Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 22:31 Mynd af Dalvíkurlínu frá því í dag sem er illa farin. landsnet Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira