Alþingi samþykkir fyrsta skrefið í lækkun tekjuskatts Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2019 14:20 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt lög um breytingar á skattkerfinu sem þýðir að þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramótin. Formaður Miðflokksins segir að með breytingunum sé verið að hverfa aftur til fortíðar og flækja skattkerfið. Fyrsti áfangi í nýju þriggja þrepa skattkerfi tekur gildi um áramót, í stað tveggja þrepa skattkerfis sem verið hefur í gildi undanfarin ár. Lægsta þrepið verður lægra en núverandi grunnþrep en á móti verður nýtt miðþrep lítillega hærra en núverandi grunnþrep. Skattleysismörkum verður haldið óbreyttum að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleiðingu breytinganna taka mið af verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að flækja skattkerfið eftir að Bjarni Benediktsson hafi tekið þátt í því í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs að einfalda það með því að fækka skattþrepum úr þremur í tvö. „Þessu samhliða stendur reyndar til að lækka skatt í nýja neðsta þrepinu en um leið hækka skattinn í því sem þá verður milliþrepið. Svo þessar tillögur innihalda í senn mjög jákvæðar og mjög neikvæðar breytingar. Sem þó er erfitt að slíta í sundur og fyrir vikið munu þingmenn Miðflokksins hvorki greiða atkvæði með né gegn þessum tillögum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins á Alþingi í gær. Breytingarnar á skattkerfinu voru liður í aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði síðast liðið vor eins og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom inn á við atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi í gær. „Við í Samfylkingunni fögnum því að verkalýðshreyfingin skyldi hafa náð fram breytingum á tekjuskattskerfinu í réttlætisátt. Þess vegna styðjum við þær greinar sem snúa að þeim breytingum. Við getum hins vegar ekki stutt hversu seint þær taka að fullu gildi,“ sagði Oddný. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra undraðist að sumir flokkar leggðu ekki einu sinni fram nefndarálit í svo stór og mikilvægu máli. „Hér er einfaldlega um að ræða mjög stórt skref sem var boðað strax þegar ríkisstjórnin var sett saman til að létta undir með heimilunum í landinu. Langflestir munu sjá skatta sína lækka um 70 til 120 þúsund krónur á ári. Það eru 70 til 120 þúsund krónur á ári í vasa skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Skattar og tollar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira