Elías Már: Ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2019 20:08 Elías Már vann sinn fyrsta deildarsigur sem þjálfari HK í kvöld. vísir/bára „Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00