Ejub flutti frá Reykjavík til Ólafsvíkur vegna spilafíknar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 08:00 Ejub kom fyrst hingað til lands 1992 og hefur verið hér síðan þá. vísir/bára Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Ejub Purisevic, sem hætti sem þjálfari Víkings Ó. í haust eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2003, var í löngu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Ejub fór um víðan völl í viðtalinu og greindi m.a. frá því að hann hefði glímt við spilafíkn áður en hann fór til Ólafsvíkur. „Ég hef aldrei sagt frá þessu. Ég er þannig manneskja ég þurfti alltaf að finna lausnir á einhverjum hlutum. Á þessum tíma, sérstaklega eftir dvölina hjá Val, var ég rosalega mikið í spilakössum,“ sagði Ejub. „Ég spilaði rosalega mikið og ég hugsaði að ég yrði að gera eitthvað. Ég átti konu og litla stelpu og ákvað að fara frá Reykjavík. Það kom ekki til greina að fara í meðferð. Þetta veit enginn nema konan mín. Þetta var til að byrja með stærsta ástæðan af hverju ég fór frá Reykjavík til Ólafsvíkur.“ Ejub segist hafa náð bata eftir að hann kom til Ólafsvíkur og kveðst afar þakklátur samfélaginu þar. „Ég reyndi að laga hlutina. Það tók nokkurn tíma. Ég setti ekki krónu í spilakassa í 10-12 ár. Ég var rosalega ánægður að ég gat unnið í sjálfum mér og lagað hluti í kringum mig. Þetta var þess virði fyrir utan fótboltann. Ég á í dag þrjú börn og æðislega fjölskyldu,“ sagði Ejub. „Ég hugsaði að ég þyrfti að gera eitthvað og taka á málunum. Ég þurfti að halda utan fjölskylduna. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega þakklátur konunni minni og samfélaginu í Ólafsvík.“ Brotið úr viðtalinu þar sem Ejub ræðir spilafíknina má hlusta á hér fyrir neðan. Klippa: Ejub ræðir spilafíkn Í viðtalinu ræðir Ejub einnig um ástæðu þess að hann kom til Íslands á sínum tíma, stríðið í gömlu Júgóslavíu, leikmannaferilinn, árin á Hornafirði og hjá Val og tímann hjá Víkingi Ó. Sem hann kom tvisvar upp í efstu deild. Ejub starfar í dag sem þjálfari 3. flokks karla hjá Stjörnunni auk þess að stýra hæfileikamótun 2.-4. flokks hjá félaginu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Ejub
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira