Fékk blóðtappa og ákvað eftir það að láta drauminn rætast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:00 Katrín fékk blóðtappa í heila þegar hún var í jólafríi með fjölskyldunni sinni úti á Balí fyrir ári síðan. stöð 2 Hún átti sér alltaf draum um að opna sína eigin verslun en það gerðist ekki. Tíminn þaut áfram og dagarnir snerust um að koma fjölskyldunni út úr húsi á morgnana, fara í vinnuna, versla í matinn, elda og sjá til þess að krakkarnir lærðu eins og flestir þekkja. Blóðtappi sem hún fékk á Balí varð þó til þess að Katrín Þóra Albertsdóttir gerði sér grein fyrir að tími hennar hér á jörðinni yrði ekki endalaus og mikilvægt væri að sjá ekki eftir neinu. „Dóttir okkar var í námi þar og okkur langaði að prófa að eyða jólunum annars staðar. Svo erum við komin til Balí og það er rosalega gaman og það kemur balískur strákur að sækja okkur út á völl í íslensku landsliðstreyjunni með íslenska fánann.“ Fjölskyldan ferðaðist um Balí og þá varð Katrín hugfangin að balískri hönnun.stöð 2 Fjölskyldan ferðaðist um Balí með balíska leiðsögumanninum Pandi og varði hátíðunum saman en á gamlárskvöld fann Katrín að ekki væri allt með felldu. „Ég finn að það kemur eins og hvellur á andlitið á mér og ég bara harka þetta af mér og finn að ég er hætt að heyra almennilega með öðru eyranu,“ segir Katrín. Fjölskyldan fór snemma heim í hús vegna þess hve slöpp Katrín var orðin. Daginn eftir var hún orðin enn þá verri. Á leið í morgunmatinn treysti hún sér ekki að ganga óstudd og þurfti að styðja sig við barnakerru. Hana svimaði mikið og hún ákvað að fara aftur inn og leggja sig. „Það var svolítið skrítið að ég gleymi símanum frammi.“ Þegar hún var komin inn kastaði hún upp og hún áttaði sig á því að síminn hefði gleymst frammi. Hún var þó svo orkulítil að hún lagði ekki í það að fara aftur fram að sækja símann. Krakkarnir hennar komu að henni nokkru síðar og var þá hringt á lækni. Katrín fór stuttu eftir heimkomu aftur til Balí til að skoða og kaupa balískar vörur.stöð 2 Læknirinn taldi að Katrínu vantaði vökva en fjölskyldan hafði það á tilfinningunni að þetta væri eitthvað alvarlegra og tóku á það ráð að hringja í vinkonu fjölskyldunnar sem býr á Balí og hún sendi Katrínu á einkasjúkrahús þegar í stað. „Ég greinist þar með blóðtappa í heila og er meðhöndluð svoleiðis úti á Balí. Ég er í tíu daga uppi á spítala og fæ ekki að fara heim strax þannig að fólkið mitt þarf að fara heim á þriðja í nýja árinu og við vorum lengur ásamt dóttur minni sem var búin að vera þarna úti,“ segir Katrín. Eftir sjúkrahúsdvölina var Katrínu og manninum hennar komið fyrir á hóteli í nokkra daga þar sem læknar voru ekki tilbúnir að hleypa henni í eins langt ferðalag og förin heim er. Þegar Katrín var komin heim gekk allt vel en hún gat ekki hætt að hugsa um balíska tísku og vörur. Hún og dóttir hennar ákváðu því að snúa aftur til Balí. Þær mæðgur flugu út og fóru að skoða vörur á Balí og Katrín lét gamlan draum rætast og opnaði búð þegar hún sneri aftur til Íslands. Horfa má á myndbandið í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hún átti sér alltaf draum um að opna sína eigin verslun en það gerðist ekki. Tíminn þaut áfram og dagarnir snerust um að koma fjölskyldunni út úr húsi á morgnana, fara í vinnuna, versla í matinn, elda og sjá til þess að krakkarnir lærðu eins og flestir þekkja. Blóðtappi sem hún fékk á Balí varð þó til þess að Katrín Þóra Albertsdóttir gerði sér grein fyrir að tími hennar hér á jörðinni yrði ekki endalaus og mikilvægt væri að sjá ekki eftir neinu. „Dóttir okkar var í námi þar og okkur langaði að prófa að eyða jólunum annars staðar. Svo erum við komin til Balí og það er rosalega gaman og það kemur balískur strákur að sækja okkur út á völl í íslensku landsliðstreyjunni með íslenska fánann.“ Fjölskyldan ferðaðist um Balí og þá varð Katrín hugfangin að balískri hönnun.stöð 2 Fjölskyldan ferðaðist um Balí með balíska leiðsögumanninum Pandi og varði hátíðunum saman en á gamlárskvöld fann Katrín að ekki væri allt með felldu. „Ég finn að það kemur eins og hvellur á andlitið á mér og ég bara harka þetta af mér og finn að ég er hætt að heyra almennilega með öðru eyranu,“ segir Katrín. Fjölskyldan fór snemma heim í hús vegna þess hve slöpp Katrín var orðin. Daginn eftir var hún orðin enn þá verri. Á leið í morgunmatinn treysti hún sér ekki að ganga óstudd og þurfti að styðja sig við barnakerru. Hana svimaði mikið og hún ákvað að fara aftur inn og leggja sig. „Það var svolítið skrítið að ég gleymi símanum frammi.“ Þegar hún var komin inn kastaði hún upp og hún áttaði sig á því að síminn hefði gleymst frammi. Hún var þó svo orkulítil að hún lagði ekki í það að fara aftur fram að sækja símann. Krakkarnir hennar komu að henni nokkru síðar og var þá hringt á lækni. Katrín fór stuttu eftir heimkomu aftur til Balí til að skoða og kaupa balískar vörur.stöð 2 Læknirinn taldi að Katrínu vantaði vökva en fjölskyldan hafði það á tilfinningunni að þetta væri eitthvað alvarlegra og tóku á það ráð að hringja í vinkonu fjölskyldunnar sem býr á Balí og hún sendi Katrínu á einkasjúkrahús þegar í stað. „Ég greinist þar með blóðtappa í heila og er meðhöndluð svoleiðis úti á Balí. Ég er í tíu daga uppi á spítala og fæ ekki að fara heim strax þannig að fólkið mitt þarf að fara heim á þriðja í nýja árinu og við vorum lengur ásamt dóttur minni sem var búin að vera þarna úti,“ segir Katrín. Eftir sjúkrahúsdvölina var Katrínu og manninum hennar komið fyrir á hóteli í nokkra daga þar sem læknar voru ekki tilbúnir að hleypa henni í eins langt ferðalag og förin heim er. Þegar Katrín var komin heim gekk allt vel en hún gat ekki hætt að hugsa um balíska tísku og vörur. Hún og dóttir hennar ákváðu því að snúa aftur til Balí. Þær mæðgur flugu út og fóru að skoða vörur á Balí og Katrín lét gamlan draum rætast og opnaði búð þegar hún sneri aftur til Íslands. Horfa má á myndbandið í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira