Listamaðurinn sagði „að við værum öll apar“ en Sería A hefur nú beðist afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:30 Myndirnar umdeildu. Skjámynd/Twitter Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu. Ítalski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu.
Ítalski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira