Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 06:51 Fráveita hjólhýsanna var aftengd í sumar vegna deilna um starfsleyfi Iceland Igloo Village Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð. Loo Eng Wah, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur gert breytingar á upphaflegum áformum sínum sem sættu gagnrýni. Tekin hefur verið ákvörðun um að reisa frekar lítil hús á tjaldsvæðinu, frekar en fyrrnefnd hjólhýsi sem leigð hafa verið út á svæðinu síðan í maí. Landeigendur kærðu rekstur og ólöglegar framkvæmdir Iceland Igloo Village til Sýslumannsins á Suðurlandi í október síðastliðnum. Uppi voru deildar meiningar um hvort starfsleyfi fyrirtækisins heimilaði fyrrnefnd hjólhýsi. Loo sýndi fréttastofu t.a.m. leyfið sitt frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem hann sagði gefa til kynna að heimilaði hjólhýsin.Loo með starfsleyfið í október.Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem undirritaði leyfið, sagði túlkun Loo á leyfinu þó ekki alveg rétta. Það væri aðeins fyrir hefðbundið tjaldstæði en ekki fyrir útleigu á hjólhýsum eins og verið hefur á svæðinu. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Rangárþingi ytra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að nýtt deiliskipulag geri hins vegar ráð fyrir því að hjólhýsin víki. Iceland Igloo Village ætli sér heldur að reisa lítil hús á tjaldsvæðinu. Það hugnast Haraldi betur, ekki síst vegna þess sem snýr að eldvörnum og öðrum öryggisatriðum. „Mér reiknast til að þarna sé gestafjöldi um 170 manns þegar hámarki er náð. Umfang þessa verkefnis er því ekki næstum því eins mikið og það var í byrjun,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. Hin nýju áform Loo verða kynnt á opnum kynningar- og samráðsfundi í kvöld, þar sem m.a. fulltrúar sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og framkvæmdaraðila munu sitja fyrir svörum. Fundurinn verður haldinn að Brúarlundi í Landsveit klukkan 20.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30 Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Loo segist hafa farið að öllum reglum Framkvæmdastjóri Iceland Igloo Village hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sem hann telur nægja til að til að leigja ferðamönnum hjólhýsi. Framkvæmdastjóri eftirlitsins segir að leyfið feli það ekki í sér, núverandi starfsemi sé ólögleg. Landeigendur hafa kært fyrirtækið. 24. október 2019 20:30
Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en deiliskipulag liggur fyrir Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village fær ekki starfsleyfi fyrr en búið er að deiliskipuleggja svæðið sem jörðin Leynir er á. 14. október 2019 19:30
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00