Ætlar að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2019 21:29 Lindsey Graham. AP/Susan Walsh Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera „sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. Graham segist ætla að gera allt sem hann geti til að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi. „Þetta mun koma fyrir öldungadeildina og það mun fljótt deyja. Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að þetta deyi fljótt,“ sagði þingmaðurinn í dag. Ummælin eru þvert á hans eigin ummæli þegar Bill Clinton var ákærður fyrir embættisbrot. Þá fordæmdi Graham þá þingmenn Demókrata sem höfðu gert upp hug sinn fyrir réttarhöldin. Graham sló á svipaða strengi og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem sagði í vikunni að hann myndi vinna að réttarhöldunum í nánu samstarfi með lögmönnum Trump. Hann hefur kallað eftir stuttum réttarhöldum í janúar.Sjá einnig: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar samþykkti í gær tvær ákærur gegn en atkvæðagreiðslurnar um ákærurnar fór eftir flokkslínum, 23-17. Allir þingmenn deildarinnar munu svo greiða atkvæði um ákærurnar í næstu viku. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina, þar sem nokkurs konar réttarhöld fara fram. Önnur ákæran snýr að því að Trump hafi misnotað vald sitt og hin að því að hann hafi staðið í vegi þingsins með því að neita að afhenda gögn og koma í veg fyrir að starfsmenn Hvíta hússins bæru vitni.Sjá einnig: Ákærurnar samþykktar úr nefnd eftir flokkslínumÍ viðtali við CNN í dag (laugardag) sagði Graham, þegar hann var spurður hvort það væri við hæfi að lýsa skoðunum sínum opinberlega yfir í aðdraganda réttarhaldanna, að honum þætti það. Sérstaklega með tilliti til þess að hann væri að því.„Ég er að reyna að senda frá mér skýr skilaboð um að ég er búinn að kveða upp hug minn,“ sagði Graham. „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi. Það sem ég sé að er að gerast er bara flokkapólitík.“ Í þverhögg við eigin orð Þessi ummæli Graham eru þvert á það sem hann sagði sjálfur varðandi embættisákærur gegn Bill Clinton á sýnum tíma. Þá fordæmdi hann alla þá sem höfðu gert upp hug sinn áður en réttarhöldin í öldungadeildinni fóru fram. Hann sagði meðal annars þá að þingmenn Demókrataflokksins ættu að hlusta á málflutning Repúblikana og fylgja staðreyndum málsins. Ef þeir myndu kjósa eftir flokkslínum myndi það valda Bandaríkjunum skaða til lengri tíma. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpGraham var spurður hvort honum þætti við hæfi að Trump bæði erlendar ríkisstjórnir um slíka hjálp í kosningum. „Sko, Joe Biden er góður vinur minn. Ég hef ferðast um heiminn með honum. Hann er að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna. Ég held að honum muni vegna vel,“ sagði Graham. Kannanir sýna að Biden er hvað líklegastur til að fá tilnefninguna. „Staðreyndin er sú að sonur hans var að fá 50 þúsund dali á mánuði frá orkufyrirtæki sem rekið var af einum mest spillta manni Úkraínu [Burisma holdings] og um tveimur mánuðum eftir að þeir gerðu húsleit heima hjá forstjóra fyrirtækisins, reka þeir saksóknarann. Já, mér finnst í lagi að tala um svona lagað.“ Hér er vert að taka fram að engar sannanir fyrir því að Biden-feðgarnir hafi gert eitthvað af sér hafa litið dagsins ljós. Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma.Graham sagði einnig að ef fólki líkaði ekki við Trump, væri hægt að greiða atkvæði gegn honum í forsetakosningunum á næsta ári. Demókratar segja hins vegar að það sé ekki í boði þar sem forsetinn hafi þegar sýnt að hann sé viljugur til að þvinga önnur ríki til að hjálpa sér í komandi kosningum og hafi þar með grafið undan heilindum þeirra og trúverðugleika. Hin ásökunin runnin undan rifjum Rússa Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, segist ekki ætla sér að þykjast vera „sanngjarn“ kviðdómandi í væntanlegum réttarhöldum þingsins gegn Donald Trump, forseta, fyrir meint embættisbrot. Graham segist ætla að gera allt sem hann geti til að tryggja að réttarhöldin fái skjótan endi. „Þetta mun koma fyrir öldungadeildina og það mun fljótt deyja. Ég mun gera allt sem ég get til að tryggja að þetta deyi fljótt,“ sagði þingmaðurinn í dag. Ummælin eru þvert á hans eigin ummæli þegar Bill Clinton var ákærður fyrir embættisbrot. Þá fordæmdi Graham þá þingmenn Demókrata sem höfðu gert upp hug sinn fyrir réttarhöldin. Graham sló á svipaða strengi og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem sagði í vikunni að hann myndi vinna að réttarhöldunum í nánu samstarfi með lögmönnum Trump. Hann hefur kallað eftir stuttum réttarhöldum í janúar.Sjá einnig: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar samþykkti í gær tvær ákærur gegn en atkvæðagreiðslurnar um ákærurnar fór eftir flokkslínum, 23-17. Allir þingmenn deildarinnar munu svo greiða atkvæði um ákærurnar í næstu viku. