Tinder fær heljarinnar uppfærslu í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. maí 2020 08:37 Einhleypingar á Tinder munu þurfa að hafa sig til áður en þeir opna forritið í sumar. vísir/getty Móðurfélag stefnumótaforritsins Tinder greindi frá því í ársfjórðungsuppgjöri sínu í gær að til standi að innleiða eiginleika í forritið á næstu mánuðum sem myndi gera notendum kleift að eiga myndsímtöl sín á milli. Í uppgjöri Match Group er vísað til áhrifa samkomubanns á stefnumótahegðun fólks, þegar það hefur ekki getað farið út og hitt hvort annað hafi það reitt sig í auknum mæli á fjarfundabúnað og myndsímtöl. Þannig hafi 70 prósent notenda stefnumótaforritsins Hinge sagst vera opið fyrir því að ræða við álitlega einhleypinga með þessum hætti. Notendur Tinder séu þar að auki farnir að senda fleiri skilaboð og samtöl þeirra séu sífellt að lengjast. Þannig hafi notendur undir þrítugu sent 35 prósent fleiri skilaboð í apríl en í síðustu viku febrúar, sem skýrist að miklu leyti af samkomubanni og meðfylgjandi einmanaleika. Aukninguna vill Tinder ekki síst rekja til kvenna og segja aðstandendur forritsins þessa breyttu hegðun þeirra „gríðarlega jákvæða“ fyrir „vistkerfi“ smáforritsins. Í uppgjörinu segir einnig að til standi að ýta myndsímtalaeiginleikanum úr vör í lok annars árfjórðungs, sem yrði þá í sumar. Ekki er þó farið nánar út í það hvernig það muni koma til með að líta út, aðeins að þau hafi merkt mikla eftirspurn eftir slíkum eiginleika meðal notenda Tinder. Þá sjái Tinder fram á að að kynna fleiri nýjungar til sögunnar á árinu sem ætlað er að fjölga tekjumöguleikum forritsins, án þess að útskýra það frekar. Tæknivefurinn Verge hefur ákveðnar efasemdir um myndsímtölin, sem vefurinn segir eina stærstu uppfærslu í sögu Tinder. Myndsímtöl séu kjörin vettvangur fyrir hvers kyns áreitni sem erfitt sé að koma í veg fyrir, að minnsta kosti erfiðara en að loka á óæskileg skilaboð. Því voni Verge að forritarar Tinder leggi allt kapp á að útbúa kerfi til að tilkynna og koma í veg fyrir áreitni í myndsímtölum. Tinder Tækni Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Móðurfélag stefnumótaforritsins Tinder greindi frá því í ársfjórðungsuppgjöri sínu í gær að til standi að innleiða eiginleika í forritið á næstu mánuðum sem myndi gera notendum kleift að eiga myndsímtöl sín á milli. Í uppgjöri Match Group er vísað til áhrifa samkomubanns á stefnumótahegðun fólks, þegar það hefur ekki getað farið út og hitt hvort annað hafi það reitt sig í auknum mæli á fjarfundabúnað og myndsímtöl. Þannig hafi 70 prósent notenda stefnumótaforritsins Hinge sagst vera opið fyrir því að ræða við álitlega einhleypinga með þessum hætti. Notendur Tinder séu þar að auki farnir að senda fleiri skilaboð og samtöl þeirra séu sífellt að lengjast. Þannig hafi notendur undir þrítugu sent 35 prósent fleiri skilaboð í apríl en í síðustu viku febrúar, sem skýrist að miklu leyti af samkomubanni og meðfylgjandi einmanaleika. Aukninguna vill Tinder ekki síst rekja til kvenna og segja aðstandendur forritsins þessa breyttu hegðun þeirra „gríðarlega jákvæða“ fyrir „vistkerfi“ smáforritsins. Í uppgjörinu segir einnig að til standi að ýta myndsímtalaeiginleikanum úr vör í lok annars árfjórðungs, sem yrði þá í sumar. Ekki er þó farið nánar út í það hvernig það muni koma til með að líta út, aðeins að þau hafi merkt mikla eftirspurn eftir slíkum eiginleika meðal notenda Tinder. Þá sjái Tinder fram á að að kynna fleiri nýjungar til sögunnar á árinu sem ætlað er að fjölga tekjumöguleikum forritsins, án þess að útskýra það frekar. Tæknivefurinn Verge hefur ákveðnar efasemdir um myndsímtölin, sem vefurinn segir eina stærstu uppfærslu í sögu Tinder. Myndsímtöl séu kjörin vettvangur fyrir hvers kyns áreitni sem erfitt sé að koma í veg fyrir, að minnsta kosti erfiðara en að loka á óæskileg skilaboð. Því voni Verge að forritarar Tinder leggi allt kapp á að útbúa kerfi til að tilkynna og koma í veg fyrir áreitni í myndsímtölum.
Tinder Tækni Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira