Fékk barnaklám sent á Snapchat og hlaut fimm mánaða dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:13 Maðurinn sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndbandið. Vísir/getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku ungan mann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi, sem hann kvaðst hafa fengið sent í hópsamtali á samskiptaforritinu Snapchat. Þá játaði maðurinn á sig fleiri brot, sem hann framdi mörg í félagi við tvo aðra menn. Kveiktu í flugeldi og sprengdu póstkassa Manninum var gefið að sök að hafa haft myndskeið inni á farsíma sínum árið 2018 sem sýndi börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Farsími mannsins var haldlagður þann 26. september 2018 vegna rannsóknar lögreglu á öðru máli. Maðurinn var ákærður fyrir brotið, sem og fleiri brot. Brotin framdi hann mörg í félagi við tvo menn en mál þremenninganna voru tekin fyrir samtímis. Á meðal þess sem mönnunum var gefið að sök, ýmist einir eða saman, voru ítrekaðir stuldir á bifreiðum, þjófnaður á peningakassa úr Smáratívolí, þjófnaður á bifhjólum, skemmdarverk á fjölbýlishúsi með því að kveikja í flugeldi og setja ofan í póstkassa, auk umferðarlagabrota. Þeir játuðu allir brot sín, þar á meðal maðurinn sem hafði umrætt myndskeið í sinni vörslu. Hann taldi hins vegar að varsla sín á myndskeiðinu varðaði ekki 210. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um barnaklám. Sagðist halda að börnin væru útlendingar Í dómnum segir að maðurinn hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að einhver í Snapchat-grúppu hefði sent honum myndskeiðið og hann hefði hlaðið því niður í símann sinn. Hann kvaðst ekki þekkja þá sem sáust á myndskeiðinu og taldi víst að um útlendinga að ræða. Þá segir í dómi að myndbandið sýni m.a. unga drengi í kynferðislegum athöfnum og því verði það réttilega heimfært til umræddrar greinar almennra hegningarlaga um barnaklám. Dómurinn leit til þess að maðurinn er ungur að aldri og þess að hann viðurkenndi brot sín. Ákveðið var að hann skyldi sæta fimm mánaða skilorðsbundnu fangelsi. Þá var hann einnig sviptur ökuréttindum í átján mánuði. Hinir mennirnir tveir voru annars vegar dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi og hins vegar tveggja mánaða fangelsi, einnig að fullu skilorðsbundið.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira