Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 19:57 Margir eru ósáttir við umfjöllun DV. Skjáskot Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu. Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu.
Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira