Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 14:09 Hundruð flóttamanna hafa lagt vanbúnir í hættulega sjóferð til grísku eyjarinnar Lesbos eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að standa í vegi fyrir því að þeir héldu inn í Evrópu á dögunum. AP/Michael Varaklas Rauði krossinn á Íslandi ítrekaði í dag mótmæli sín við fyrirhuguðum brottvísunum barnafjölskyldna til Grikklands á þeim forsendum að þau njóti alþjóðlegrar verndar þar. Varað hefur verið við neyðarástandi í mannúðarmálum í Grikklandi eftir að Tyrkir ákváðu að hleypa flóttamönnum frá Sýrlandi yfir landamæri ríkjanna. Grísk stjórnvöld hafa lokað landamærum sínum og hætt að taka við hælisumsóknum eftir að tyrknesk stjórnvöld leyfðu flóttamönnum að fara yfir landamærin til Grikklands. Tyrkir hafa jafnframt hótað því að senda milljónir flóttamanna til viðbótar inn í Evrópu en um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafa hafst við þar í landi . AP-fréttastofan segir að grísk stjórnvöld hafi stöðvað tugi þúsunda flóttamanna í að koma yfir landamærin frá Tyrklandi. Yfirvöld hafa sent liðsauka her- og lögreglumanna að landamærunum til að hindra för flóttafólksins. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér í dag vísa samtökin til ástandsins á Grikklandi. Það hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið en í ljósi frétta undanfarinna daga sé ljóst að íslenskum stjórnvöldum sé enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra í slíkar aðstæður. „Fólk á flótta á að njóta mannréttinda á sama hátt og annað fólk og það er ljóst að endursending þess til Grikklands við þessar aðstæður er til þess fallið að það fái ekki notið þeirra,“ segir Rauði krossinn. Í því ljósi gagnrýnir Rauði krossinn áform íslenskra stjórnvalda um að senda að minnsta kosti fimm barnafjölskyldur úr landi til Grikklands á næstu dögum eða vikum vegna þess að þær hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd þar í landi. „Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi. Er það sjónarmið stutt af alþjóðlegum skýrslum og frásögnum aðila sem starfað hafa fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í Grikklandi,“ segir í yfirlýsingunni. Flóttamenn reyndu að klippa landamæragirðingu til að komast frá Tyrklandi til Grikklands í átökum við gríska lögreglumenn í gær. Þúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa safnast saman við landamærin eftir að Tyrkir ákváðu að hindra ekki för þeirra lengur. Ekki nóg að réttindin séu til staðar í orði Brottvísun barna til Grikklands kom til tals á Alþingi í gær þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi til Grikklands í tilfellum þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi þegar fengið stöðu flóttamanns þar. Áslaug Arna sagði mál hvers umsækjenda fyrir sig metið hverju sinni en benti á að ekkert evrópskt ríki hefði hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi. Rauk Helgi Hrafn á dyr undir svörum ráðherrans, að eigin sögn vegna þess að honum misbauð skortur á svörum. Sjá einnig: Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Rauði krossinn gerir í yfirlýsingu sinni athugasemd við að dómsmálaráðherra hafi fullyrti að þeir sem hafi hlotið vernd í Grikklandi hafi sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Íslensk stjórnvöld hafi viðurkennt að flóttafólk verði fyrir fjölmörgum hindrunum og í einhverjum tilfellum gert ómögulegt að sækja sér lagaleg réttindi í Grikklandi. Mótmæla samtökin því að íslensk stjórnvöld telji nægilegt að réttindi flóttafólks séu til staðar í orði en ekki á borði. „Rauði krossinn á Íslandi ítrekar fyrri tilmæli sín til hérlendra stjórnvalda og hvetur eindregið ríkisstjórn Íslands til að endurskoða þá stefnu að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem fengið hafa stöðu sína viðurkennda í Grikklandi, aftur þangað,“ segir í yfirlýsingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir yfirlýsingu Rauða krossins í tísti í dag. Sagði hún óboðlegt að senda fimm barnafjölskyldur sem hefðu leitað til Íslands jafnvel þó að þær hafi þegar stöðu flóttamanna í Grikklandi. „Sýnum mannúð,“ tísti þingkonan. Ástandið í Grikklandi núna er þannig að það er fullkomlega óboðlegt að senda 5 barnafjölskyldur sem hafa leitað til okkar e. alþjóðlegri vernd þangað aftur. Sama þó þau hafi stöðu flóttamanna þar. Grísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi v. ákvörðunar Tyrkja. Sýnum mannúð. https://t.co/7iKB0ulIdE— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) March 4, 2020 Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Grikkland Tyrkland Tengdar fréttir Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 3. mars 2020 17:40 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi ítrekaði í dag mótmæli sín við fyrirhuguðum brottvísunum barnafjölskyldna til Grikklands á þeim forsendum að þau njóti alþjóðlegrar verndar þar. Varað hefur verið við neyðarástandi í mannúðarmálum í Grikklandi eftir að Tyrkir ákváðu að hleypa flóttamönnum frá Sýrlandi yfir landamæri ríkjanna. Grísk stjórnvöld hafa lokað landamærum sínum og hætt að taka við hælisumsóknum eftir að tyrknesk stjórnvöld leyfðu flóttamönnum að fara yfir landamærin til Grikklands. Tyrkir hafa jafnframt hótað því að senda milljónir flóttamanna til viðbótar inn í Evrópu en um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafa hafst við þar í landi . AP-fréttastofan segir að grísk stjórnvöld hafi stöðvað tugi þúsunda flóttamanna í að koma yfir landamærin frá Tyrklandi. Yfirvöld hafa sent liðsauka her- og lögreglumanna að landamærunum til að hindra för flóttafólksins. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér í dag vísa samtökin til ástandsins á Grikklandi. Það hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið en í ljósi frétta undanfarinna daga sé ljóst að íslenskum stjórnvöldum sé enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra í slíkar aðstæður. „Fólk á flótta á að njóta mannréttinda á sama hátt og annað fólk og það er ljóst að endursending þess til Grikklands við þessar aðstæður er til þess fallið að það fái ekki notið þeirra,“ segir Rauði krossinn. Í því ljósi gagnrýnir Rauði krossinn áform íslenskra stjórnvalda um að senda að minnsta kosti fimm barnafjölskyldur úr landi til Grikklands á næstu dögum eða vikum vegna þess að þær hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd þar í landi. „Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi. Er það sjónarmið stutt af alþjóðlegum skýrslum og frásögnum aðila sem starfað hafa fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í Grikklandi,“ segir í yfirlýsingunni. Flóttamenn reyndu að klippa landamæragirðingu til að komast frá Tyrklandi til Grikklands í átökum við gríska lögreglumenn í gær. Þúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa safnast saman við landamærin eftir að Tyrkir ákváðu að hindra ekki för þeirra lengur. Ekki nóg að réttindin séu til staðar í orði Brottvísun barna til Grikklands kom til tals á Alþingi í gær þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi til Grikklands í tilfellum þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi þegar fengið stöðu flóttamanns þar. Áslaug Arna sagði mál hvers umsækjenda fyrir sig metið hverju sinni en benti á að ekkert evrópskt ríki hefði hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi. Rauk Helgi Hrafn á dyr undir svörum ráðherrans, að eigin sögn vegna þess að honum misbauð skortur á svörum. Sjá einnig: Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Rauði krossinn gerir í yfirlýsingu sinni athugasemd við að dómsmálaráðherra hafi fullyrti að þeir sem hafi hlotið vernd í Grikklandi hafi sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Íslensk stjórnvöld hafi viðurkennt að flóttafólk verði fyrir fjölmörgum hindrunum og í einhverjum tilfellum gert ómögulegt að sækja sér lagaleg réttindi í Grikklandi. Mótmæla samtökin því að íslensk stjórnvöld telji nægilegt að réttindi flóttafólks séu til staðar í orði en ekki á borði. „Rauði krossinn á Íslandi ítrekar fyrri tilmæli sín til hérlendra stjórnvalda og hvetur eindregið ríkisstjórn Íslands til að endurskoða þá stefnu að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem fengið hafa stöðu sína viðurkennda í Grikklandi, aftur þangað,“ segir í yfirlýsingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir yfirlýsingu Rauða krossins í tísti í dag. Sagði hún óboðlegt að senda fimm barnafjölskyldur sem hefðu leitað til Íslands jafnvel þó að þær hafi þegar stöðu flóttamanna í Grikklandi. „Sýnum mannúð,“ tísti þingkonan. Ástandið í Grikklandi núna er þannig að það er fullkomlega óboðlegt að senda 5 barnafjölskyldur sem hafa leitað til okkar e. alþjóðlegri vernd þangað aftur. Sama þó þau hafi stöðu flóttamanna þar. Grísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi v. ákvörðunar Tyrkja. Sýnum mannúð. https://t.co/7iKB0ulIdE— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) March 4, 2020
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Grikkland Tyrkland Tengdar fréttir Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 3. mars 2020 17:40 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 3. mars 2020 17:40
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21