Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 20:45 Jóhannes Stefánsson leysti fyrst frá skjóðunni opinberlega í fréttaskýringaþættinum Kveik í byrjun nóvember. Mynd/RÚV Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13
Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56