Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:05 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Vísir/Stöð 2 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders.
Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Sjá meira
Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07
Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28