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina, þar sem nokkurs konar réttarhöld fara fram. Önnur ákæran snýr að því að Trump hafi misnotað vald sitt og hin að því að hann hafi staðið í vegi þingsins með því að neita að afhenda gögn og koma í veg fyrir að starfsmenn Hvíta hússins bæru vitni.Sjá einnig: Ákærurnar samþykktar úr nefnd eftir flokkslínumÍ viðtali við CNN í dag (laugardag) sagði Graham, þegar hann var spurður hvort það væri við hæfi að lýsa skoðunum sínum opinberlega yfir í aðdraganda réttarhaldanna, að honum þætti það. Sérstaklega með tilliti til þess að hann væri að því.„Ég er að reyna að senda frá mér skýr skilaboð um að ég er búinn að kveða upp hug minn,“ sagði Graham. „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi. Það sem ég sé að er að gerast er bara flokkapólitík.“ Í þverhögg við eigin orð Þessi ummæli Graham eru þvert á það sem hann sagði sjálfur varðandi embættisákærur gegn Bill Clinton á sýnum tíma. Þá fordæmdi hann alla þá sem höfðu gert upp hug sinn áður en réttarhöldin í öldungadeildinni fóru fram. Hann sagði meðal annars þá að þingmenn Demókrataflokksins ættu að hlusta á málflutning Repúblikana og fylgja staðreyndum málsins. Ef þeir myndu kjósa eftir flokkslínum myndi það valda Bandaríkjunum skaða til lengri tíma. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Ein rannsóknin átti að beinast gegn Joe Biden og syni hans og hin átti að snúa að meintum afskiptum yfirvalda Úkraínu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er lítið að marka báðar ásakanirnar. Vitni hafa líka sagt að Trump hafi ekki endilega viljað að rannsóknirnar færu fram. Honum var hins vegar mjög annt um að Zelensky myndi tilkynna tilvist rannsóknanna opinberlega.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpGraham var spurður hvort honum þætti við hæfi að Trump bæði erlendar ríkisstjórnir um slíka hjálp í kosningum. „Sko, Joe Biden er góður vinur minn. Ég hef ferðast um heiminn með honum. Hann er að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna. Ég held að honum muni vegna vel,“ sagði Graham. Kannanir sýna að Biden er hvað líklegastur til að fá tilnefninguna. „Staðreyndin er sú að sonur hans var að fá 50 þúsund dali á mánuði frá orkufyrirtæki sem rekið var af einum mest spillta manni Úkraínu [Burisma holdings] og um tveimur mánuðum eftir að þeir gerðu húsleit heima hjá forstjóra fyrirtækisins, reka þeir saksóknarann. Já, mér finnst í lagi að tala um svona lagað.“ Hér er vert að taka fram að engar sannanir fyrir því að Biden-feðgarnir hafi gert eitthvað af sér hafa litið dagsins ljós. Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma. Það er rétt að Biden krafðist þess af yfirvöldum Úkraínu að ríkissaksóknarinn Viktor Shokin yrði rekinn. Það var þó vegna þess að hann þótti ekki berjast nægilega vel gegn spillingu í Úkraínu. Bakhjarlar Úkraínu í Bandaríkjunum, Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, svo einhverjir séu nefndir, kölluðu allir eftir því að Shokin yrði rekinn. Meira að segja Repúblikanar studdu viðleitni Biden á sínum tíma.Graham sagði einnig að ef fólki líkaði ekki við Trump, væri hægt að greiða atkvæði gegn honum í forsetakosningunum á næsta ári. Demókratar segja hins vegar að það sé ekki í boði þar sem forsetinn hafi þegar sýnt að hann sé viljugur til að þvinga önnur ríki til að hjálpa sér í komandi kosningum og hafi þar með grafið undan heilindum þeirra og trúverðugleika. Hin ásökunin runnin undan rifjum Rússa Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30 Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15
Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. 2. desember 2019 06:23
Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15
Prófessorar segja tilefni til að ákæra Trump Þrír fræðimenn um stjórnarskrá Bandaríkjanna segja tilefni til að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Sá fjórði dregur í efa að tilefni sé til staðar. 4. desember 2019 21:30
Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46