Var of veikur til að samþykkja fimm milljóna millifærslu til unnustu sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 08:23 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/EGill Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira