangur af rekstrinum fer hann einvörðungu í lækka vöruverð og bæta þjónustu.“ Það hefur hins vegar aldrei orðið neinn afgangur af rekstrinum. Verslunin hefur verið rekin með milljóna tapi á hverju rekstrarári og nemur samanlagt tap næstum 30 milljónum á þeim þremur árum sem hún hefur verið í rekstri. SÍBS hefur því þurft að hlaupa undir bagga. Fréttastofan hefur fengið fjölmargar ábendingar frá óánægðum aðstandendum SÍBS sem telja fjármunum sambandsins illa varið með rekstri verslunarinnar. Umfjöllun um verslun SÍBS úr fylgiriti Fréttablaðsins, 5. maí 2017. Brúa tapið með Máttarstólpum Þannig var tapið næstum 5 milljónir á síðasta ári - eftir að SÍBS hafði ákveðið að verja næstum 6,3 milljónum króna af fjárstuðningi svokallaðra Máttarstólpa til að rétta af reksturinn. Máttarstólpar greiða SÍBS mánaðarlega fjárhæð að eigin vali og er framlagi þeirra ætlað að „auka enn frekar fræðslu- og forvarnarstarf“ SÍBS. Það sé „mikilvægur þáttur í baráttu SÍBS fyrir bættri lýðheilsu þjóðarinnar.“ Eigið fé verslunarinnar var neikvætt sem nemur um 27,5 milljónum króna í lok síðasta rekstrarárs. Móðurfélag hennar, SÍBS, lagði versluninni til 2 milljónir króna í aukið fjármagn á síðasta rekstrarári - „til þess að tryggja áframhaldandi rekstrahæfi félagsins,“ eins og það er orðað í síðasta ársreikningi. SÍBS hefur frá opnuninni árið 2016 alls sett rúmlega 46,4 milljónir króna inn í verslunina, til að tryggja fyrrnefnt rekstrarhæfi. Meira en bara sala varnings Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, segir því ekki að neita að verslunin hafi verið rekin með tapi undanfarin ár. Stjórnin hafi fengið þær skýringar að byrjunarörðugleikum væri um að kenna, til að mynda við innkaup, sem leiddi til þess að erfiðlega gekk að ná jafnvægi í rekstrinum. Það sé hins vegar komið í dag og segist Sveinn gera ráð fyrir því að verslunin verði rekin með afgangi á yfirstandandi rekstrarári, í fyrsta sinn frá opnun. „En ef það gerist ekki og það verður eitthvað mikið tap til framtíðar, þá endurskoðum við okkur örugglega. Það er ekki vafi um það.“ Sveinn Guðmundsson er formaður stjórnar SÍBS.Vísir Sveinn vill þó undirstrika að það hafi aldrei verið ætlunin að að verslunin yrði rekin með myljandi hagnaði. Hún gegni víðtækara hlutverki í augum SÍBS; til að mynda sem vitundarvakning um mikilvægi heilbrigðs lífstíls og bættrar heilsu. „Þú getur ekki sett verðmiða á heilbrigði,“ segir Sveinn og minnir á að í versluninni sé ekki aðeins seldur varningur. Þar megi jafnframt fara í heilusfarsmælingu án endurgjalds. Öll starfsemi SÍBS, forvarnarstarf þess og lýðheilsuefling, sé óhagnaðardrifin og verslunin í Síðumúla þar með talin. Rétt er þó að taka fram í þessu samhengi að forvarnarstarf verslunarinnar, sem er sérstaklega tilgreint í ársreikningum hennar, kostaði tæplega 1,4 milljónir króna í fyrra. Það er óverulegur hluti af heildarútgjöldum verslunarinnar, sem námu rúmlega 32 milljónum króna.En er ekki tvennt ólíkt að vera óhagnaðardrifin og að móðurfélagið þurfi að leggja rekstrinum til 50 milljónir króna, sem mætti til að mynda nota til að efla rekstur Reykjalundar eða Múlalundar?„Við erum að gera það, við erum að efla bæði Reykjalund og Múlalund. Verslunin var hugsuð sem liður í því. Hún er ákveðin stoðdeild við svo margt annað sem við erum að reka í gegnum verslunina,“ segir Sveinn og bætir við að um 10 manns starfi í Síðumúla. „Það er að mínu viti heilmikils virði, jafnvel þótt að við þurfum að borga með þessu.“ Starfsmenn Múlalundar eru með mismikla starfsorku.Jón Páll Fleira rekið með tapi Sveinn spyr í þessu samhengi hvort að það sé þá ekki jafn gagnrýnivert að Múlalundur sé einnig rekinn með tapi. Múlalundur er stærsta og elsta vinnustofa öryrkja á landinu með tæplega 50 fasta starfsmenn, sem starfa þar við framleiðslu á hinum ýmsu vörum. Starfsemin er fjármögnuð með sölu á framleiðslu Múlalundar og happdrættismiðum SÍBS.En mætti ekki færa rök fyrir því að Múlalundur gegni mikilvægara samfélagslegu hlutverki en verslunin í Síðumúla, í ljósi þess að Múlalundur tryggir atvinnu fyrir fjölda fólks með skerta starfsgetu? „Jú, það er rétt. Fólk getur auðvitað haft þá skoðun að þetta eigi að standa undir sér, en það hefur aldrei gert það og mun sennilegast aldrei gera það. Þá erum við komin aftur að grunngildunum okkar; við erum ekki hagnaðardrifin samtök og höfum aldrei verið.“ Sveinn segir mikilvægt að halda því til haga að fjármögnun SÍBS hafi ekki verið vandamál. „Við munum alltaf finna pening umfram það sem við getum veitt úr okkar sjóðum, það höfum við alltaf gert,“ segir Sveinn. SÍBS hafi því svigrúm til að styðja við þau verkefni sem sambandið telur samfélagslega mikilvæg - eins og fyrrnefnda verslun í Síðumúla. Þrátt fyrir að stjórnarmenn í SÍBS hafi viðrað þá skoðun sína að loka ætti versluninni segir Sveinn að hún njóti enn meirihlutastuðnings stjórnarinnar. Þar að auki væntir Sveinn þess að reksturinn muni standa undir sér á þessu rekstrarári, sem fyrr segir. Ef það tekst hins vegar ekki telur Sveinn líklegt að framtíð verslunarinnar verði tekin til endurskoðunar.
Félagsmál Ólga á Reykjalundi Verslun Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira