ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð í þágu Gagnaveitu Reykjavíkur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2019 11:31 Orkuveita Reykjavíkur hefur fjármagnað og veitt GR lán. vísir/vilhelm ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Fjarskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákvað í dag að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur. Gagnaveitan fagnar skoðun ESA á málinu.Í tilkynningu frá ESA segir að stofnunin hafi haft málið til athugunar í kjölfar kvörtunar frá Símanum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er að fullu í eigu sveitarfélaga, hefur fjármagnað og veitt GR lán. Síminn heldur því fram að OR hafi veitt GR ívilnanir sem feli í sér brot á ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun rannsaka hvort opinberir fjármunir hafi verið nýttir til að veita GR ívilnanir sem stóðu öðrum aðilum á markaði ekki til boða, að því er segir í tilkynningu ESA. Þar kemur einnig fram að Póst- og fjarskiptastofnun, sem hefur eftirlit með samkeppnisrekstur á fjarskiptamarkaði sé ekki niðurgreiddur af einkaleyfis- eða verndaðri starfsemi, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ákveðnar ráðstafanir á milli OR og GR hafi brotið gegn umræddu skilyrði. Í tveimur málanna fór PFS fram á að OR sæi til þess að ráðstafanirnar gengju til baka. PFS fór ekki fram á endurgreiðslu vaxta vegna ívilnananna í neinu málanna. ESA mun rannsaka hvort frekari endurheimtur séu nauðsynlegar til að tryggja að GR hafi ekki notið góðs af óæskilegum ívilnunum, að því er segir í tilkynningunni.Benda á að ákvörðun ESA nú feli ekki í sér endanlega niðurstöðu Í tilkynningu frá Gagnaveitunni segir að fyrirtækið fagni því að Eftirlitsstofnun EFTA taki til frekari skoðunar þrjár ákvarðanir íslenskra stjórnvalda sem allar snerust um samskipti GR við eiganda þess, Orkuveitu Reykjavíkur, og vaxtakjör á lánsfjármagni.Þar segir jafnframt að niðurstaða ESA muni hvorki hafa áhrif á viðskiptalíkan Gagnaveitu Reykjavíkur né uppbyggingaráform fyrirtækisins.„Jafnvel þótt niðurstaða málsins kunni að verða GR í óhag telur fyrirtækið fjárhagsleg áhrif þess óveruleg. Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög,“ að því er segir í tilkynningu GR.Þá er bent á að ákvörðun ESA um að taka málið til skoðunar feli ekki í sér endanlega niðurstöðu í málinu.„Í öllum tilvikum varð GR við tilmælum stjórnvalda og telur að fjárhagsleg samskipti GR og eiganda þess séu í fullu samræmi við lög.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Gagnaveitu Reykjavíkur.
Fjarskipti Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira