„Nánast engin umferð á götunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 17:30 Sjaldgæf sjón á Bústaðavegi á fimmta tímanum á virkum degi. Nánast engin umferð á háannatíma. vísir/vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svo virðist sem almenningur hafi hlustað vel á viðvaranir vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Það má sjá á því að mjög lítil umferð er nú á götum höfuðborgarsvæðisins, á tíma sem er yfirleitt háannatími í umferðinni. „Við erum með ansi margar myndavélar um bæinn sem við erum að fylgjast með og það er bara mjög lítil umferð og nánast engin umferð á götunum yfirhöfuð. Þannig að fólk virðist hafa hlustað vel á þessar viðvaranir sem komu og er bara komið heim til sín,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá segir hann einnig mjög rólegt í útköllum vegna hefðbundinna lögreglumála en frá því klukkan tvö hafa síðan komið tólf óveðursútköll. Lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir manna aðgerðastjórn í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Þá hefur einnig verið óskað eftir aðstoð Rauða kross Íslands og var fjöldahjálparstöð virkjuð á Kjalarnesi nú síðdegis. Var það gert vegna bíla sem voru að koma að norðan en búið var að loka veginum um Kjalarnes inn til Reykjavíkur. Fólki var beint í fjöldahjálparstöðina þar sem það þarf að bíða af sér veðrið. Ásgeir segir að það megi alveg hrósa fólki fyrir að hafa farið eftir tilmælum vegna veðursins. „Vegna þess að veðrið er virkilega vont og það er meiri vindur en spáð var,“ segir Ásgeir. Hann bendir jafnframt á það sem bjargi miklu, og eiginlega öllu, á höfuðborgarsvæðinu sé að engin ofankoma er í verðinu. „Ef við værum með ofankomu með þessu í formi snjós þá værum við í virkilega vondum málum. En það var eitthvað sem við gátum ekki alveg treyst á því úrkomubeltið var alveg að teygja sig í áttina að höfuðborginni en við erum allavega enn þá að sleppa.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira