Segir að Ferguson hafi verið í fullum rétti að taka Kean út af eftir 19 mínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2019 11:30 Everton hefur náð í fjögur stig í tveimur leikjum undir stjórn Fergusons. vísir/getty Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00
Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30
Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30
Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39
Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33