Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 13:19 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira